Erlent

Heitasti júní frá 1880

Samúel Karl Ólason skrifar
Síðasti mánuður var heitasti júnímánuður frá því að mælingar hófust. Um er að ræða fjórtánda mánuðinn í röð sem er sá heitasti, samkvæmt opinberri veðurstofu Bandaríkjanna, NOAA. Mælingarnar ná aftur til ársins 1880.

Þá eru fyrstu sex mánuðir ársins einnig þeir heitustu frá því að mælingar hófust.

AFP fréttaveitan bendir á að í júní hafi meðalhiti jarðarinnar verið 0,9 gráðum heitari en meðalhiti síðustu aldar, sem var 15,5 gráður.

Þá kemur fram í tilkynningu NOAA að flatarmál íss á heimskautum jarðarinnar sé 11,4 prósent undir meðaltali áranna 1981 til 2010.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×