Skoðun

Ekki fara í skiptinám

Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar
Þú ert rifinn frá fjölskyldu þinni og þér er hent yfir hálfan hnöttinn þar sem þú þekkir engan né neitt. Þú getur ekki tjáð þig og þarft að treysta á að brosið þitt sé nógu breitt í þeim tilgangi að eignast vini. Þú þarft að gleyma öllu sem þú hefur lært og gersamlega að endurskapa þig til þess að blandast inn í menninguna.

Síðan þegar þú ert loksins farinn að ná tökum á hlutunum er þér aftur kastað í burt. Þú eignast ekki aðeins vini frá landinu sem þú dvelur í heldur eignastu vini úr öllum heimshornum. En skyndilega eru allir vinir þínir farnir til baka í sitthvor heimshornin.

Með þeim áttu svo sameiginlegt að þegar þú loksins kemur heim ertu ekki lengur heima. Svo virðist sem hjarta þitt hafi sundrast í þúsund mola sem dreifðu sér yfir allan hnöttinn. Þú ert dæmdur til að reika um jörðina og tína saman brotin, eitt í einu.

Pistillinn birtist fyrst í Fréttablaðinu




Skoðun

Sjá meira


×