Innlent

Vigdís Hauks um Guðna Th: „Nýkjörinn forseti fer ekki vel af stað í tilvonandi embætti“

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Þingkona Framsóknarflokksins virðist ekki vera ánægð með nýkjörinn forseta.
Þingkona Framsóknarflokksins virðist ekki vera ánægð með nýkjörinn forseta. Vísir/Anton/Vilhelm
„Verð að segja - nýkjörinn forseti fer ekki vel af stað í tilvonandi embætti,“ segir Vigdís Hauksdóttir, þingkona Framsóknarflokksins, eftir að hafa hlustað á viðtal við Guðna Th. Jóhannesson verðandi forseta á Rás 1 í morgun.

Á Facebook-síðu sinni segir Vigdís að viðtalið hafi verið „arfaslakt“ og að umræðuefnið hafi verið „allt og ekkert.“

Vigdís baðst undan viðtali við fréttastofu þegar falast var eftir nánari útlistun á ummælum hennar og sagði að Facebook væri fyrst og fremst „hugarfjölmiðill“.



Skjáskot af færslu Vigdísar.Vísir
Guðni Th. var gestur Helga Seljan í Vikulokunum á Rás 1 í morgun og fór yfir víðan völl, m.a. ferð sína á EM í Frakklandi þar sem hann hitti Ólaf Ragnar Grímsson forseta. Þá ræddi Guðni einnig um flóttamenn og hælisleitendur en málefni þeirra hafa verið í brennidepli eftir að tveir hælisleitendur voru færðir með lögregluvaldi úr Laugarneskirkju.

„Ég held að við höfum allar forsendur til að búa fólki hér nýja veröld, búa því nýtt líf án þess að okkar samfélag skaðist á nokkurn hátt. Við höfum tekið á móti fólki, við verðum að halda því áfram,“ sagði Guðni og bætti við að stundum væri það svo að hræðslan væri skynseminni yfirsterkari í málefnum sem þessum.

Viðtalið við Guðna má heyra í heild sinni hér.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×