Samfylkingin vill ókeypis heilbrigðisþjónustu Gunnar Atli Gunnarsson skrifar 25. september 2016 13:12 Heilbrigðisþjónusta hér á landi á að vera ókeypis en það mun kosta ríkissjóð um 30 milljarða króna. Þetta segir formaður Samfylkingarinnar. Þá segir hún íslenska krónuna vera dýra fyrir samfélagið en hún segir stefnu flokksins vera að ganga í Evrópusambandið og taka upp evru. Flokksstjórnarfundur Samfylkingarinnar var haldinn á Grand Hóteli í gær en fundurinn markar upphaf kosningabaráttunnar hjá flokknum. Oddný Harðardóttir, formaður flokksins, segir flokkinn leggja áherslu á heilbrigðismálin í komandi kosningum. Á Íslandi eigi að bjóða upp á bestu heilbrigðisþjónustu í heimi. „Við verðum að gera betur þar. Við verðum bæði að setja peninga úr ríkissjóði í opinbera kerfið en við verðum líka að breyta áherslunum. Síðan viljum við taka niður greiðsluþátttökuna í öruggum skrefum vegna þess að við viljum að heilbrigðisþjónustan sé ókeypis,“ segir Oddný.Ókeypis heilbrigðisþjónusta. Hvað kostar það ríkissjóð? „Sko ef við tökum allt saman, tannlækningar líka með, þá eru þetta rúmir 30 milljarðar. En við byrjum á læknisþjónustunni til dæmis, þá eru það sjö milljarðar. Þannig að það er hægt að taka mjög stór og ákveðin skref strax og halda síðan áfram og gera þetta á nokkrum árum.“Þú nefnir tannlækningar. Viljið þið að tannlækningar verði gjaldfrjálsar? „Það ætti að vera langtímamarkmið.“ Þetta verði fjármagnað með því að skipta þjóðarkökunni með réttlátari hætti. „Bjóða út aflaheimildirnar. Við ætlum að hætta að gefa ferðamönnum afslátt af neyslusköttum. Við viljum raforkugjald og við viljum þrepaskipt skattkerfi,“ segir Oddný.Evran myndi bæta kjör mikið hér á landi Í ræðu á flokksstjórnarfundi flokksins í gær sagði Oddný að íslenska krónan væri Íslendingum dýr og hamli í raun framförum. Á meðan Ísland væri ekki í stærra myntbandalagi verði þjóðin að bera þann kostnað. Hvaða lausn hefur Samfylkingin á þessum vanda sem þarna er lýst? „Okkar stefna hefur alltaf verið skýr. Við viljum ganga í Evrópusambandið og taka upp evru. Evran er næst stærsta myntbandalag í heimi. Hún er stöðug. Og ef við myndum taka upp evru að þá myndu kjör batna mikið hér á landi,“ segir Oddný. Mest lesið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Tóku mynd af sér fyrir framan þyrluna fyrir flugslysið Erlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Fleiri fréttir Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Sjá meira
Heilbrigðisþjónusta hér á landi á að vera ókeypis en það mun kosta ríkissjóð um 30 milljarða króna. Þetta segir formaður Samfylkingarinnar. Þá segir hún íslenska krónuna vera dýra fyrir samfélagið en hún segir stefnu flokksins vera að ganga í Evrópusambandið og taka upp evru. Flokksstjórnarfundur Samfylkingarinnar var haldinn á Grand Hóteli í gær en fundurinn markar upphaf kosningabaráttunnar hjá flokknum. Oddný Harðardóttir, formaður flokksins, segir flokkinn leggja áherslu á heilbrigðismálin í komandi kosningum. Á Íslandi eigi að bjóða upp á bestu heilbrigðisþjónustu í heimi. „Við verðum að gera betur þar. Við verðum bæði að setja peninga úr ríkissjóði í opinbera kerfið en við verðum líka að breyta áherslunum. Síðan viljum við taka niður greiðsluþátttökuna í öruggum skrefum vegna þess að við viljum að heilbrigðisþjónustan sé ókeypis,“ segir Oddný.Ókeypis heilbrigðisþjónusta. Hvað kostar það ríkissjóð? „Sko ef við tökum allt saman, tannlækningar líka með, þá eru þetta rúmir 30 milljarðar. En við byrjum á læknisþjónustunni til dæmis, þá eru það sjö milljarðar. Þannig að það er hægt að taka mjög stór og ákveðin skref strax og halda síðan áfram og gera þetta á nokkrum árum.“Þú nefnir tannlækningar. Viljið þið að tannlækningar verði gjaldfrjálsar? „Það ætti að vera langtímamarkmið.“ Þetta verði fjármagnað með því að skipta þjóðarkökunni með réttlátari hætti. „Bjóða út aflaheimildirnar. Við ætlum að hætta að gefa ferðamönnum afslátt af neyslusköttum. Við viljum raforkugjald og við viljum þrepaskipt skattkerfi,“ segir Oddný.Evran myndi bæta kjör mikið hér á landi Í ræðu á flokksstjórnarfundi flokksins í gær sagði Oddný að íslenska krónan væri Íslendingum dýr og hamli í raun framförum. Á meðan Ísland væri ekki í stærra myntbandalagi verði þjóðin að bera þann kostnað. Hvaða lausn hefur Samfylkingin á þessum vanda sem þarna er lýst? „Okkar stefna hefur alltaf verið skýr. Við viljum ganga í Evrópusambandið og taka upp evru. Evran er næst stærsta myntbandalag í heimi. Hún er stöðug. Og ef við myndum taka upp evru að þá myndu kjör batna mikið hér á landi,“ segir Oddný.
Mest lesið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Tóku mynd af sér fyrir framan þyrluna fyrir flugslysið Erlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Fleiri fréttir Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Sjá meira