Erlent

Sækja hart fram gegn ISIS í Sirte

Samúel Karl Ólason skrifar
Vísir/AFP
Líbýskar hersveitir segjast hafa hertekið höfnina í borginni Sirte eftir harða bardaga við vígamenn Íslamska ríkisins. Sirte er eitt helsta vígi ISIS utan Íraks og Sýrlands. Sveitirnar sem eru hliðhollar stjórnvöldum Líbýu sem studd eru af Sameinuðu þjóðunum byrjuðu aðgerðir við Sirte í síðasta mánuði.

Yfirmaður hersveitanna segir að leiðtogar ISIS hafi flúið Sirte og fregnir hafa borist af því að vígamenn hafi rakað skegg sitt og hár til að reyna að fela sig meðal borgara.

Árásin á Sirte var studd af loftárásum og herskipum sem skutu eldflaugum á hafnarmannvirki. Borgin var áður heimabær Muammar Gadaffi, einræðisherra Líbýu. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×