Handtók tuttugu manns sem seldu fíkniefni á samfélagsmiðlum Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 21. ágúst 2016 22:30 Breytt landslag blasir við lögreglunni þar sem fíkniefnasala fer nú mikið til fram á netinu. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók fyrir skömmu tuttugu manns sem seldu fíkniefni á samfélagsmiðlum og lokuðu í samstarfi við Facebook áttatíu sölusíðum í kjölfarið. Eiturlyfjasala á netinu hefur færst í aukana um allan heim undanfarin ár en BBC fjallaði nýverið um hollenska rannsókn sem gerð var á umfangi slíkrar sölu. Ísland er ekki undantekning frá þessari þróun en hér á landi hefur smásala fíkniefna færst að miklu leyti af götunni yfir á samfélagsmiðla.Meðlimir hópanna um tvö þúsund talsins Friðrik Smári Björgvinsson, yfirmaður rannsóknardeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, segir að lögreglan hafi gert átak í rannsóknum á þessum málum fyrir ekki svo löngu síðan. „Rannsókn leiddi í ljós að við fundum áttatíu sölusíður eða lokaða hópa þar sem verið var að falbjóða fíkniefni. Notendur eða meðlimir hópanna voru rúmlega tvö þúsund – misjafnlega stórir þessir hópar reyndar – og í kjölfarið voru handteknir tuttugu einstaklingar. Síðunum var síðar lokað í samstarfi við Facebook í kjölfarið á þessu,“ segir Friðrik Smári. Í aðgerðunum lagði lögreglan hald á töluvert magn fíkniefna, þó aðallega kannabis, sem er það efni sem mest er selt af á netinu. Friðrik Smári segist gera ráð fyrir að nýjar síður spretti upp jafnóðum og öðrum er lokað en lögreglan hefur ekki ekki mannafla til að fylgjast stöðugt með síðunum. „Lögeglan á við manneklu að stríða og niðurskurð í fjárveitingum þannig að það þarf að forgangsraða í þessum málaflokki eins og öðrum. Við höfum einbeitt okkur að því að reyna að minnka framboð fíkniefna og einbeita okkur að því að hafa hendur í hári innflytjenda efna og stórdreifenda.“ Fíkniefnadeild lögreglunnar var nýverið sameinuð rannsóknardeildinni en það er að hluta til vegna breytts landslags fíkniefnasölu. Þörf er á fleiri tölvusérfræðingum í slíkar rannsóknir. „Það er þörf á því og það er verið að vinna í því að koma upp teymi sem getur einbeitt sér að tölvurannsóknum og þessum netglæpum sérstaklega og þar með fíkniefnaafbrotum á netinu líka,“ segir Friðrik Smári. Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Breytt landslag blasir við lögreglunni þar sem fíkniefnasala fer nú mikið til fram á netinu. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók fyrir skömmu tuttugu manns sem seldu fíkniefni á samfélagsmiðlum og lokuðu í samstarfi við Facebook áttatíu sölusíðum í kjölfarið. Eiturlyfjasala á netinu hefur færst í aukana um allan heim undanfarin ár en BBC fjallaði nýverið um hollenska rannsókn sem gerð var á umfangi slíkrar sölu. Ísland er ekki undantekning frá þessari þróun en hér á landi hefur smásala fíkniefna færst að miklu leyti af götunni yfir á samfélagsmiðla.Meðlimir hópanna um tvö þúsund talsins Friðrik Smári Björgvinsson, yfirmaður rannsóknardeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, segir að lögreglan hafi gert átak í rannsóknum á þessum málum fyrir ekki svo löngu síðan. „Rannsókn leiddi í ljós að við fundum áttatíu sölusíður eða lokaða hópa þar sem verið var að falbjóða fíkniefni. Notendur eða meðlimir hópanna voru rúmlega tvö þúsund – misjafnlega stórir þessir hópar reyndar – og í kjölfarið voru handteknir tuttugu einstaklingar. Síðunum var síðar lokað í samstarfi við Facebook í kjölfarið á þessu,“ segir Friðrik Smári. Í aðgerðunum lagði lögreglan hald á töluvert magn fíkniefna, þó aðallega kannabis, sem er það efni sem mest er selt af á netinu. Friðrik Smári segist gera ráð fyrir að nýjar síður spretti upp jafnóðum og öðrum er lokað en lögreglan hefur ekki ekki mannafla til að fylgjast stöðugt með síðunum. „Lögeglan á við manneklu að stríða og niðurskurð í fjárveitingum þannig að það þarf að forgangsraða í þessum málaflokki eins og öðrum. Við höfum einbeitt okkur að því að reyna að minnka framboð fíkniefna og einbeita okkur að því að hafa hendur í hári innflytjenda efna og stórdreifenda.“ Fíkniefnadeild lögreglunnar var nýverið sameinuð rannsóknardeildinni en það er að hluta til vegna breytts landslags fíkniefnasölu. Þörf er á fleiri tölvusérfræðingum í slíkar rannsóknir. „Það er þörf á því og það er verið að vinna í því að koma upp teymi sem getur einbeitt sér að tölvurannsóknum og þessum netglæpum sérstaklega og þar með fíkniefnaafbrotum á netinu líka,“ segir Friðrik Smári.
Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira