Jón Daði þakklátur: „Þetta er bara vitleysa“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 13. júní 2016 22:00 Jón Daði styttir sér stundir með þeim íslenska leikmanni sem náð hefur lengst í knattspyrnu, Eiði Smára Guðjohnsen. Vísir/Vilhelm Selfyssingurinn Jón Daði Böðvarsson kom inn í undankeppni EM 2016 með þvílíkum látum að það mun seint gleymast. Hann var óvænt í byrjunarliðinu í fyrsta leiknum gegn Tyrklandi á Laugardalsvelli, þakkaði traustið og skoraði fyrsta markið í leiknum. „Þetta er bara vitleysa, ef maður pælir í því,“ segir Jón Daði um þróunina á hans ferli undanfarin ár. „Fyrir fjórum eða fimm árum var maður í 1. deildinni á Selfossi að spila á móti litlum liðum á Íslandi,“ segir framherjinn og tekur fram að hann beri að sjálfsögðu mikla virðingu fyrir þeim. „Þetta er svolítið súrealískt,“ segir kappinn. „Ég hef talað við hina og þessa, þar á meðal fyrrverandi landsliðsmenn sem fengu aldrei þetta tækifæri. Þetta eru forréttindi og það er fáránlega gaman að vera partur af þessu öllu saman.“ Hann segist ekki geta kvartað yfir neinu hvað varðar dvöl landsliðsins í Frakklandi. Hótelið sé æðislegt, hann sofi vel, æfingar séu frábærar og æfingasvæðið sömuleiðis. Allt sé æðislegt. „Maður þarf að vera þakklátur. Maður á það til að gleyma því.“ Eftirvæntingin mikil Jón Daði hvíldi í 4-0 sigurleiknum gegn Liechtenstein á mánudaginn en segist líða mjög vel í kroppnum í dag. „Það var frábært að fá smá hvíld enda búið að vera langt tímabil,“ segir Jón Daði sem er á mála hjá Kaiserslautern í Þýskalandi. Deildin sé agressív og hátt tempó. Það hafi verið klókt hjá Heimi og Lars, landsliðsþjálfurunum, að gefa honum hvíld. „Standið er annars mjög gott og formið frábært. Eftirvæntingin eftir fyrsta leik er mikil.“ Strákarnir hafa töluverðan tíma utan æfinga og funda. Jón Daði segir hvíldina vera mikilvægasta. Sumir fari í sólbað eða í sundlaugina en þá verði að passa sig að brenna ekki. Svo eigi leikmenn kost á því að fara niður í bæ en því fylgi vesen vegna strangrar öryggisgæslu. Honum líður hins vegar bara ljómandi vel á hótelinu og þar skipti miklu að strákarnir hafa það útaf fyrir sig.Ekki missa af neinu sem gerist á EM í Frakklandi. Vísir er með hóp fjölmiðlamanna á mótinu sem færa ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365). EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Ákváðu að deila gullinu: „Skákheimurinn er opinberlega orðinn að brandara“ Sport Skýtur fast á Wright og segir Littler vonbrigði mótsins Sport Mætir Arsenal næst og kallar eftir skýrum reglum í hornspyrnum Enski boltinn Zlatan biðst afsökunar eftir brottrekstur Fonseca Fótbolti Barðist við brjóstakrabbamein allt tímabilið en lét það ekki stoppa sig Sport Carragher skammar Alexander-Arnold Enski boltinn Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Enski boltinn Dagskráin: Pílan hefst aftur í dag Sport Lauk árinu með fjörutíu stiga leik Körfubolti Gleymdi að sleppa boltanum og felldi sjálfan sig Sport Fleiri fréttir Carragher skammar Alexander-Arnold Zlatan biðst afsökunar eftir brottrekstur Fonseca Mætir Arsenal næst og kallar eftir skýrum reglum í hornspyrnum Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Antonio útskrifaður eftir rúmlega þriggja vikna spítaladvöl Dæmdur í tveggja leikja bann fyrir að ýta öryggisverði Áfrýjun Barcelona hafnað og tíminn að renna út „Við erum ekki að einbeita okkur að titilbaráttu“ Rooney hættur að þjálfa Guðlaug Victor Víkingar minnast vinar sem lést á 27 ára afmæli sínu Viðurkennir að Man. Utd sogist í fallbaráttu: „Mjög erfiðir tímar“ Newcastle bætti við martröð Man. Utd Skelltu Chelsea í þriðja sigri sínum á leiktíðinni Dómarar tilkynna áhorfendum ákvörðun sína Rashford laus úr útlegð Yfirgnæfandi líkur á að Liverpool verði Englandsmeistari Skoraði í ensku og dreif sig síðan í Ally Pally Í stormi innan vallar en vann góðverk utan hans Sögðu frá nýjum þjálfara AC Milan áður en hinn var rekinn Veltir því fyrir sér hvort nýja Liverpool þríeykið sé betra Knattspyrnukonur eyddu jólunum í fangelsi „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Cristiano Ronaldo: Ef ég ætti Man. United þá myndi ég leysa vandann Guardiola var á undan Haaland með stóru fréttirnar Pep kastar inn hvíta handklæðinu og segir liðið þurfa hjálp Þjálfarinn sá rautt í mögulega sínum síðasta leik „Eina sem ég hugsa um er að Liverpool vinni titilinn“ Fyrrverandi markvörður West Ham hættur í krabbameinsmeðferð Jason Daði kom inn af bekknum og skoraði Forest skaust upp í annað sæti Sjá meira
Selfyssingurinn Jón Daði Böðvarsson kom inn í undankeppni EM 2016 með þvílíkum látum að það mun seint gleymast. Hann var óvænt í byrjunarliðinu í fyrsta leiknum gegn Tyrklandi á Laugardalsvelli, þakkaði traustið og skoraði fyrsta markið í leiknum. „Þetta er bara vitleysa, ef maður pælir í því,“ segir Jón Daði um þróunina á hans ferli undanfarin ár. „Fyrir fjórum eða fimm árum var maður í 1. deildinni á Selfossi að spila á móti litlum liðum á Íslandi,“ segir framherjinn og tekur fram að hann beri að sjálfsögðu mikla virðingu fyrir þeim. „Þetta er svolítið súrealískt,“ segir kappinn. „Ég hef talað við hina og þessa, þar á meðal fyrrverandi landsliðsmenn sem fengu aldrei þetta tækifæri. Þetta eru forréttindi og það er fáránlega gaman að vera partur af þessu öllu saman.“ Hann segist ekki geta kvartað yfir neinu hvað varðar dvöl landsliðsins í Frakklandi. Hótelið sé æðislegt, hann sofi vel, æfingar séu frábærar og æfingasvæðið sömuleiðis. Allt sé æðislegt. „Maður þarf að vera þakklátur. Maður á það til að gleyma því.“ Eftirvæntingin mikil Jón Daði hvíldi í 4-0 sigurleiknum gegn Liechtenstein á mánudaginn en segist líða mjög vel í kroppnum í dag. „Það var frábært að fá smá hvíld enda búið að vera langt tímabil,“ segir Jón Daði sem er á mála hjá Kaiserslautern í Þýskalandi. Deildin sé agressív og hátt tempó. Það hafi verið klókt hjá Heimi og Lars, landsliðsþjálfurunum, að gefa honum hvíld. „Standið er annars mjög gott og formið frábært. Eftirvæntingin eftir fyrsta leik er mikil.“ Strákarnir hafa töluverðan tíma utan æfinga og funda. Jón Daði segir hvíldina vera mikilvægasta. Sumir fari í sólbað eða í sundlaugina en þá verði að passa sig að brenna ekki. Svo eigi leikmenn kost á því að fara niður í bæ en því fylgi vesen vegna strangrar öryggisgæslu. Honum líður hins vegar bara ljómandi vel á hótelinu og þar skipti miklu að strákarnir hafa það útaf fyrir sig.Ekki missa af neinu sem gerist á EM í Frakklandi. Vísir er með hóp fjölmiðlamanna á mótinu sem færa ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365).
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Ákváðu að deila gullinu: „Skákheimurinn er opinberlega orðinn að brandara“ Sport Skýtur fast á Wright og segir Littler vonbrigði mótsins Sport Mætir Arsenal næst og kallar eftir skýrum reglum í hornspyrnum Enski boltinn Zlatan biðst afsökunar eftir brottrekstur Fonseca Fótbolti Barðist við brjóstakrabbamein allt tímabilið en lét það ekki stoppa sig Sport Carragher skammar Alexander-Arnold Enski boltinn Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Enski boltinn Dagskráin: Pílan hefst aftur í dag Sport Lauk árinu með fjörutíu stiga leik Körfubolti Gleymdi að sleppa boltanum og felldi sjálfan sig Sport Fleiri fréttir Carragher skammar Alexander-Arnold Zlatan biðst afsökunar eftir brottrekstur Fonseca Mætir Arsenal næst og kallar eftir skýrum reglum í hornspyrnum Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Antonio útskrifaður eftir rúmlega þriggja vikna spítaladvöl Dæmdur í tveggja leikja bann fyrir að ýta öryggisverði Áfrýjun Barcelona hafnað og tíminn að renna út „Við erum ekki að einbeita okkur að titilbaráttu“ Rooney hættur að þjálfa Guðlaug Victor Víkingar minnast vinar sem lést á 27 ára afmæli sínu Viðurkennir að Man. Utd sogist í fallbaráttu: „Mjög erfiðir tímar“ Newcastle bætti við martröð Man. Utd Skelltu Chelsea í þriðja sigri sínum á leiktíðinni Dómarar tilkynna áhorfendum ákvörðun sína Rashford laus úr útlegð Yfirgnæfandi líkur á að Liverpool verði Englandsmeistari Skoraði í ensku og dreif sig síðan í Ally Pally Í stormi innan vallar en vann góðverk utan hans Sögðu frá nýjum þjálfara AC Milan áður en hinn var rekinn Veltir því fyrir sér hvort nýja Liverpool þríeykið sé betra Knattspyrnukonur eyddu jólunum í fangelsi „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Cristiano Ronaldo: Ef ég ætti Man. United þá myndi ég leysa vandann Guardiola var á undan Haaland með stóru fréttirnar Pep kastar inn hvíta handklæðinu og segir liðið þurfa hjálp Þjálfarinn sá rautt í mögulega sínum síðasta leik „Eina sem ég hugsa um er að Liverpool vinni titilinn“ Fyrrverandi markvörður West Ham hættur í krabbameinsmeðferð Jason Daði kom inn af bekknum og skoraði Forest skaust upp í annað sæti Sjá meira