Carvajal hetja Real í Ofurbikarnum | Sjáðu mörkin og bikarafhendinguna Anton Ingi Leifsson skrifar 9. ágúst 2016 21:18 Daniel Carvajal reyndist hetja Real Madrid í framlengdum leik gegn Sevilla í Ofurbikarnum, en lokatölur urðu 3-2 sigur Real. Þetta er í þriðja skiptið sem Real vinnur bikarinn. Leikið var á Lerkendal leikvanginum í Þrándheimi, en það er heimavöllur Rosenborgar þar sem Íslendingarnir þrír; Hólmar Örn Eyjólfsson, Guðmundur Þórarinsson og Matthías Vilhjálmsson leika. Þetta byrjaði ágætlega fyrir Real Madrid því Marco Asensio kom þeim yfir á 21. mínútu með gullfallegu marki, en hann þrumaði boltanum í netið í sínum fyrsta aðalliðsleik. Franco Vazquez sá hins vegar til þess að Real myndi ekki leiða þegar gengið væri til búningsherbergja því hann jafnaði metin á 41. mínútu með góðu skoti.Sjáðu einnig:Asensio byrjar ferilinn hjá Real á rosalegu marki | Sjáðu markið Staðan 1-1 í hálfleik og næsta mark lét bíða eftir sér, en það kom á 72. mínútu. Sevilla fékk vítaspyrnu eftir að Sergio Ramos gerðist brotlegur inann vítateigs. Yevheniy Konoplyanka steig á punktinn og skoraði. Ramos var staðráðinn í að bæta fyrir mistökin og hann gerði það, en í uppbótartíma skallaði hann fyrirgjöf Lucas Vasquez í netið og tryggði Madrídingum framlengingu. Hetjan kom svo úr óvæntri átt, en Daniel Carvajal skoraði sigurmarkið á 119. mínútu þegar hann óð upp allan völlinn, sólaði varnarmann Sevilla og lagði hann í fjærhornið. Lokatölur 3-2. Madrídingar voru án góðra leikmanna á borð við Cristiano Ronaldo sem er meiddur og Gareth Bale sem fékk hvíld eftir Evrópumótið í Frakklandi. Deildin á Spáni hefst 19. ágúst, en Sevilla mætir Espanyol þann 20. ágúst og degi síðar fer Real í heimsókn til Real Sociedad. Spænski boltinn Mest lesið „Tappinn var settur aftur á kampavínsflöskuna“ Sport Tvö ólík framboð bárust áður en fresturinn rann út Sport Rosalegt reiðikast Rüdiger sem reyndi að kasta hlut í dómarann Fótbolti Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Enski boltinn Í beinni: Vestri - Breiðablik | Toppliðið gegn meisturunum Íslenski boltinn Tímabilið gæti verið búið hjá Marcus Rashford Enski boltinn Fjögur lið gætu staðið heiðursvörð fyrir Liverpool Enski boltinn Bellingham fékk líka rautt en Rüdiger gæti fengið tólf leikja bann Fótbolti Glódís Perla innsiglaði sigur og meistaratitil Bayern Fótbolti „Hún er klárlega skemmtikraftur“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Albert lagði upp mark í sigri Fiorentina Í beinni: Nott. Forest - Man. City | Geta komist í úrslitaleikinn þriðja árið í röð Í beinni: Liverpool - Tottenham | Liverpool getur orðið Englandsmeistari Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Hákon með mark og stoðsendingu í sigri Lille Sævar skoraði í fyrsta sigrinum í einn og hálfan mánuð Glódís Perla innsiglaði sigur og meistaratitil Bayern Í beinni: Vestri - Breiðablik | Toppliðið gegn meisturunum Í beinni: FH - FHL | Nýja liðið í leit að fyrsta markinu Hlutir sem Skagamenn sætta sig alls ekki við Fjögur lið gætu staðið heiðursvörð fyrir Liverpool Bellingham fékk líka rautt en Rüdiger gæti fengið tólf leikja bann „Hún er klárlega skemmtikraftur“ Leikbann á versta tíma en Kane lofar því að fagna meira en allir í liðinu Spila allar í takkaskóm fyrir konur Tímabilið gæti verið búið hjá Marcus Rashford Rosalegt reiðikast Rüdiger sem reyndi að kasta hlut í dómarann Börsungar bikarmeistarar eftir framlengingu Varamennirnir sáu um ótrúlega endurkomu Ísaks og félaga Hollywood-liðið komið upp í B-deild Ismaila Sarr allt í öllu er Palace komst í úrslit Jón Daði skoraði og Victor vann Íslendingaslaginn Newcastle felldi Ipswich og komst upp í þriðja sætið Bayern kláraði sitt en Leverkusen seinkaði sigurhátíðinni María hetja dagsins en mark Ingibjargar dugði skammt Ræða það að hætta með framlengingar í Meistaradeildinni Súrt hjá bæði Sædísi og Vigdísi Lilju í toppslag Chelsea upp í fjórða sætið Harry Kane getur unnið langþráðan titil í dag Duke framherjinn kominn heim til Íslands og framlengdi við FH Sjá meira
Daniel Carvajal reyndist hetja Real Madrid í framlengdum leik gegn Sevilla í Ofurbikarnum, en lokatölur urðu 3-2 sigur Real. Þetta er í þriðja skiptið sem Real vinnur bikarinn. Leikið var á Lerkendal leikvanginum í Þrándheimi, en það er heimavöllur Rosenborgar þar sem Íslendingarnir þrír; Hólmar Örn Eyjólfsson, Guðmundur Þórarinsson og Matthías Vilhjálmsson leika. Þetta byrjaði ágætlega fyrir Real Madrid því Marco Asensio kom þeim yfir á 21. mínútu með gullfallegu marki, en hann þrumaði boltanum í netið í sínum fyrsta aðalliðsleik. Franco Vazquez sá hins vegar til þess að Real myndi ekki leiða þegar gengið væri til búningsherbergja því hann jafnaði metin á 41. mínútu með góðu skoti.Sjáðu einnig:Asensio byrjar ferilinn hjá Real á rosalegu marki | Sjáðu markið Staðan 1-1 í hálfleik og næsta mark lét bíða eftir sér, en það kom á 72. mínútu. Sevilla fékk vítaspyrnu eftir að Sergio Ramos gerðist brotlegur inann vítateigs. Yevheniy Konoplyanka steig á punktinn og skoraði. Ramos var staðráðinn í að bæta fyrir mistökin og hann gerði það, en í uppbótartíma skallaði hann fyrirgjöf Lucas Vasquez í netið og tryggði Madrídingum framlengingu. Hetjan kom svo úr óvæntri átt, en Daniel Carvajal skoraði sigurmarkið á 119. mínútu þegar hann óð upp allan völlinn, sólaði varnarmann Sevilla og lagði hann í fjærhornið. Lokatölur 3-2. Madrídingar voru án góðra leikmanna á borð við Cristiano Ronaldo sem er meiddur og Gareth Bale sem fékk hvíld eftir Evrópumótið í Frakklandi. Deildin á Spáni hefst 19. ágúst, en Sevilla mætir Espanyol þann 20. ágúst og degi síðar fer Real í heimsókn til Real Sociedad.
Spænski boltinn Mest lesið „Tappinn var settur aftur á kampavínsflöskuna“ Sport Tvö ólík framboð bárust áður en fresturinn rann út Sport Rosalegt reiðikast Rüdiger sem reyndi að kasta hlut í dómarann Fótbolti Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Enski boltinn Í beinni: Vestri - Breiðablik | Toppliðið gegn meisturunum Íslenski boltinn Tímabilið gæti verið búið hjá Marcus Rashford Enski boltinn Fjögur lið gætu staðið heiðursvörð fyrir Liverpool Enski boltinn Bellingham fékk líka rautt en Rüdiger gæti fengið tólf leikja bann Fótbolti Glódís Perla innsiglaði sigur og meistaratitil Bayern Fótbolti „Hún er klárlega skemmtikraftur“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Albert lagði upp mark í sigri Fiorentina Í beinni: Nott. Forest - Man. City | Geta komist í úrslitaleikinn þriðja árið í röð Í beinni: Liverpool - Tottenham | Liverpool getur orðið Englandsmeistari Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Hákon með mark og stoðsendingu í sigri Lille Sævar skoraði í fyrsta sigrinum í einn og hálfan mánuð Glódís Perla innsiglaði sigur og meistaratitil Bayern Í beinni: Vestri - Breiðablik | Toppliðið gegn meisturunum Í beinni: FH - FHL | Nýja liðið í leit að fyrsta markinu Hlutir sem Skagamenn sætta sig alls ekki við Fjögur lið gætu staðið heiðursvörð fyrir Liverpool Bellingham fékk líka rautt en Rüdiger gæti fengið tólf leikja bann „Hún er klárlega skemmtikraftur“ Leikbann á versta tíma en Kane lofar því að fagna meira en allir í liðinu Spila allar í takkaskóm fyrir konur Tímabilið gæti verið búið hjá Marcus Rashford Rosalegt reiðikast Rüdiger sem reyndi að kasta hlut í dómarann Börsungar bikarmeistarar eftir framlengingu Varamennirnir sáu um ótrúlega endurkomu Ísaks og félaga Hollywood-liðið komið upp í B-deild Ismaila Sarr allt í öllu er Palace komst í úrslit Jón Daði skoraði og Victor vann Íslendingaslaginn Newcastle felldi Ipswich og komst upp í þriðja sætið Bayern kláraði sitt en Leverkusen seinkaði sigurhátíðinni María hetja dagsins en mark Ingibjargar dugði skammt Ræða það að hætta með framlengingar í Meistaradeildinni Súrt hjá bæði Sædísi og Vigdísi Lilju í toppslag Chelsea upp í fjórða sætið Harry Kane getur unnið langþráðan titil í dag Duke framherjinn kominn heim til Íslands og framlengdi við FH Sjá meira