Fótbolti

Lands­liði Nígeríu haldið í gíslingu á flug­velli án matar og drykkjar

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Nígeríumenn þurftu að hanga á flugvelli í Al-Abraq í tólf klukkutíma.
Nígeríumenn þurftu að hanga á flugvelli í Al-Abraq í tólf klukkutíma.

Leikmenn nígeríska landsliðsins segja að þeim hafi verið haldið í gíslingu á flugvelli í Líbíu í aðdraganda leiks liðanna í undankeppni Afríkukeppninnar í fótbolta.

Nígería vann 1-0 sigur á Líbíu á föstudaginn. Liðin eiga að mætast aftur á morgun en undirbúningur nígeríska liðsins fyrir leikinn hefur verið afar sérstakur.

Flugi Nígeríumanna til Benghazi var beint til flugvallar í Al-Abraq, í fjögurra klukkutíma fjarlægð frá höfuðborginni. Og þar segjast leikmenn Nígeríu hafa verið beittir illri meðferð og haldið í gíslingu í tólf klukkutíma.

William Troos-Ekong, fyrirliði nígeríska liðsins, sagði að flugvellinum hafi verið lokað, ekkert símasamband hafi verið og leikmennirnir hafi hvorki fengið vott né þurrt. Wilfried Ndidi, leikmaður Leicester City, og Victor Boniface, leikmaður Bayer Leverkusen, höfðu sömu sögu að segja.

Líbíumenn ku hafa verið ósáttir við meðferðina sem þeir fengu í kringum fyrri leiknum - þeir meðal annars segja að koma þeirra inn í landið hafi gengið treglega, leitað hafi verið í farangri þeirra í klukkutíma og ferðin á leikstað hafi gengið illa - og svo virðist sem þeir hafi ákveðið að gera undirbúning Nígeríumanna fyrir seinni leikinn eins erfiðan og mögulegt er.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×