Fyrrverandi unglingastjarna Liverpool keppir á Ólympíumóti fatlaðra Tómas Þór Þórðarson skrifar 2. september 2016 12:30 Sean Highdale var á mála hjá Liverpool áður en hann lenti í bílslysi. vísir/getty Sean Highdale, fyrrverandi leikmaður unglingaliðs Liverpool, keppir fyrir Bretland í fótbolta á Ólympíumóti fatlaðra sem hefst í Ríó í Brasilíu eftir fimm daga. Fjallað er Highdale í viðtali við hann á vefsíðu BBC en þar kemur fram að hann fæddist inn í mikla Liverpool-fjölskyldu og gekk aðeins níu ára í raðir liðsins. Hann spilaði með Martin Kelly og Jay Spearing í U18 ára liði Liverpooll sem vann FA Youth Cup árið 2007. Highdale fékk samning hjá Liverpool þegar hann var 16 ára gamall en fótboltaferilinn varð að engu þegar hann lenti í hryllilegu bílslysi árið 2008, aðeins sólarhring eftir leik með varaliði Liverpool.Hefði komist alla leið „Tveir vinir mínir létu lífið en ég var annar tveggja heppnu. Ég sleit þrjú liðbönd í hné og ökkla- og hálsbrotnaði. Þá þurfti að taka úr mér nýra. Ég var í dái og vaknaði ekki í fimm daga,“ segir Highdale. Jamie Carragher, ein af hetjum Highdale, kíkti á piltinn er hann lá sárþjáður á sjúkrahúsinu en miðvörðurinn fyrrverandi hefur sagt það opinberlega að hann telur að Highdale hefði komist í aðallið Liverpool ef ekki væri fyrir slysið. Steven Gerrard og Jack Wilshere, sem Highdale spilaði með fyrir yngri landslið Englands, hafa sagt það sama. Highdale gat ekki hlaupið í tvö ár eftir slysið en reyndi að æfa og spila eftir að hann komst í gegnum mikla sjúkraþjálfun. Hann færði sig alltaf niður og niður um deildir en þetta var einfaldlega of erfitt fyrir hann.Nýtur hverrar mínútur Bretinn, sem er 26 ára gamall í dag, varð fyrir heilaskaða í slysinu vegna blæðingar inn á heilann. Hann flokkast undir menn með CP eða heilalömun og má því keppa á Ólympíumóti fatlaðra. Það ætlar hann að gera. „Þegar ég prófaði þetta fyrst hélt ég að svona fótbolti yrði auðveldur en gæðin komu mér á óvart. Það eru líka bara sjö í liði en spilað er á heilan völl. Það er mjög erfitt fyrir miðjumann,“ segir Highdale. „Ég var ekki viss um þetta fyrst en nú nýt ég hverrar mínútu. Ég hélt að þeir dagar væru taldir þar sem ég æfi og spila á flottum völlum. Það hefur vakið upp svo góðar minningar að æfa með strákunum á æfingasvæði enska landsliðsins.“ „Ég býst við að vera í góðu lagi þegar mótið hefst í Ríó,“ segir Sean Highdale en Bretland er í riðli með gestgjöfum Brasilíu, Írlandi og Úkraínu sem varð í öðru sæti á HM. Ólympíuleikar 2016 í Ríó Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Fleiri fréttir Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Sjá meira
Sean Highdale, fyrrverandi leikmaður unglingaliðs Liverpool, keppir fyrir Bretland í fótbolta á Ólympíumóti fatlaðra sem hefst í Ríó í Brasilíu eftir fimm daga. Fjallað er Highdale í viðtali við hann á vefsíðu BBC en þar kemur fram að hann fæddist inn í mikla Liverpool-fjölskyldu og gekk aðeins níu ára í raðir liðsins. Hann spilaði með Martin Kelly og Jay Spearing í U18 ára liði Liverpooll sem vann FA Youth Cup árið 2007. Highdale fékk samning hjá Liverpool þegar hann var 16 ára gamall en fótboltaferilinn varð að engu þegar hann lenti í hryllilegu bílslysi árið 2008, aðeins sólarhring eftir leik með varaliði Liverpool.Hefði komist alla leið „Tveir vinir mínir létu lífið en ég var annar tveggja heppnu. Ég sleit þrjú liðbönd í hné og ökkla- og hálsbrotnaði. Þá þurfti að taka úr mér nýra. Ég var í dái og vaknaði ekki í fimm daga,“ segir Highdale. Jamie Carragher, ein af hetjum Highdale, kíkti á piltinn er hann lá sárþjáður á sjúkrahúsinu en miðvörðurinn fyrrverandi hefur sagt það opinberlega að hann telur að Highdale hefði komist í aðallið Liverpool ef ekki væri fyrir slysið. Steven Gerrard og Jack Wilshere, sem Highdale spilaði með fyrir yngri landslið Englands, hafa sagt það sama. Highdale gat ekki hlaupið í tvö ár eftir slysið en reyndi að æfa og spila eftir að hann komst í gegnum mikla sjúkraþjálfun. Hann færði sig alltaf niður og niður um deildir en þetta var einfaldlega of erfitt fyrir hann.Nýtur hverrar mínútur Bretinn, sem er 26 ára gamall í dag, varð fyrir heilaskaða í slysinu vegna blæðingar inn á heilann. Hann flokkast undir menn með CP eða heilalömun og má því keppa á Ólympíumóti fatlaðra. Það ætlar hann að gera. „Þegar ég prófaði þetta fyrst hélt ég að svona fótbolti yrði auðveldur en gæðin komu mér á óvart. Það eru líka bara sjö í liði en spilað er á heilan völl. Það er mjög erfitt fyrir miðjumann,“ segir Highdale. „Ég var ekki viss um þetta fyrst en nú nýt ég hverrar mínútu. Ég hélt að þeir dagar væru taldir þar sem ég æfi og spila á flottum völlum. Það hefur vakið upp svo góðar minningar að æfa með strákunum á æfingasvæði enska landsliðsins.“ „Ég býst við að vera í góðu lagi þegar mótið hefst í Ríó,“ segir Sean Highdale en Bretland er í riðli með gestgjöfum Brasilíu, Írlandi og Úkraínu sem varð í öðru sæti á HM.
Ólympíuleikar 2016 í Ríó Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Fleiri fréttir Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Sjá meira