Enski boltinn

Wenger á von á því að bæta við leikmannahópinn

Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, segist gera ráð fyrir að bæta við 1-2 leikmönnum áður en að félagsskiptaglugginn á Englandi lokar um mánaðarmótin.

Arsenal þurfti að sætta sig við tap í fyrsta leik tímabilsins í dag 3-4 gegn Liverpool á heimavelli en stuðningsmenn Arsenal bauluðu er leikmenn gengu af velli eftir leik.

Sjá einnig:Liverpool hafði betur í sjö marka spennutrylli gegn Arsenal

Granit Xhaka og Rob Holding þreyttu frumraun sína í Arsenal-treyjunni í dag en stuðningsmenn liðsins hafa kallað eftir nýjum framherja.

„Ég vonast til að bæta við 1-2 leikmanni við hópinn og við erum að vinna markvisst í því en við viljum bæta við gæðum í stað þess að bæta bara við fjölda leikmanna,“ sagði Wenger sem viðurkenndi að hann hefði heyrt baul stuðningsmanna að leikslokum.

„Við höfum lent í þessu áður og alltaf náð að svara af krafti. Það er eðli þessa starfs að það sé pressa á manni en ég, rétt eins og stuðningsmennirnir, vonast til að vinna alla leiki sem við förum í.“


Tengdar fréttir

Leiðinlegur stöðugleiki

Skytturnar undir stjórn Arsene Wenger hafa aldrei misst af sæti í Meistaradeild Evrópu en það er komið ansi langt síðan liðið barðist um þann stóra, enska meistaratitilinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×