Erlent

Facebook lúffar fyrir Aftenposten

Samúel Karl Ólason skrifar
Espen Egil Hansen, ritstjóri norska blaðsins Aftenposten.
Espen Egil Hansen, ritstjóri norska blaðsins Aftenposten.
Samfélagsmiðlarisinn Facebook ætlar að endurbirta myndir af nakinni víetnamskri stúlku sem hafði verið fjarlægð af Facebooksíðu Aftenposten. Það verður gert eftir gífurlega mikla gagnrýni á síðasta sólarhring. Hana má rekja til opins bréfs sem Espen Egil Hansen, ritstjóri Aftenposten, sendi til Mark Zuckerberg, framkvæmdastjóra Facebook.

Sjá einnig: Ritstjóri Aftenposten segir Facebook ekki geta greint á milli barnakláms og frægra stríðsljósmynda

Myndin sem um ræðir er af níu ára gamalli stúlku sem var á flótta undan napalm-sprengjuárás í Víetnamstríðinu. Myndin er ein frægasta stríðsljósmynd allra tíma.

Ákvörðun Facebook er tilgreind í tölvupósti til Aftenposten en þar segir talsmaður fyrirtækisins að ákvörðunin hafi verið tekin vegna sögulegs gildis myndarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×