Fótbolti

Íslenskir blaðamenn í Saint-Étienne: "Pepe er leiðinlegasti fótboltamaður í heimi“

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Hluti af flota íslenskra fjölmiðlamanna hér ytra.
Hluti af flota íslenskra fjölmiðlamanna hér ytra. Vísir/Vilhelm
Íslenska pressan er mætt til Saint-Étienne og búin að koma sér vel fyrir í blaðamannaaðstöðunni við Stade Geoffroy-Guichard leikvanginn. Aðstaðan virðist við fyrstu sýn vera til fyrirmyndar en óhætt er að segja að það eina sem skipti blaðamenn á erlendum vettvangi einhverju máli er góð nettenging.

Í íslensku pressunni má finna landsliðsmann í keilu, manninn sem skúbbaði erlenda miðla á HM í snóker, leikmann í 2. deildinni sem fékk sér ís fyrir hádegi í dag og fyrrverandi landsliðsmann.

Við tókum þessa og fleiri menn tali og ræddum að lokum við portúgalskan blaðamann sem er stressaður fyrir leikinn á morgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×