Debenhams lokað í Smáralind á næsta ári Sveinn Arnarsson skrifar 30. júní 2016 07:00 Smáralind í Kópavogi er stærsta verslunarmiðstöð landsins og er Debenhams í rúmum þrjú þúsund fermetrum húsnæðisins. Fréttablaðið/Anton Brink Verslun Debenhams í Smáralind verður lokað í síðasta lagi í maí á næsta ári og lýkur þar með rúmlega 15 ára sögu fyrirtækisins hér á landi. „Ekki náðust samningar um áframhaldandi leigu,“ segir Finnur Árnason, forstjóri Haga sem á og rekur verslunina. Debenhams er eina deildaskipta sérvöruverslunin á Íslandi, hún er á tveimur hæðum og er sölurýmið 3.200 fermetrar. „Þar sem við náðum ekki niðurstöðu í samningaviðræðum við leigusala munum við loka Debenhams í síðasta lagi í maí á næsta ári,“ segir Finnur. „Þetta er niðurstaðan og við þurfum að takast á við hana.“Finnur ÁrnasonHagar högnuðust um tæpan milljarð króna á öðrum ársfjórðungi samkvæmt uppgjöri sem kynnt var Kauphöllinni í gær og samþykkt af stjórn fyrirtækisins. Heildareignir fyrirtækisins nema rúmlega 31 milljarði íslenskra króna. Hagar standa því nokkuð vel. Hagar reka fjölda verslana í Smáralind. Þrátt fyrir ágætan árangur ætlar fyrirtækið að stokka mjög upp í rekstri sínum í Smáralind. Verslun Karen Millen hefur einnig verið lokað í Smáralind og er nú aðeins starfrækt í Kringlunni. Þá er verslun Útilífs að færa sig um set innan Smáralindar í minna verslunarrými og Hagkaupsverslunin verður minnkuð um nærri 200 fermetra. „Þetta er liður í endurskipulagningu hjá okkur. Þegar allt er talið erum við að minnka við okkur í Smáralind um heila 9.500 fermetra. Því er um nokkrar breytingar að ræða,“ segir Finnur. Orðrómur hefur verið uppi um að risinn H&M sé á leiðinni til Íslands og muni opna verslun hér á næstu misserum og nú opnast því stórt pláss í stærstu verslunarmiðstöð landsins. Finnur vildi þó ekki tengja þessa tvo atburði saman. „Samningaviðræður okkar við leigusala um leigu fyrir Debenhams hafa ekkert með komu H&M að gera,“ segir Finnur.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 30. júní 2016 Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Kínverskir ferðamenn aldrei fleiri: Beint flug hefjist von bráðar Viðskipti innlent Allt eða ekkert gellan sem er sjúk í Love is Blind Atvinnulíf Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Viðskipti innlent Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Viðskipti innlent Guðmundur í Brimi nýr formaður Viðskipti innlent Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Viðskipti erlent Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Viðskipti innlent Verðfall á Wall Street Viðskipti erlent Kristjana til ÍSÍ Viðskipti innlent Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kínverskir ferðamenn aldrei fleiri: Beint flug hefjist von bráðar Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Guðmundur í Brimi nýr formaður Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Sjá meira
Verslun Debenhams í Smáralind verður lokað í síðasta lagi í maí á næsta ári og lýkur þar með rúmlega 15 ára sögu fyrirtækisins hér á landi. „Ekki náðust samningar um áframhaldandi leigu,“ segir Finnur Árnason, forstjóri Haga sem á og rekur verslunina. Debenhams er eina deildaskipta sérvöruverslunin á Íslandi, hún er á tveimur hæðum og er sölurýmið 3.200 fermetrar. „Þar sem við náðum ekki niðurstöðu í samningaviðræðum við leigusala munum við loka Debenhams í síðasta lagi í maí á næsta ári,“ segir Finnur. „Þetta er niðurstaðan og við þurfum að takast á við hana.“Finnur ÁrnasonHagar högnuðust um tæpan milljarð króna á öðrum ársfjórðungi samkvæmt uppgjöri sem kynnt var Kauphöllinni í gær og samþykkt af stjórn fyrirtækisins. Heildareignir fyrirtækisins nema rúmlega 31 milljarði íslenskra króna. Hagar standa því nokkuð vel. Hagar reka fjölda verslana í Smáralind. Þrátt fyrir ágætan árangur ætlar fyrirtækið að stokka mjög upp í rekstri sínum í Smáralind. Verslun Karen Millen hefur einnig verið lokað í Smáralind og er nú aðeins starfrækt í Kringlunni. Þá er verslun Útilífs að færa sig um set innan Smáralindar í minna verslunarrými og Hagkaupsverslunin verður minnkuð um nærri 200 fermetra. „Þetta er liður í endurskipulagningu hjá okkur. Þegar allt er talið erum við að minnka við okkur í Smáralind um heila 9.500 fermetra. Því er um nokkrar breytingar að ræða,“ segir Finnur. Orðrómur hefur verið uppi um að risinn H&M sé á leiðinni til Íslands og muni opna verslun hér á næstu misserum og nú opnast því stórt pláss í stærstu verslunarmiðstöð landsins. Finnur vildi þó ekki tengja þessa tvo atburði saman. „Samningaviðræður okkar við leigusala um leigu fyrir Debenhams hafa ekkert með komu H&M að gera,“ segir Finnur.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 30. júní 2016
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Kínverskir ferðamenn aldrei fleiri: Beint flug hefjist von bráðar Viðskipti innlent Allt eða ekkert gellan sem er sjúk í Love is Blind Atvinnulíf Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Viðskipti innlent Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Viðskipti innlent Guðmundur í Brimi nýr formaður Viðskipti innlent Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Viðskipti erlent Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Viðskipti innlent Verðfall á Wall Street Viðskipti erlent Kristjana til ÍSÍ Viðskipti innlent Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kínverskir ferðamenn aldrei fleiri: Beint flug hefjist von bráðar Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Guðmundur í Brimi nýr formaður Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Sjá meira