Viðræður um bónusgreiðslur til landsliðsmanna drógust á langinn Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 19. júlí 2016 13:45 Þjálfararnir ræða við leikmenn á æfingu í Frakklandi. Vísir/Vilhelm Viðræður leikmanna íslenska karlalandsliðsins og KSÍ um árangurstengdar greiðslur á EM í Frakklandi drógust þó nokkuð á langinn í vetur. Þetta staðfesti Lars Lagerbäck, fráfarandi landsliðsþjálfari, í samtali við Vísi. KSÍ fékk um 1,1 milljarð króna eftir að landslið Íslands tryggði sér þátttökurétt á EM og svo bættust við 800 milljónir króna eftir góðan árangur Íslands á mótinu sjálfu. Leikmenn voru búnir að semja um þann bónus sem leikmenn fengu fyrir að komast til Frakklands en það tók langan tíma fyrir KSÍ og leikmenn að semja um þann hlut sem myndi renna til leikmanna fyrir góðan árangur í Frakklandi. Sjá einnig: Peningarnir streyma til leikmanna og í sjóði KSÍ „Þetta tók langan tíma. Mín skoðun var að það þurfti að leysa þetta fljótt svo þetta yrði ekki að vandamáli sem þyrfti að glíma við í Frakklandi. Ég og Heimir [Hallgrímsson] reyndum að ýta á eftir þessu,“ sagði Lagerbäck við Vísi. „Maður veit aldrei hvort að þetta hefði orðið að miklu vandamáli. Ég var mest í sambandi við Aron [Einar Gunnarsson, landsliðsfyrirliða] vegna þessa en við lögðum áherslu á að þetta yrði leyst strax því annars hefði þetta getað kostað orku og tíma í keppninni sjálfri.“Lars Lagerbäck, fráfarandi landsliðsþjálfari.Mynd/Vilhelm StokstadHann segir að Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, hafi átt mesta aðkomu að málinu fyrir hönd KSÍ. „Það átti að leysa þetta eins fljótt og hægt er. En þetta tók langan tíma. Ég og Heimir beittum okkur fyrir því að leysa þetta sem fyrst. Okkar skilaboð voru að ef aðilar væru ekki sammála, þá yrði einfaldlega að gera leikmönnum lokatilboð og það væri þá undir þeim sjálfum komið hvort þeir vildu taka þátt eða ekki,“ segir Lagerbäck. Hann segir þó að þetta hafi ekki valdið neinum óþægindum í Frakklandi og að hann hafi ekki orðið var við að einhver hluti leikmanna hafi verið ósáttur við niðurstöðuna. „Ég varð ekki var við neitt. Auðvitað skil ég ekki allt sem leikmenn ræða um í óformlegu spjalli en ég ræddi við nokkra leikmenn og ég heyrði ekki af neinum vandamálum varðandi þennan samning,“ segir hann. „Mín upplifun var sú að það var virkilega góð stemning í hópnum á hótelinu okkar í Annecy. Ég heyrði að minnsta kosti ekkert af öðru.“Ítarlegt viðtal Fréttablaðsins við Lars Lagerbäck, sem birtist laugardaginn 16. júlí, má sjá hér fyrir neðan. Næstu daga á Vísi verður áfram rætt við Lagerbäck um ýmis mál sem snerta íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu, EM í Frakklandi og stöðu íþróttarinnar á Íslandi. EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Tengdar fréttir Horfir á fótbolta þegar aðrir hitta vini og vandamenn Starf knattspyrnuþjálfarans hefur bitnað á félagslífi Lars Lagerbäck alla tíð. 16. júlí 2016 10:00 KSÍ má ekki blása of mikið út Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, segir að það standi enn til að aðildarfélög sambandsins fái 300 milljónir af upphæðinni sem KSÍ fékk frá UEFA fyrir EM. Hann segir álagið á starfsfólk KSÍ hafi verið mikið í sumar. 19. júlí 2016 06:00 Lars Lagerbäck: Alvöru prófraun fyrir íslenska knattspyrnu Lars Lagerbäck skilur nú við íslenska karlalandsliðið eftir mesta velmegunarskeið í sögu þess. Hann gerir upp árin sín hjá KSÍ og segir við þessi tímamót að nú þurfi að nýta þann mikla meðbyr sem nú nýtur við til þess að efla 16. júlí 2016 08:00 Lagerbäck: Starfsfólk KSÍ er ofhlaðið vinnu Lars Lagerbäck segir að það væri hægt að vinna fagmannlegar að þeim verkefnum sem tekist er á við innan veggja KSÍ. 18. júlí 2016 12:00 Mest lesið Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Logi Geirs: „Það er ótrúlegt að liðið sé komið í þessa stöðu“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Hér varð hrun Handbolti „Gerðum nákvæmlega það sem við ætluðum ekki að gera“ Handbolti Skýrsla Vals: Svartur Dagur í Zagreb Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Samfélagsmiðlar eftir tapið: „Ömurleg auglýsing fyrir McDonald‘s“ Handbolti Gætið ykkar: Maðurinn sem vildi stýra Íslandi með Snorra Handbolti Klippti hálft landsliðið eftir beiðni Viktors: „Ég fékk svona 70 skilaboð“ Handbolti „Fyrri hálfleikurinn var alveg frábær“ Handbolti Fleiri fréttir Tveggja marka tap í toppslagnum ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Lífið leikur við Kessler Ancelotti segir það góðar fréttir ef Man. City komist ekki áfram Sjáðu skrýtna sjálfsmarkið og sigurmark Fernandes Róbert Frosti seldur til GAIS: „Kem síðan til baka að láta hinn rætast“ Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Kastaði sýru í andlit Wissa og reyndi að stela barninu Óhófleg eyðsla Rauðu djöflanna undanfarin ár að koma í bakið á þeim „Hjá þessu félagi þarftu að vinna alla leiki“ Orri Steinn kom ekki við sögu í tapi Sociedad Loks vann Tottenham Bruno til bjargar Úr frystinum og til Juventus Segir Betu vera brjálæðing en á jákvæðan hátt Betlaði einu sinni mat á götunni en er nú hetja Barcelona Haaland fær tíu milljarða hjálp Mörkin úr Meistaradeildinni í gærkvöldi: Sjáðu hrunið hjá Man. City Íslendingarnir orðnir fjórir hjá Kristianstad Kusu að henda út myndbandsdómgæslu Sér eftir því sem hann sagði Feyenoord pakkaði Bayern saman Brest mátti þola tap í Þýskalandi Þægilegt hjá Skyttunum Man City glutraði niður tveggja marka forystu Landsliðsþjálfarinn Arnar var í stúkunni þegar Hákon mætti á Anfield Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu „Held ég hafi þurft á því að halda“ Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Sjá meira
Viðræður leikmanna íslenska karlalandsliðsins og KSÍ um árangurstengdar greiðslur á EM í Frakklandi drógust þó nokkuð á langinn í vetur. Þetta staðfesti Lars Lagerbäck, fráfarandi landsliðsþjálfari, í samtali við Vísi. KSÍ fékk um 1,1 milljarð króna eftir að landslið Íslands tryggði sér þátttökurétt á EM og svo bættust við 800 milljónir króna eftir góðan árangur Íslands á mótinu sjálfu. Leikmenn voru búnir að semja um þann bónus sem leikmenn fengu fyrir að komast til Frakklands en það tók langan tíma fyrir KSÍ og leikmenn að semja um þann hlut sem myndi renna til leikmanna fyrir góðan árangur í Frakklandi. Sjá einnig: Peningarnir streyma til leikmanna og í sjóði KSÍ „Þetta tók langan tíma. Mín skoðun var að það þurfti að leysa þetta fljótt svo þetta yrði ekki að vandamáli sem þyrfti að glíma við í Frakklandi. Ég og Heimir [Hallgrímsson] reyndum að ýta á eftir þessu,“ sagði Lagerbäck við Vísi. „Maður veit aldrei hvort að þetta hefði orðið að miklu vandamáli. Ég var mest í sambandi við Aron [Einar Gunnarsson, landsliðsfyrirliða] vegna þessa en við lögðum áherslu á að þetta yrði leyst strax því annars hefði þetta getað kostað orku og tíma í keppninni sjálfri.“Lars Lagerbäck, fráfarandi landsliðsþjálfari.Mynd/Vilhelm StokstadHann segir að Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, hafi átt mesta aðkomu að málinu fyrir hönd KSÍ. „Það átti að leysa þetta eins fljótt og hægt er. En þetta tók langan tíma. Ég og Heimir beittum okkur fyrir því að leysa þetta sem fyrst. Okkar skilaboð voru að ef aðilar væru ekki sammála, þá yrði einfaldlega að gera leikmönnum lokatilboð og það væri þá undir þeim sjálfum komið hvort þeir vildu taka þátt eða ekki,“ segir Lagerbäck. Hann segir þó að þetta hafi ekki valdið neinum óþægindum í Frakklandi og að hann hafi ekki orðið var við að einhver hluti leikmanna hafi verið ósáttur við niðurstöðuna. „Ég varð ekki var við neitt. Auðvitað skil ég ekki allt sem leikmenn ræða um í óformlegu spjalli en ég ræddi við nokkra leikmenn og ég heyrði ekki af neinum vandamálum varðandi þennan samning,“ segir hann. „Mín upplifun var sú að það var virkilega góð stemning í hópnum á hótelinu okkar í Annecy. Ég heyrði að minnsta kosti ekkert af öðru.“Ítarlegt viðtal Fréttablaðsins við Lars Lagerbäck, sem birtist laugardaginn 16. júlí, má sjá hér fyrir neðan. Næstu daga á Vísi verður áfram rætt við Lagerbäck um ýmis mál sem snerta íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu, EM í Frakklandi og stöðu íþróttarinnar á Íslandi.
EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Tengdar fréttir Horfir á fótbolta þegar aðrir hitta vini og vandamenn Starf knattspyrnuþjálfarans hefur bitnað á félagslífi Lars Lagerbäck alla tíð. 16. júlí 2016 10:00 KSÍ má ekki blása of mikið út Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, segir að það standi enn til að aðildarfélög sambandsins fái 300 milljónir af upphæðinni sem KSÍ fékk frá UEFA fyrir EM. Hann segir álagið á starfsfólk KSÍ hafi verið mikið í sumar. 19. júlí 2016 06:00 Lars Lagerbäck: Alvöru prófraun fyrir íslenska knattspyrnu Lars Lagerbäck skilur nú við íslenska karlalandsliðið eftir mesta velmegunarskeið í sögu þess. Hann gerir upp árin sín hjá KSÍ og segir við þessi tímamót að nú þurfi að nýta þann mikla meðbyr sem nú nýtur við til þess að efla 16. júlí 2016 08:00 Lagerbäck: Starfsfólk KSÍ er ofhlaðið vinnu Lars Lagerbäck segir að það væri hægt að vinna fagmannlegar að þeim verkefnum sem tekist er á við innan veggja KSÍ. 18. júlí 2016 12:00 Mest lesið Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Logi Geirs: „Það er ótrúlegt að liðið sé komið í þessa stöðu“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Hér varð hrun Handbolti „Gerðum nákvæmlega það sem við ætluðum ekki að gera“ Handbolti Skýrsla Vals: Svartur Dagur í Zagreb Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Samfélagsmiðlar eftir tapið: „Ömurleg auglýsing fyrir McDonald‘s“ Handbolti Gætið ykkar: Maðurinn sem vildi stýra Íslandi með Snorra Handbolti Klippti hálft landsliðið eftir beiðni Viktors: „Ég fékk svona 70 skilaboð“ Handbolti „Fyrri hálfleikurinn var alveg frábær“ Handbolti Fleiri fréttir Tveggja marka tap í toppslagnum ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Lífið leikur við Kessler Ancelotti segir það góðar fréttir ef Man. City komist ekki áfram Sjáðu skrýtna sjálfsmarkið og sigurmark Fernandes Róbert Frosti seldur til GAIS: „Kem síðan til baka að láta hinn rætast“ Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Kastaði sýru í andlit Wissa og reyndi að stela barninu Óhófleg eyðsla Rauðu djöflanna undanfarin ár að koma í bakið á þeim „Hjá þessu félagi þarftu að vinna alla leiki“ Orri Steinn kom ekki við sögu í tapi Sociedad Loks vann Tottenham Bruno til bjargar Úr frystinum og til Juventus Segir Betu vera brjálæðing en á jákvæðan hátt Betlaði einu sinni mat á götunni en er nú hetja Barcelona Haaland fær tíu milljarða hjálp Mörkin úr Meistaradeildinni í gærkvöldi: Sjáðu hrunið hjá Man. City Íslendingarnir orðnir fjórir hjá Kristianstad Kusu að henda út myndbandsdómgæslu Sér eftir því sem hann sagði Feyenoord pakkaði Bayern saman Brest mátti þola tap í Þýskalandi Þægilegt hjá Skyttunum Man City glutraði niður tveggja marka forystu Landsliðsþjálfarinn Arnar var í stúkunni þegar Hákon mætti á Anfield Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu „Held ég hafi þurft á því að halda“ Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Sjá meira
Horfir á fótbolta þegar aðrir hitta vini og vandamenn Starf knattspyrnuþjálfarans hefur bitnað á félagslífi Lars Lagerbäck alla tíð. 16. júlí 2016 10:00
KSÍ má ekki blása of mikið út Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, segir að það standi enn til að aðildarfélög sambandsins fái 300 milljónir af upphæðinni sem KSÍ fékk frá UEFA fyrir EM. Hann segir álagið á starfsfólk KSÍ hafi verið mikið í sumar. 19. júlí 2016 06:00
Lars Lagerbäck: Alvöru prófraun fyrir íslenska knattspyrnu Lars Lagerbäck skilur nú við íslenska karlalandsliðið eftir mesta velmegunarskeið í sögu þess. Hann gerir upp árin sín hjá KSÍ og segir við þessi tímamót að nú þurfi að nýta þann mikla meðbyr sem nú nýtur við til þess að efla 16. júlí 2016 08:00
Lagerbäck: Starfsfólk KSÍ er ofhlaðið vinnu Lars Lagerbäck segir að það væri hægt að vinna fagmannlegar að þeim verkefnum sem tekist er á við innan veggja KSÍ. 18. júlí 2016 12:00