„Tónlist mín gerir fólk hamingjusamt!“ Birgir Örn Steinarsson skrifar 1. september 2016 05:00 Beach boys upp á sitt besta Vísir/Getty Það eru um tuttugu ár síðan félagi úr innsta hring safnaði nokkrum vinum í kring um stofuborðið heima hjá sér, rétti okkur öl og bað okkur svo vinsamlegast um að steinhalda kjafti næstu 2-3 klukkutímana. Við vorum ekki að fara horfa á einhverja ræmu sem enginn mátti trufla heldur ætlaði Daníel vinur minn að skóla okkur í Beach Boys fræðum. Við fengum alla söguna, með hljóðdæmum auðvitað. Þetta var eins og að sitja kvöldvöku í kristilegum sumarbúðum sem barn og heyra í fyrsta skiptið sögur af frelsaranum.Brian WilsonNema að í stað þess að syngja „Áfram, Kristsmenn, krossmenn“ á milli þess sem lesið var upp úr guðspjallinu sungum við „Good Vibrations“, „God Only Knows“, „Wouldn’t It Be Nice“ og „Sloop John B“. Og í stað þess að söguhetjan labbaði á vatni, breytti vatni í vín eða reisti einhvern upp frá dauðum missti hún hluta heyrnar sinnar eftir að faðir hennar barði hana, fríkaði út eftir að hljómsveitin varð heimsfræg, hætti að spila með hinum á tónleikum, festist á sýru og gerði hljóðverið að musteri sínu. Ég hafði heyrt af því að margra áratuga andleg veikindi Brians Wilson hefðu tekið sinn toll. Hann var til dæmis greindur með geðhvarfasýki og geðklofa á áttunda áratug síðustu aldar. Hann er í dag 74 ára gamall. Rödd hans var eintóna og laus við tilfinningar. Svör hans voru einungis bein viðbrögð við því sem spurt var og í þeim voru nánast aldrei neinar nýjar upplýsingar.Halló, Brian. Hvernig hefur þú það?„Mjög gott.“ [dauðaþögn]Ertu staddur í hinni sólríku Kaliforníu?„Nei, við erum á tónleikaferðalagi. Núna í New York.“Við erum svo spennt að fá þig hingað. Hvað veistu um Ísland?„Ekkert. Aldrei komið.“ [þögn] Árið 1965, á meðan hljómsveitin skaust heimshornanna á milli og baðaði sig í frægðarljómanum sem slagarinn „California Girls“ hafði skapað þeim, lokaði hinn 22 ára Brian Wilson sig af í hljóðveri í Kaliforníu og tók að sér að semja og útsetja næstu plötu sveitarinnar með hópi hljóðfæraleikara sem kallaðist The Wrecking Crew. Platan var því tilbúin fyrir söngupptökur þegar hinir strandardrengirnir sneru aftur til Bandaríkjanna. Sagan segir að ekki hafi allir þeirra verið jafn hrifnir í fyrstu. Takmark Brians var að keppa við Phil Spector og Bítlana sem hann taldi vera helstu keppinauta sína á meðan Mike Love og hinir vildu halda áfram að framleiða einfaldari slagara á borð við California Girls sem trylltu jafnan stúlkurnar á tónleikum.Þetta árið var tilraunagleði Bítlanna þegar byrjuð að skila sér eins og heyrðist á plötunni Rubber Soul, sem kom út um það leyti sem Wilson hóf vinnslu á Pet Sounds. Sá orðrómur var á kreiki að fyrir næstu plötu ætluðu bresku undrin að fara með aðdáendur sína í ferðalag niður kanínuholuna og alla leið til Undralands. Þangað vildi Brian einnig fara og varð sér úti um glás af LSD-bleyttum farmiðum.Vá, maður, ótrúlegt að það séu liðin 50 ár frá því að Pet Sounds kom út!„Við erum búin að æfa okkur. Hljómsveitin kann að spila lögin nákvæmlega eins og á plötunni.“ [skyndileg þögn]Það er augljóst að tilraunir mínar til þess að ná til hans á mannlegu nótunum eru ekki að virka. Fjögurra ára sálfræðinám mitt er hér vitagagnslaust. Ég velti því fyrir mér hvort mögulegt sé að ég sé að eiga samtal við gervigreind forritaða til þess að hljóma og svara eins og Brian Wilson? Kannski er þetta Turing-prófið? Ég held áfram.Ég tók eftir því að tónleikarnir eru auglýstir á þann veg að þetta verði í síðasta skiptið sem platan verður flutt á sviði. Fannst þér kominn tími til þess að kveðja plötuna?„Nei. Við höfum spilað hana um allan heim. Í mörgum löndum.“ [þögn] Já … ööö … einmitt … en líður þér eins og þú sért að kveðja þessa plötu, í þessari tónleikaferð, fyrst þú ætlar aldrei að spila hana aftur?„Já, við ætlum ekki að spila hana aftur.“ [þögn] Ok?… Eh?… Þegar þú hugsar um Pet Sounds í dag, sérðu hana enn sem eitt af þínum mikilvægari verkum?„Mér finnst það.“ [þögn] Finnst þér þú jafn tengdur þessari plötu og þú varst þegar þú bjóst hana til?„Já, algjörlega.“God Only Knows er eitt af þekktari lögum Beach Boys, einmitt af Pet Sounds. Pet Sounds kom út 16. maí 1966 og er líklegast ein versta forvörn fyrir notkun ofskynjunarlyfja sem þekkist því platan er enn þann dag í dag talin með betri tónlistarverkum mannkynssögunnar. Efnatilraunir Brians Wilson komu þó í bakið á honum skömmu eftir útgáfu plötunnar. Brian var afar viðkvæmur fyrir. Hann var ungur maður sem leyfði sér að dreyma stórt en var á sama tíma að berjast við kvíða og ranghugmyndir. Pet Sounds reis ekki eins hátt og fyrri plötur Beach Boys á vinsældarlistum í Bandaríkjum. Þar af leiðandi var aukin pressa á sveitina að gera vinsældavænni tónlist. Á sama tíma höfðu Bítlarnir gefið út meistarastykki sitt Revolver sem Brian vildi toppa. Brian náði að kokka saman lagið Good Vibrations í lok árs 1966 sem náði toppsætum vinsældalistanna þrátt fyrir að vera í annarri stjörnuþoku en þær poppsmíðar sem voru þá á öldum ljósvakans. Lagið átti að verða fyrsta smáskífa af fylgifiski Pet Sounds og mikilvægustu plötu á ferli Brians. Sú átti að vera „táningssinfónía til Guðs“ eins og hann orðaði það og átti að heita Smile. Verkið reyndist honum ofviða og var aldrei klárað. Brian fann sinn botn, settist í farþegasætið á meðan aðrir í sveitinni tóku við að stýra skútunni. Andleg heilsa Brians fór síversnandi og misnotkun hans á fíkniefnum jókst. Hann hélt sig að mestu innandyra við upphaf áttunda áratugarins en leitaði svo til geðlæknisins Eugene Landy sem hreinlega hirti alla gerandahæfni af fallna popparanum í um 20 ár. Kvikmyndin Love&Mercy greinir frá því hvernig Wilson náði loksins að slíta sig frá honum eftir að hann kynntist núverandi eiginkonu sinni, Melindu.Stiklu úr Love&Mercy má sjá að neðan.Hvað fannst þér um myndina Love&Mercy?„Mér fannst hún fara vel með staðreyndir og vera vel leikin.“ Var ekkert skrítið að sjá líf sitt endurskapað á hvíta tjaldinu?„Jú, það var gaman að sjá myndina.“ [þögn] Síðustu 20 ár hefur þú gefið út 13 plötur. Á þeim 20 árum áður en þú hittir konuna þína og áður en þú sleist þig frá Eugene Landy gafstu út tvær plötur. Höfðu kynnin við eiginkonu þína svona góð áhrif á sköpunargáfuna?„Já.“ Hver heldurðu að ástæða þess sé?„Ég get ekki svarað þeirri spurningu.“ Árið 2004 kláraðir þú plötuna Smile. Hversu mikilvægt var það fyrir þig að klára hana?„Við byrjuðum að gera hana árið 1967 og svo ákváðum við þrjátíu árum seinna að klára hana. Þetta var mér mikilvægt. Mig langaði til að fólk myndi heyra plötuna, því hún er frábær.“ Já, þar er ég sammála þér! Heldurðu einhverju sambandi við hina eftirlifandi meðlimi Beach Boys?„Ég hef ekki talað við hina í Beach Boys í fjögur ár. Ég veit ekki af hverju.“Brian Wilson flytur plötuna Smile í heild sinni í myndbandinu að neðan.Brian Wilson og hljómsveit munu flytja Pet Sounds í heild sinni í Hörpu þriðjudaginn 6. september. En það er ekki nóg með það því hann segir einnig að flutt verði 20 önnur lög Beach Boys. Brian flytur nefnilega engin lög af sólóplötum sínum á tónleikunum. Hann segist vonast til þess að ná að skoða sig eitthvað um á Íslandi þegar hann kemur hingað.Ég get ekki ímyndað mér að þú sért að spila til þess að framfleyta þér fjárhagslega, er það enn þá mikilvægt fyrir þig að koma fram á tónleikum?„Okkur finnst gaman að halda áfram því tónlist okkar gerir fólk hamingjusamt.“ Þú hefur nú lifað nokkuð mögnuðu lífi, Brian. Gert ótal margt og náð árangri sem marga dreymir um. Myndir þú segja að þú værir hamingjusamur maður?„Já.“ Ef einhver myndi spyrja þig hver sé lykill hamingjunnar, gætir þú svarað því?„Neibb. Get það ekki.“ Hvernig eyðir Brian Wilson eiginlega degi sínum, þegar hann á frí?„Ég fer í göngutúra.“ Nú?… og hvar finnst þér best að ganga?„Í kringum hótelið.“ [dauðaþögn] Jáh?… jæja, mig langaði til þess að spyrja þig um lagið Go?…„Ég þarf að hætta núna. Vertu sæll.“ [skellt á] Og þannig lauk samskiptum mínum við Brian Wilson. Næst þegar við hittumst ætla ég bara að gera eins og ég gerði við stofuborðið hjá Danna vini mínum. Steinhalda kjafti, hlusta og njóta þeirra gjafa sem Brian Wilson hefur gefið heiminum. Það er nefnilega alveg satt hjá honum?… tónlist hans gerir mig hamingjusaman. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Sigurði Inga heitt í hamsi þegar hann flutti eldræðu um útlendinga Innlent „Staðan er bara sú að það verður slys hérna“ Innlent Tíu mánaða strákur fær byltingarkennt lyf fyrstur Íslendinga Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Amma lýsir blóðugum niðurgangi og örvæntingu foreldra Innlent Telur „verulegar líkur“ á að sýknu Alberts verði snúið Innlent Afstaða ríkisins hleypi illu blóði og hörku í viðræðurnar Innlent Enginn í steininn fyrir heiðursofbeldi Innlent Rétt meðhöndlun hakksins hefði komið í veg fyrir veikindi Innlent Veröldin hrundi þegar sonurinn greindist Innlent Fleiri fréttir Alþjóðastarf þingmanna álitið sem „fyllerís- og fríferðir“ Sigurði Inga heitt í hamsi þegar hann flutti eldræðu um útlendinga „Staðan er bara sú að það verður slys hérna“ Afstaða ríkisins hleypi illu blóði og hörku í viðræðurnar Framboðslisti Ábyrgrar framtíðar í Reykjavík norður Fagnar 400 nýjum störfum við Hvammsvirkjun Tíu mánaða strákur fær byltingarkennt lyf fyrstur Íslendinga Þau verða fulltrúar Íslands á COP29 í Aserbaídsjan Veröldin hrundi þegar sonurinn greindist Enginn í steininn fyrir heiðursofbeldi Amma lýsir blóðugum niðurgangi og örvæntingu foreldra Verkfall í MR samþykkt í annarri tilraun Mörg börn sem beita ofbeldi hafa orðið fyrir því sjálf Ríkið telur ólöglega boðað til verkfalls lækna Þverárfjallsvegur lokaður vegna eldsvoða í bíl Telur „verulegar líkur“ á að sýknu Alberts verði snúið Íslendingar þurfa ekki vegabréfsáritun til Kína næsta árið Steinþór hafi verið að berjast fyrir lífi sínu Dómi í máli Alberts áfrýjað „Sjáum fram á að geta rekið sveitarfélagið eitthvað fram eftir næsta ári“ Borgin lúffar fyrir aðdáendum áramótabrenna Rétt meðhöndlun hakksins hefði komið í veg fyrir veikindi Áfram í gæsluvarðhaldi vegna rannsóknar á andláti móður hans Hörður Ellert lætur reyna á dóm fyrir að nauðga stjúpdóttur sinni Grindavík á barmi gjaldþrots og læknar á leið í verkfall Vill vita hvort RÚV hafi einhvern tíma beðist afsökunar Segist aldrei geta litið Sigurð Inga sömu augum Þrjú framboð fengu aðfinnslur frá kjörstjórn Uppruni smitsins var hakk frá Kjarnafæði Hætta á að Grindavík fari í greiðsluþrot Sjá meira
Það eru um tuttugu ár síðan félagi úr innsta hring safnaði nokkrum vinum í kring um stofuborðið heima hjá sér, rétti okkur öl og bað okkur svo vinsamlegast um að steinhalda kjafti næstu 2-3 klukkutímana. Við vorum ekki að fara horfa á einhverja ræmu sem enginn mátti trufla heldur ætlaði Daníel vinur minn að skóla okkur í Beach Boys fræðum. Við fengum alla söguna, með hljóðdæmum auðvitað. Þetta var eins og að sitja kvöldvöku í kristilegum sumarbúðum sem barn og heyra í fyrsta skiptið sögur af frelsaranum.Brian WilsonNema að í stað þess að syngja „Áfram, Kristsmenn, krossmenn“ á milli þess sem lesið var upp úr guðspjallinu sungum við „Good Vibrations“, „God Only Knows“, „Wouldn’t It Be Nice“ og „Sloop John B“. Og í stað þess að söguhetjan labbaði á vatni, breytti vatni í vín eða reisti einhvern upp frá dauðum missti hún hluta heyrnar sinnar eftir að faðir hennar barði hana, fríkaði út eftir að hljómsveitin varð heimsfræg, hætti að spila með hinum á tónleikum, festist á sýru og gerði hljóðverið að musteri sínu. Ég hafði heyrt af því að margra áratuga andleg veikindi Brians Wilson hefðu tekið sinn toll. Hann var til dæmis greindur með geðhvarfasýki og geðklofa á áttunda áratug síðustu aldar. Hann er í dag 74 ára gamall. Rödd hans var eintóna og laus við tilfinningar. Svör hans voru einungis bein viðbrögð við því sem spurt var og í þeim voru nánast aldrei neinar nýjar upplýsingar.Halló, Brian. Hvernig hefur þú það?„Mjög gott.“ [dauðaþögn]Ertu staddur í hinni sólríku Kaliforníu?„Nei, við erum á tónleikaferðalagi. Núna í New York.“Við erum svo spennt að fá þig hingað. Hvað veistu um Ísland?„Ekkert. Aldrei komið.“ [þögn] Árið 1965, á meðan hljómsveitin skaust heimshornanna á milli og baðaði sig í frægðarljómanum sem slagarinn „California Girls“ hafði skapað þeim, lokaði hinn 22 ára Brian Wilson sig af í hljóðveri í Kaliforníu og tók að sér að semja og útsetja næstu plötu sveitarinnar með hópi hljóðfæraleikara sem kallaðist The Wrecking Crew. Platan var því tilbúin fyrir söngupptökur þegar hinir strandardrengirnir sneru aftur til Bandaríkjanna. Sagan segir að ekki hafi allir þeirra verið jafn hrifnir í fyrstu. Takmark Brians var að keppa við Phil Spector og Bítlana sem hann taldi vera helstu keppinauta sína á meðan Mike Love og hinir vildu halda áfram að framleiða einfaldari slagara á borð við California Girls sem trylltu jafnan stúlkurnar á tónleikum.Þetta árið var tilraunagleði Bítlanna þegar byrjuð að skila sér eins og heyrðist á plötunni Rubber Soul, sem kom út um það leyti sem Wilson hóf vinnslu á Pet Sounds. Sá orðrómur var á kreiki að fyrir næstu plötu ætluðu bresku undrin að fara með aðdáendur sína í ferðalag niður kanínuholuna og alla leið til Undralands. Þangað vildi Brian einnig fara og varð sér úti um glás af LSD-bleyttum farmiðum.Vá, maður, ótrúlegt að það séu liðin 50 ár frá því að Pet Sounds kom út!„Við erum búin að æfa okkur. Hljómsveitin kann að spila lögin nákvæmlega eins og á plötunni.“ [skyndileg þögn]Það er augljóst að tilraunir mínar til þess að ná til hans á mannlegu nótunum eru ekki að virka. Fjögurra ára sálfræðinám mitt er hér vitagagnslaust. Ég velti því fyrir mér hvort mögulegt sé að ég sé að eiga samtal við gervigreind forritaða til þess að hljóma og svara eins og Brian Wilson? Kannski er þetta Turing-prófið? Ég held áfram.Ég tók eftir því að tónleikarnir eru auglýstir á þann veg að þetta verði í síðasta skiptið sem platan verður flutt á sviði. Fannst þér kominn tími til þess að kveðja plötuna?„Nei. Við höfum spilað hana um allan heim. Í mörgum löndum.“ [þögn] Já … ööö … einmitt … en líður þér eins og þú sért að kveðja þessa plötu, í þessari tónleikaferð, fyrst þú ætlar aldrei að spila hana aftur?„Já, við ætlum ekki að spila hana aftur.“ [þögn] Ok?… Eh?… Þegar þú hugsar um Pet Sounds í dag, sérðu hana enn sem eitt af þínum mikilvægari verkum?„Mér finnst það.“ [þögn] Finnst þér þú jafn tengdur þessari plötu og þú varst þegar þú bjóst hana til?„Já, algjörlega.“God Only Knows er eitt af þekktari lögum Beach Boys, einmitt af Pet Sounds. Pet Sounds kom út 16. maí 1966 og er líklegast ein versta forvörn fyrir notkun ofskynjunarlyfja sem þekkist því platan er enn þann dag í dag talin með betri tónlistarverkum mannkynssögunnar. Efnatilraunir Brians Wilson komu þó í bakið á honum skömmu eftir útgáfu plötunnar. Brian var afar viðkvæmur fyrir. Hann var ungur maður sem leyfði sér að dreyma stórt en var á sama tíma að berjast við kvíða og ranghugmyndir. Pet Sounds reis ekki eins hátt og fyrri plötur Beach Boys á vinsældarlistum í Bandaríkjum. Þar af leiðandi var aukin pressa á sveitina að gera vinsældavænni tónlist. Á sama tíma höfðu Bítlarnir gefið út meistarastykki sitt Revolver sem Brian vildi toppa. Brian náði að kokka saman lagið Good Vibrations í lok árs 1966 sem náði toppsætum vinsældalistanna þrátt fyrir að vera í annarri stjörnuþoku en þær poppsmíðar sem voru þá á öldum ljósvakans. Lagið átti að verða fyrsta smáskífa af fylgifiski Pet Sounds og mikilvægustu plötu á ferli Brians. Sú átti að vera „táningssinfónía til Guðs“ eins og hann orðaði það og átti að heita Smile. Verkið reyndist honum ofviða og var aldrei klárað. Brian fann sinn botn, settist í farþegasætið á meðan aðrir í sveitinni tóku við að stýra skútunni. Andleg heilsa Brians fór síversnandi og misnotkun hans á fíkniefnum jókst. Hann hélt sig að mestu innandyra við upphaf áttunda áratugarins en leitaði svo til geðlæknisins Eugene Landy sem hreinlega hirti alla gerandahæfni af fallna popparanum í um 20 ár. Kvikmyndin Love&Mercy greinir frá því hvernig Wilson náði loksins að slíta sig frá honum eftir að hann kynntist núverandi eiginkonu sinni, Melindu.Stiklu úr Love&Mercy má sjá að neðan.Hvað fannst þér um myndina Love&Mercy?„Mér fannst hún fara vel með staðreyndir og vera vel leikin.“ Var ekkert skrítið að sjá líf sitt endurskapað á hvíta tjaldinu?„Jú, það var gaman að sjá myndina.“ [þögn] Síðustu 20 ár hefur þú gefið út 13 plötur. Á þeim 20 árum áður en þú hittir konuna þína og áður en þú sleist þig frá Eugene Landy gafstu út tvær plötur. Höfðu kynnin við eiginkonu þína svona góð áhrif á sköpunargáfuna?„Já.“ Hver heldurðu að ástæða þess sé?„Ég get ekki svarað þeirri spurningu.“ Árið 2004 kláraðir þú plötuna Smile. Hversu mikilvægt var það fyrir þig að klára hana?„Við byrjuðum að gera hana árið 1967 og svo ákváðum við þrjátíu árum seinna að klára hana. Þetta var mér mikilvægt. Mig langaði til að fólk myndi heyra plötuna, því hún er frábær.“ Já, þar er ég sammála þér! Heldurðu einhverju sambandi við hina eftirlifandi meðlimi Beach Boys?„Ég hef ekki talað við hina í Beach Boys í fjögur ár. Ég veit ekki af hverju.“Brian Wilson flytur plötuna Smile í heild sinni í myndbandinu að neðan.Brian Wilson og hljómsveit munu flytja Pet Sounds í heild sinni í Hörpu þriðjudaginn 6. september. En það er ekki nóg með það því hann segir einnig að flutt verði 20 önnur lög Beach Boys. Brian flytur nefnilega engin lög af sólóplötum sínum á tónleikunum. Hann segist vonast til þess að ná að skoða sig eitthvað um á Íslandi þegar hann kemur hingað.Ég get ekki ímyndað mér að þú sért að spila til þess að framfleyta þér fjárhagslega, er það enn þá mikilvægt fyrir þig að koma fram á tónleikum?„Okkur finnst gaman að halda áfram því tónlist okkar gerir fólk hamingjusamt.“ Þú hefur nú lifað nokkuð mögnuðu lífi, Brian. Gert ótal margt og náð árangri sem marga dreymir um. Myndir þú segja að þú værir hamingjusamur maður?„Já.“ Ef einhver myndi spyrja þig hver sé lykill hamingjunnar, gætir þú svarað því?„Neibb. Get það ekki.“ Hvernig eyðir Brian Wilson eiginlega degi sínum, þegar hann á frí?„Ég fer í göngutúra.“ Nú?… og hvar finnst þér best að ganga?„Í kringum hótelið.“ [dauðaþögn] Jáh?… jæja, mig langaði til þess að spyrja þig um lagið Go?…„Ég þarf að hætta núna. Vertu sæll.“ [skellt á] Og þannig lauk samskiptum mínum við Brian Wilson. Næst þegar við hittumst ætla ég bara að gera eins og ég gerði við stofuborðið hjá Danna vini mínum. Steinhalda kjafti, hlusta og njóta þeirra gjafa sem Brian Wilson hefur gefið heiminum. Það er nefnilega alveg satt hjá honum?… tónlist hans gerir mig hamingjusaman.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Sigurði Inga heitt í hamsi þegar hann flutti eldræðu um útlendinga Innlent „Staðan er bara sú að það verður slys hérna“ Innlent Tíu mánaða strákur fær byltingarkennt lyf fyrstur Íslendinga Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Amma lýsir blóðugum niðurgangi og örvæntingu foreldra Innlent Telur „verulegar líkur“ á að sýknu Alberts verði snúið Innlent Afstaða ríkisins hleypi illu blóði og hörku í viðræðurnar Innlent Enginn í steininn fyrir heiðursofbeldi Innlent Rétt meðhöndlun hakksins hefði komið í veg fyrir veikindi Innlent Veröldin hrundi þegar sonurinn greindist Innlent Fleiri fréttir Alþjóðastarf þingmanna álitið sem „fyllerís- og fríferðir“ Sigurði Inga heitt í hamsi þegar hann flutti eldræðu um útlendinga „Staðan er bara sú að það verður slys hérna“ Afstaða ríkisins hleypi illu blóði og hörku í viðræðurnar Framboðslisti Ábyrgrar framtíðar í Reykjavík norður Fagnar 400 nýjum störfum við Hvammsvirkjun Tíu mánaða strákur fær byltingarkennt lyf fyrstur Íslendinga Þau verða fulltrúar Íslands á COP29 í Aserbaídsjan Veröldin hrundi þegar sonurinn greindist Enginn í steininn fyrir heiðursofbeldi Amma lýsir blóðugum niðurgangi og örvæntingu foreldra Verkfall í MR samþykkt í annarri tilraun Mörg börn sem beita ofbeldi hafa orðið fyrir því sjálf Ríkið telur ólöglega boðað til verkfalls lækna Þverárfjallsvegur lokaður vegna eldsvoða í bíl Telur „verulegar líkur“ á að sýknu Alberts verði snúið Íslendingar þurfa ekki vegabréfsáritun til Kína næsta árið Steinþór hafi verið að berjast fyrir lífi sínu Dómi í máli Alberts áfrýjað „Sjáum fram á að geta rekið sveitarfélagið eitthvað fram eftir næsta ári“ Borgin lúffar fyrir aðdáendum áramótabrenna Rétt meðhöndlun hakksins hefði komið í veg fyrir veikindi Áfram í gæsluvarðhaldi vegna rannsóknar á andláti móður hans Hörður Ellert lætur reyna á dóm fyrir að nauðga stjúpdóttur sinni Grindavík á barmi gjaldþrots og læknar á leið í verkfall Vill vita hvort RÚV hafi einhvern tíma beðist afsökunar Segist aldrei geta litið Sigurð Inga sömu augum Þrjú framboð fengu aðfinnslur frá kjörstjórn Uppruni smitsins var hakk frá Kjarnafæði Hætta á að Grindavík fari í greiðsluþrot Sjá meira