Fótbolti

Óbreytt byrjunarlið gegn Englandi

Byrjunarlið Íslands í kvöld er það sama og í leikjunum þremur í riðlakeppninni.
Byrjunarlið Íslands í kvöld er það sama og í leikjunum þremur í riðlakeppninni. vísir/vilhelm
Lars Lagerbäck og Heimir Hallgrímsson, þjálfarar íslenska landsliðsins í fótbolta, stilla upp sama byrjunarliðinu fjórða leikinn í röð á EM 2016.

Ísland mætir Englandi í 16-liða úrslitum í Nice klukkan 19:00 og Lars og Heimir byrja með sömu ellefu leikmenn og byrjuðu leikina þrjá í riðlakeppninni.

Leikurinn í Nice er síðasti leikur 16-liða úrslitanna en 8-liða úrslitin hefjast á fimmtudaginn með leik Póllands og Portúgals í Marseille.

Sigurvegarinn í leik Íslands og Englands mætir heimaþjóðinni, Frakklandi, á Stade de France á sunnudaginn.

Fylgjast má með beinni textalýsingu Vísis frá leiknum með því að smella hér.

Byrjunarlið Íslands er þannig skipað:

Markvörður: Hannes Þór Halldórsson

Hægri bakvörður: Birkir Már Sævarsson

Miðverðir: Kári Árnason og Ragnar Sigurðsson

Vinstri bakvörður: Ari Freyr Skúlason

Hægri kantmaður: Jóhann Berg Guðmundsson

Miðjumenn: Aron Einar Gunnarsson og Gylfi Þór Sigurðsson

Vinstri kantmaður: Birkir Bjarnason

Sóknarmenn: Jón Daði Böðvarsson og Kolbeinn Sigþórsson




Fleiri fréttir

Sjá meira


×