Portúgalskur blaðamaður spurði Lars Lagerbäck út í nýlega ummæli hans um portúgalska leikmenn á blaðamannafundi í Annecy í Frakklandi á morgun. Þar ræddi hann um leikaraskap Ronaldo og ekki síst miðvarðarins Pepe og nefndi Hollywood í því samhengi.
„Ég fékk spurninguna í kringum úrslitaleikinn í Meistaradeild Evrópu þar sem voru klippur á flugi,“ sagði Lars. Pepe sýndi mikinn leikaraskap í leiknum og Ronaldo hefur verið gagnrýndur fyrir leikaraskap í gegnum tíðina.
„Leikaraskapur í fótbolta er of mikill, hvort sem er í Portúgal, úti um allan heim og jafnvel á Íslandi,“ sagði Lars.
„Það ætti að breyta reglunum til að gera kleyft að refsa leikmönnum eftir leiki þegar búið er að horfa á myndbandsupptökur.“
Lars nefndi leikaraskap Pepe í úrslitaleik Real Madrid og Atlético Madrid og velti aftur fyrir sér hvort Pepe gæti mögulega framlengt feril sinn þar
Ekki missa af neinu sem gerist á EM í Frakklandi. Vísir er með hóp fjölmiðlamanna á mótinu sem færa ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365).
Lars vill breyta reglunum til að refsa fyrir leikaraskap
Kolbeinn Tumi Daðason skrifar

Mest lesið


„Aðeins léttari þegar það er saklaus sál heima sem þarf að sjá um“
Íslenski boltinn



Dæmd í bann fyrir að klípa í klof
Fótbolti


Stjórinn fór á barinn með stuðningsmönnunum eftir leik
Enski boltinn


Besta-spáin 2025: Stórir draumar í Laugardalnum
Íslenski boltinn

Fleiri fréttir
