Erlent

Varð mjög reiður þegar hann sá tvo menn kyssast

Samúel Karl Ólason skrifar
Fjöldi særðra voru fluttir á nærliggjandi sjúkrahús.
Fjöldi særðra voru fluttir á nærliggjandi sjúkrahús. Vísir/EPA
Faðir Omar Mateen biðst afsökunar á ódæði sonar síns og segir trú ekki hafa komið árásinni við. Fréttamenn NBC ræddu við föður mannsins sem er sagður hafa framið mannskæðustu skotárás Bandaríkjanna í nótt.

Hann segir fjölskylduna vera í áfalli vegna ódæðisins. Þá tók hann framm að sonur sinn, sem var 29 ára gamall, hefði orðið bálreiður þegar hann sá tvo menn kyssast fyrir nokkrum mánuðum. Faðirinn taldi það tengjast árásinni.

Omar Mateen gekk þungvopnaður inn á skemmtistað LGBT fólks í Orlando í nótt og myrti þar 50 manns. Hann særði minnst 53, þar af marga alvarlega. FBI segir ódæðið vera hryðjuverk. Einhverjir miðlar erlendis hafa birt fréttir um að Mateen hafi verið öfgasinnaður islamisti og að hann hafi jafnvel verið hliðhollur Íslamska ríkinu.


Tengdar fréttir

Margir látnir í Orlando

Árásarmaðurinn var vopnaður riffli og skammbyssu, en óttast er að hann hafi einnig verið með sprengju.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×