Erlent

Fallið frá um tvö þúsund lögsóknum gegn þeim sem hafa móðgað forsetann

Heimir Már Pétursson skrifar
Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands
Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands Vísir/AFP
Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, tilkynnti í gærkvöldi að hann hafi fallið frá öllum þeim tvö þúsund lögsóknum gegn þeim sem hefðu móðgað hann með niðrandi skrifum eða ummælum.

Sagði forsetinn þetta gert vegna þeirrar samstöðu sem myndast hefði eftir misheppnað valdarán í Tyrklandi á dögunum. Hins vegar herti Erdogan árásir sínar á ríki sem gagnrýnt hafa forsetann fyrir mikla hörku í aðgerðum gegn tugþúsundum manna í Tyrklandi eftir valdaránstilraunina.

Hefur Erdogan meðal annars sakað Joseph Votel, yfirmann herstjórnar NATO, um að vera á bandi valdaránsmanna, en Votel sagði á fimmtudag að fangelsun margra háttsettra manna í tyrkneska hernum gæti spillt fyrir hernaðarsamstarfi Tyrkja og Bandaríkjamanna.

Um tvö þúsund manns hafa sætt ákæru fyrir móðgandi ummæli um forsetann. Þá er talið að um 18 þúsund manns hafi verið handteknir eftir valdaránstilraunina.


Tengdar fréttir

Pyntingar og ill meðferð staðfest í Tyrklandi

Una Sighvatsdóttir ræddi við Andrew Garnder, rannsakanda hjá Amnesty International í Istanbúl, sem segir nauðsynlegt að alþjóðasamfélagið sendi hlutlausa eftirlitsaðila til Tyrklands.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×