Erlent

Játar morðið á Jacob Wetterling

nína hjördís þorkelsdóttir skrifar
Málið vakti athygli á landsvísu en 27 ár eru síðan Wetterling hvarf.
Málið vakti athygli á landsvísu en 27 ár eru síðan Wetterling hvarf. vísir/getty
Danny Heinrich, 53 ára Bandaríkjamaður sem grunaður var um að hafa myrt hinn ellefu ára Jacob Wetterling, hefur nú játað aðild sína.

Líkamsleifar Wetterling, sem hvarf skyndilega í október 1989, fundust í síðustu viku. Wetterling, sem var þá ellefu ára gamall, var rænt af grímuklæddum og vopnuðum manni þar sem hann hjólaði ásamt bróður sínum og vini á sveitavegi skammt frá heimili sínu fyrir utan Minneapolis í Minnesota-fylki. Maðurinn var grímuklæddur og beindi skotvopni að drengjunum, síðan hrifsaði hann Wetterling upp í bifreið sína og ók á brott.

Málið vakti mikla athygli á sínum tíma en lögregla komst aldrei til botns í því þrátt fyrir umfangsmikla rannsókn. Lögreglumenn komust þó á snoðir um aðild Heinrich að málinu í október í fyrra og á endanum var það hann sjálfur sem leiddi rannsóknarlögregluna að vettvanginum þar sem hann hafði falið líkamsleifar Wetterling.

Eftir yfirheyrslu játaði Heinrich að hafa numið Wetterling á brott, misnotað hann kynferðislega og síðan myrt hann.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×