Hvað er að hjá SÁÁ? Ráð Rótarinnar skrifar 30. júní 2016 07:00 Umræða um fíkn hefur tekið miklum stakkaskiptum á þeim árum sem liðin eru frá því að Rótin var stofnuð enda er löngu tímabært að endurskoða íslenska meðferðarkerfið. Á innan við ári hafa tveir alþjóðlegir fyrirlesarar í fremstu röð heimsótt Ísland og fjallað um tengsl fíknar og áfalla. Stephanie Covington, frumkvöðull á sviði áfallameðvitaðrar meðferðar við fíknivanda kvenna, kom sl. haust í boði Rótarinnar og fleiri aðila og fjallaði um mikilvægi þess að meðferð sé kynjamiðuð, kærleiksrík og valdeflandi. Hinn 12. júní sl. hélt svo kanadíski læknirinn og rithöfundurinn Gabor Maté fyrirlestra í Hörpu um lífsálfélagslega (e. biopsychosocial) kenningu um fíkn, en eftir því sem rannsóknum á áhrifum lífsreynslu og erfiðra upplifana í æsku fjölgar verða æ skýrari tengslin á milli áfallareynslu, fíknar og annars heilsufarsvanda síðar á ævinni. Félagasamtök áhugafólks um fíknivandann, SÁÁ, fær bróðurpart þess fjármagns sem notað er til meðferðar við fíknivanda hér á landi. Minnesóta-módel þeirra byggist á þeirri umdeildu kenningu að fíkn sé ólæknandi heilasjúkdómur sem allir þurfi svo til sömu meðferð við og markmið meðferðarinnar er að fólk fari inn í AA-samtökin.Ekki í þekkingarleit En hver eru viðbrögð SÁÁ við þeirri umræðu sem hér hefur farið af stað um nýja þekkingu á sviði fíknifræða? Viðbrögðin sýna að samtökin eru ekki í þekkingarleit en mæta allri umræðu um málaflokkinn sem ekki er stjórnað af samtökunum með þöggunartilburðum og hroka. Ef marka má Þórarin Tyrfingsson er staða þekkingar innan SÁÁ yfir allt hafin. „Hér höfum við safnað allri þeirri þekkingu sem til er um áfengissýki og vímuefnafíkn,“ segir hann í myndbandi á vef samtakanna (https://youtu.be/6oN23mPKFhI?t=417). Læknafélag Íslands eða Embætti landlæknis ættu að skoða þennan málflutning sem virðist skýrt brot á 20. gr. siðareglna lækna sem segir þeim ósæmandi að gefa yfirburði sína í skyn og upphefja eigin þekkingu. Síðan við Rótarkonur hófum okkar mannréttindabaráttu höfum við fengið ákúrur fyrir að vera hrokafullar, fordómafullar, á fallbraut og fleira persónulegt en við höfum aldrei fengið málefnalega gagnrýni. Okkur berast fréttir af því að þar sem okkur er veitt áheyrn fylgi í kjölfarið upphringingar frá forráðamönnum SÁÁ sem finnst greinilega að málfrelsi okkar sé ofaukið. Fjölmiðlamenn sem taka viðtöl við okkur fá skammir, stjórnmálamönnum er sagt til syndanna og embættismenn fá bæði reiðilestra og stofnanir formlegar kvartanir. Gabor Maté er umdeildur en hann er áhugaverður fyrirlesari og kenningar hans um fíkn byggja á áreiðanlegum vísindarannsóknum m.a. í þroskasálarfræði. Maté, sem er ungverskur gyðingur, talar um áhrif stress á ungbörn og tekur sjálfævisögulegt dæmi um að afi hans hafi verið myrtur í helförinni og að líf fjölskyldunnar, á tímum seinni heimsstyrjaldarinnar, hafi því einkennst af ótta og stressi fyrstu æviár Matés. Slíkt ástand hefur áhrif á taugaþroska barna. Formaður SÁÁ, Arnþór Jónsson, sér ástæðu til að gera lítið úr Maté og snúa út úr orðum hans í Facebook-færslu, sem farið hefur víða um netið, þar sem Arnþór segir að Maté vilji „meina að áfallið sem afi lenti í þegar fauk á hann bátur fyrir 100 árum sé ástæðan fyrir fíknsjúkdómi dagsins í dag og rétta meðferðin að fá sér brasilíska sýrusveppasúpu svo maður geti tengst sjálfum sér (og afa) á astralsviðinu og losnað þannig við sársauka liðinna kynslóða“. Í þættinum Harmageddon 15. júní heldur hann svo áfram að snúa út úr orðum Maté á neyðarlegan hátt. Svona málflutningur er sorglegur og áhyggjuefni að hann komi frá formanni samtaka áhugamanna sem fá um milljarð á ári, á núgildandi fjárlögum er hækkun um u.þ.b. 100 milljónir frá síðasta ári, úr opinberum sjóðum til að reka meðferð við „langvinnum heilasjúkdómi“. Hvernig stendur á því að þessi stóru almannaheillasamtök sætta sig við svo ómálefnalega og ófaglega forystu?Áslaug ÁrnadóttirEdda ArinbjarnarGuðrún Ebba ÓlafsdóttirKatrín Guðný AlfreðsdóttirKristín I. Pálsdóttirí ráði og vararáði RótarinnarÞessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir Skoðun Af hverju endurhæfing fyrir krabbameinsgreinda? Erna Magnúsdóttir Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Að eitra Hvalfjörð Haraldur Eiríksson Skoðun Ógnir við öryggi kvenna í sundi, fangelsi og íþróttum Auður Magndís Auðardóttir Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Af hverju endurhæfing fyrir krabbameinsgreinda? Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Hinn dökki fíll í rými jafnréttis Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Rannsóknir í Hvalfirði skapa enga hættu Salome Hallfreðsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Litla flugan Rebekka Hlín Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Um jarðgöng, ráðherra og blaðamenn Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Elskar þú að taka til? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind, fordómar og siðferði – nýir tímar, ný viðmið Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Heimskan í Hvíta húsinu – forðumst smit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Ég á lítinn skrítinn skugga – langtímaáhrif krabbameina Hulda Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Traustur leiðtogi með fjölbreytta reynslu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sameiginleg markmið en ólíkar þarfir Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Hver verður flottust við þingsetningu? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Vítisfjörður Guðni Ársæll Indriðason skrifar Skoðun Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson skrifar Skoðun Tíminn er núna Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir skrifar Skoðun Slæmt hjónaband Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hinir heimsku Ólympíuleikar Rajan Parrikar skrifar Skoðun Að eitra Hvalfjörð Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Á að leyfa starfsfólki að staðna? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Fórnarlömb falsfrétta? Helgi Brynjarsson skrifar Sjá meira
Umræða um fíkn hefur tekið miklum stakkaskiptum á þeim árum sem liðin eru frá því að Rótin var stofnuð enda er löngu tímabært að endurskoða íslenska meðferðarkerfið. Á innan við ári hafa tveir alþjóðlegir fyrirlesarar í fremstu röð heimsótt Ísland og fjallað um tengsl fíknar og áfalla. Stephanie Covington, frumkvöðull á sviði áfallameðvitaðrar meðferðar við fíknivanda kvenna, kom sl. haust í boði Rótarinnar og fleiri aðila og fjallaði um mikilvægi þess að meðferð sé kynjamiðuð, kærleiksrík og valdeflandi. Hinn 12. júní sl. hélt svo kanadíski læknirinn og rithöfundurinn Gabor Maté fyrirlestra í Hörpu um lífsálfélagslega (e. biopsychosocial) kenningu um fíkn, en eftir því sem rannsóknum á áhrifum lífsreynslu og erfiðra upplifana í æsku fjölgar verða æ skýrari tengslin á milli áfallareynslu, fíknar og annars heilsufarsvanda síðar á ævinni. Félagasamtök áhugafólks um fíknivandann, SÁÁ, fær bróðurpart þess fjármagns sem notað er til meðferðar við fíknivanda hér á landi. Minnesóta-módel þeirra byggist á þeirri umdeildu kenningu að fíkn sé ólæknandi heilasjúkdómur sem allir þurfi svo til sömu meðferð við og markmið meðferðarinnar er að fólk fari inn í AA-samtökin.Ekki í þekkingarleit En hver eru viðbrögð SÁÁ við þeirri umræðu sem hér hefur farið af stað um nýja þekkingu á sviði fíknifræða? Viðbrögðin sýna að samtökin eru ekki í þekkingarleit en mæta allri umræðu um málaflokkinn sem ekki er stjórnað af samtökunum með þöggunartilburðum og hroka. Ef marka má Þórarin Tyrfingsson er staða þekkingar innan SÁÁ yfir allt hafin. „Hér höfum við safnað allri þeirri þekkingu sem til er um áfengissýki og vímuefnafíkn,“ segir hann í myndbandi á vef samtakanna (https://youtu.be/6oN23mPKFhI?t=417). Læknafélag Íslands eða Embætti landlæknis ættu að skoða þennan málflutning sem virðist skýrt brot á 20. gr. siðareglna lækna sem segir þeim ósæmandi að gefa yfirburði sína í skyn og upphefja eigin þekkingu. Síðan við Rótarkonur hófum okkar mannréttindabaráttu höfum við fengið ákúrur fyrir að vera hrokafullar, fordómafullar, á fallbraut og fleira persónulegt en við höfum aldrei fengið málefnalega gagnrýni. Okkur berast fréttir af því að þar sem okkur er veitt áheyrn fylgi í kjölfarið upphringingar frá forráðamönnum SÁÁ sem finnst greinilega að málfrelsi okkar sé ofaukið. Fjölmiðlamenn sem taka viðtöl við okkur fá skammir, stjórnmálamönnum er sagt til syndanna og embættismenn fá bæði reiðilestra og stofnanir formlegar kvartanir. Gabor Maté er umdeildur en hann er áhugaverður fyrirlesari og kenningar hans um fíkn byggja á áreiðanlegum vísindarannsóknum m.a. í þroskasálarfræði. Maté, sem er ungverskur gyðingur, talar um áhrif stress á ungbörn og tekur sjálfævisögulegt dæmi um að afi hans hafi verið myrtur í helförinni og að líf fjölskyldunnar, á tímum seinni heimsstyrjaldarinnar, hafi því einkennst af ótta og stressi fyrstu æviár Matés. Slíkt ástand hefur áhrif á taugaþroska barna. Formaður SÁÁ, Arnþór Jónsson, sér ástæðu til að gera lítið úr Maté og snúa út úr orðum hans í Facebook-færslu, sem farið hefur víða um netið, þar sem Arnþór segir að Maté vilji „meina að áfallið sem afi lenti í þegar fauk á hann bátur fyrir 100 árum sé ástæðan fyrir fíknsjúkdómi dagsins í dag og rétta meðferðin að fá sér brasilíska sýrusveppasúpu svo maður geti tengst sjálfum sér (og afa) á astralsviðinu og losnað þannig við sársauka liðinna kynslóða“. Í þættinum Harmageddon 15. júní heldur hann svo áfram að snúa út úr orðum Maté á neyðarlegan hátt. Svona málflutningur er sorglegur og áhyggjuefni að hann komi frá formanni samtaka áhugamanna sem fá um milljarð á ári, á núgildandi fjárlögum er hækkun um u.þ.b. 100 milljónir frá síðasta ári, úr opinberum sjóðum til að reka meðferð við „langvinnum heilasjúkdómi“. Hvernig stendur á því að þessi stóru almannaheillasamtök sætta sig við svo ómálefnalega og ófaglega forystu?Áslaug ÁrnadóttirEdda ArinbjarnarGuðrún Ebba ÓlafsdóttirKatrín Guðný AlfreðsdóttirKristín I. Pálsdóttirí ráði og vararáði RótarinnarÞessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun
Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar
Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar
Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson skrifar
Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun