Enski boltinn

Þrefaldur Evrópumeistari til nýliðanna

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Valdés stoppaði stutt við hjá Manchester United.
Valdés stoppaði stutt við hjá Manchester United. vísir/getty
Víctor Valdés er genginn í raðir nýliða Middlesbrough í ensku úrvalsdeildinni. Spánverjinn skrifaði undir tveggja ára samning við Boro.

Valdés, sem er 34 ára, spilaði lengst af með Barcelona og vann allt sem hægt var að vinna með Katalóníufélaginu, þ.á.m. Meistaradeild Evrópu í þrígang.

Valdes yfirgaf Barcelona 2014 og í byrjun næsta árs samdi hann við Manchester United. Hann náði þó aðeins að spila tvo leiki fyrir aðallið United áður en hann lenti upp á kant við Louis van Gaal, knattspyrnustjóra liðsins.

Valdés, sem hefur leikið 20 landsleiki fyrir Spán, var lánaður til belgíska liðsins Standard Liége í byrjun árs og lék átta leiki með liðinu áður en lánssamningnum var rift.

Middlesbrough vann sér sæti í ensku úrvalsdeildinni í vor eftir sjö ára fjarveru.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×