Kári: Ronaldo hafði rangt fyrir sér Tómas Þór Þórðarson skrifar 2. september 2016 10:30 Kári Árnason og félagar héldu Ronaldo í skefjum. vísir/getty Strákarnir okkar í íslenska landsliðinu í fótbolta hefja leik í undankeppni HM 2018 á mánudagskvöldið þegar þeir mæta Úkraínu fyrir framan tóman Ólympíuleikvanginn í Kænugarði. Nú er stefnan sett á að komast á HM í Rússlandi eftir að vera á meðal þjóðanna sem kepptu á EM 2016 í Frakklandi í sumar. Íslenska liðið sló í gegn á EM og komst afar óvænt í átta liða úrslitin eftir að lenda í öðru sæti síns riðils og leggja England í Hreiðrinu í Nice í 16 liða úrslitum, 2-1. Þrátt fyrir árangurinn í Frakklandi telur Kári Árnason, miðvörður Íslands, að strákarnir okkar eigi mikið inni og geti spilað miklu betur en í Frakklandi.Cristiano Ronaldo var vel pirraður á móti Íslandi.vísir/gettyNiðrandi ummæli „Það er engin spurning. Ég trúi því heilshugar að við erum betri en við sýndum í flestum leikjunum á EM og undankeppnin sýndi það þar sem góð lið eins og Holland, Tyrkland og Tékkland sköpuðu ekki mörg færi á móti okkur. Á sama tíma fundum við alltaf leiðir til að skora og það sýndum við líka á EM,“ segir Kári í viðtali við heimasíðu FIFA. „Við vörðumst miklu betur sem lið í undankeppninni heldur en í lokakeppninni. Líf varnarlínunnar var auðveldara í undankeppninni en á EM. Leikurinn gegn Austurríki var til dæmis sá erfiðasti sem ég spilað á ævinni. Ef fólk heldur að svona nauðvörn sé það sem Ísland snýst um hefur það rangt fyrir sér. Við eigum mun meira í vopnabúrinu en það,“ segir Kári. Talandi um varnarleikinn. Íslenska liðið varðist af krafti strax í fyrsta leik gegn Portúgal þar sem strákarnir okkar náðu jafntefli gegn liðinu sem á endanum vann mótið. Cristiano Ronaldo, ofurstjarna Portúgals, lét miður falleg ummæli falla um íslenska liðið eftir leik en hann sagði að okkar menn myndu ekki afreka neitt á mótinu. „Það var enn sætara að ná svona langt vegna þess sem hann sagði. Þetta voru kjánaleg ummæli hjá einum besta leikmanni heims. Þetta var óþarfi og niðrandi. Hann hafði líka rangt fyrir sér. Við vorum litla liðið að spila gegn liði sem svo vann mótið og hann átti að skilja það. Þess utan skoruðum við á móti þeim og gátum skorað fleiri. Sú pæling að við vörðumst bara í 90 mínútur er ósönn,“ segir Kári Árnason. Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Ættingi Endricks skotinn til bana Fótbolti Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Enski boltinn Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Sport Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Spilaði reglulega við afa Littlers en mætir nú stráknum á HM Sport Fleiri fréttir Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Ættingi Endricks skotinn til bana Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Látnir gista líka á æfingasvæðinu Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Músaskítur í leikhúsi draumanna Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Sjá meira
Strákarnir okkar í íslenska landsliðinu í fótbolta hefja leik í undankeppni HM 2018 á mánudagskvöldið þegar þeir mæta Úkraínu fyrir framan tóman Ólympíuleikvanginn í Kænugarði. Nú er stefnan sett á að komast á HM í Rússlandi eftir að vera á meðal þjóðanna sem kepptu á EM 2016 í Frakklandi í sumar. Íslenska liðið sló í gegn á EM og komst afar óvænt í átta liða úrslitin eftir að lenda í öðru sæti síns riðils og leggja England í Hreiðrinu í Nice í 16 liða úrslitum, 2-1. Þrátt fyrir árangurinn í Frakklandi telur Kári Árnason, miðvörður Íslands, að strákarnir okkar eigi mikið inni og geti spilað miklu betur en í Frakklandi.Cristiano Ronaldo var vel pirraður á móti Íslandi.vísir/gettyNiðrandi ummæli „Það er engin spurning. Ég trúi því heilshugar að við erum betri en við sýndum í flestum leikjunum á EM og undankeppnin sýndi það þar sem góð lið eins og Holland, Tyrkland og Tékkland sköpuðu ekki mörg færi á móti okkur. Á sama tíma fundum við alltaf leiðir til að skora og það sýndum við líka á EM,“ segir Kári í viðtali við heimasíðu FIFA. „Við vörðumst miklu betur sem lið í undankeppninni heldur en í lokakeppninni. Líf varnarlínunnar var auðveldara í undankeppninni en á EM. Leikurinn gegn Austurríki var til dæmis sá erfiðasti sem ég spilað á ævinni. Ef fólk heldur að svona nauðvörn sé það sem Ísland snýst um hefur það rangt fyrir sér. Við eigum mun meira í vopnabúrinu en það,“ segir Kári. Talandi um varnarleikinn. Íslenska liðið varðist af krafti strax í fyrsta leik gegn Portúgal þar sem strákarnir okkar náðu jafntefli gegn liðinu sem á endanum vann mótið. Cristiano Ronaldo, ofurstjarna Portúgals, lét miður falleg ummæli falla um íslenska liðið eftir leik en hann sagði að okkar menn myndu ekki afreka neitt á mótinu. „Það var enn sætara að ná svona langt vegna þess sem hann sagði. Þetta voru kjánaleg ummæli hjá einum besta leikmanni heims. Þetta var óþarfi og niðrandi. Hann hafði líka rangt fyrir sér. Við vorum litla liðið að spila gegn liði sem svo vann mótið og hann átti að skilja það. Þess utan skoruðum við á móti þeim og gátum skorað fleiri. Sú pæling að við vörðumst bara í 90 mínútur er ósönn,“ segir Kári Árnason.
Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Ættingi Endricks skotinn til bana Fótbolti Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Enski boltinn Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Sport Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Spilaði reglulega við afa Littlers en mætir nú stráknum á HM Sport Fleiri fréttir Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Ættingi Endricks skotinn til bana Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Látnir gista líka á æfingasvæðinu Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Músaskítur í leikhúsi draumanna Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Sjá meira