Fótbolti

Orri Sigurður: Misstum boltann of auðveldlega

Skjáskot af viðtalinu við Orra.
Skjáskot af viðtalinu við Orra. vísir/skjáskot
Orri Sigurður Ómarsson, varnarmaður U21-árs landslið Íslands, var ekki sáttur við spilamennsku liðsins í 2-0 tapi gegn Frakklandi í kvöld.

„Þeir voru bara betri og þeir bara yfirspiluðu okkur á alla vegu. Við vorum ekki nægilega góðir þegar við fengum boltann. Þetta var mjög lélegt hjá okkur og gott þeim."

„Þeir voru bara öruggari með boltann. Þeir voru rólegir og spiluðu bara á milli sín miðað við þegar við fengum boltann að þá var stress í mönnum."

Íslandi gekk illa að halda boltanum á meðan Frakkarnir fengu færi eftir færi og var íslenska liðið einfaldlega heppið að tapa ekki stærra.

„Við misstum boltann alltof auðveldlega, menn tóku illa við boltanum og þetta var bara einfaldlega ekki okkar dagur."

„Það var ekki markið sem skipti öllu máli. Við töpuðum boltanum á slæmum stöðum og við gerðum þeim þetta auðvelt fyrir."

„Þetta eru flottir gaurar og þeir eru með mjög gott lið og eru hraðir fram. Við hefðum þurft að gera betur í því, en svo fór sem fór."

Ísland spilar gegn Skotlandi og Úkraínu í október hér heima og vinni íslenska liðið þá leiki hefur það tryggt sér sæti á EM í Póllandi.

„Þetta er búið og við fáum okkur gott að borða núna og við förum í félagsliðin núna. Svo klárum við þessa leiki í október," sagði Orri Sigurður að lokum við KSÍ.


Tengdar fréttir

Umfjöllun: Tveggja marka tap í Caen

Íslaenska landsliðið í knattspyrnu skipað leikmönnum 21 árs og yngri tapaði 2-0 gegn Frakklandi í undankeppni EM U21-liða, en leikið var í Caen í dag.

Oliver: Þeir yfirspiluðu okkur

Oliver Sigurjónsson, fyrirliði U21-árs landslið Íslands, segir að Frakkarnir hafi einfaldlega yfirspilað íslenska liðið, en Ísland tapaði 2-0 fyrir Frakklandi í Caen í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×