Þurfum að spila okkar besta leik Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 17. september 2016 10:00 Hlynur hefur verið frábær í undankeppninni. vísir/anton Íslenska körfuboltalandsliðið freistar þess í dag að tryggja sér sæti á öðru Evrópumótinu í röð. Ísland mætir Belgíu í Laugardalshöllinni klukkan 16.00 og þarf að vinna til að eygja von um að komast á EM á næsta ári. Önnur úrslit þurfa einnig að vera hagstæð en það er ekki nema fyrir færustu tölfræðinga að skilja hvernig árangur liðanna í 2. sæti riðlanna í undankeppni EM er reiknaður. „Það væri þægilegra ef þetta lægi fyrir, að ákveðin úrslit myndu duga, en þetta truflar okkur ekkert sérstaklega mikið,“ sagði landsliðsfyrirliðinn Hlynur Bæringsson í samtali við Fréttablaðið í gær. Hann segir að Ísland þurfi að eiga toppleik til að vinna sterkt lið Belga. „Við þurfum að spila okkar besta leik í langan tíma og við stefnum að því. Það er skemmtileg áskorun,“ sagði fyrirliðinn um leikinn í dag. Fyrri leikurinn gegn Belgum var jafn lengst af þótt hann hafi á endanum tapast með 15 stigum, 80-65. „Við gátum spilað við þá á löngum köflum. Í fyrra spiluðum við æfingaleik við þá og töpuðum illa en síðasti leikur var jafn þangað til í fjórða leikhluta. Við fengum sjálfstraust við það,“ sagði Hlynur sem hefur spilað stórvel í undankeppninni. Til marks um það hefur aðeins einn leikmaður tekið fleiri fráköst í undankeppninni en Hlynur og aðeins tveir eru með fleiri framlagsstig að meðaltali í leik. Þá er Hlynur númer fimm á listanum yfir flestar stoðsendingar í undankeppninni, með fimm slíkar að meðaltali í leik. „Mér líður mjög vel. Ég var svolítið lengi af stað en þetta hefur gengið vel upp á síðkastið og vonandi heldur það áfram,“ sagði Hlynur sem leikur landsleik númer 103 í dag. EM 2017 í Finnlandi Mest lesið Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Íslenski boltinn Uppgjörið: LASK - Víkingur 1-1 | Víkingar fara í umspilseinvígi eftir áramót Fótbolti Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Handbolti Tottenham áfram í undanúrslit eftir sjö marka leik með mörgum mistökum Enski boltinn Stjórnarmennirnir gátu ekki horft í augun á Frey Fótbolti Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti Körfubolti Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Handbolti Víkingar mæta liði Sverris og Harðar Fótbolti Áfall bætist við ógöngur Man. City Enski boltinn Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Handbolti Fleiri fréttir „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Uppgjörið: ÍR - Haukar 93-96 | Haukar enduðu sigurgöngu ÍR Haukamaðurinn Ho You Fat í tveggja leikja bann Uppgjör og viðtöl: Valur - Grindavík 69-67 | Valssigur í háspennuleik KR sótti Gigliotti Durant hatar nýja fyrirkomulagið í Stjörnuleiknum „Stundum svolítið ósanngjarnt að vera atvinnumaður í körfubolta“ Bikar á loft eftir Las Vegas jólasýningu Grikkjans Lettneskur landsliðsmaður fannst látinn í Moskvu „Ég er langbesti körfubolta þjálfari á landinu og það vita það allir“ Sjá meira
Íslenska körfuboltalandsliðið freistar þess í dag að tryggja sér sæti á öðru Evrópumótinu í röð. Ísland mætir Belgíu í Laugardalshöllinni klukkan 16.00 og þarf að vinna til að eygja von um að komast á EM á næsta ári. Önnur úrslit þurfa einnig að vera hagstæð en það er ekki nema fyrir færustu tölfræðinga að skilja hvernig árangur liðanna í 2. sæti riðlanna í undankeppni EM er reiknaður. „Það væri þægilegra ef þetta lægi fyrir, að ákveðin úrslit myndu duga, en þetta truflar okkur ekkert sérstaklega mikið,“ sagði landsliðsfyrirliðinn Hlynur Bæringsson í samtali við Fréttablaðið í gær. Hann segir að Ísland þurfi að eiga toppleik til að vinna sterkt lið Belga. „Við þurfum að spila okkar besta leik í langan tíma og við stefnum að því. Það er skemmtileg áskorun,“ sagði fyrirliðinn um leikinn í dag. Fyrri leikurinn gegn Belgum var jafn lengst af þótt hann hafi á endanum tapast með 15 stigum, 80-65. „Við gátum spilað við þá á löngum köflum. Í fyrra spiluðum við æfingaleik við þá og töpuðum illa en síðasti leikur var jafn þangað til í fjórða leikhluta. Við fengum sjálfstraust við það,“ sagði Hlynur sem hefur spilað stórvel í undankeppninni. Til marks um það hefur aðeins einn leikmaður tekið fleiri fráköst í undankeppninni en Hlynur og aðeins tveir eru með fleiri framlagsstig að meðaltali í leik. Þá er Hlynur númer fimm á listanum yfir flestar stoðsendingar í undankeppninni, með fimm slíkar að meðaltali í leik. „Mér líður mjög vel. Ég var svolítið lengi af stað en þetta hefur gengið vel upp á síðkastið og vonandi heldur það áfram,“ sagði Hlynur sem leikur landsleik númer 103 í dag.
EM 2017 í Finnlandi Mest lesið Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Íslenski boltinn Uppgjörið: LASK - Víkingur 1-1 | Víkingar fara í umspilseinvígi eftir áramót Fótbolti Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Handbolti Tottenham áfram í undanúrslit eftir sjö marka leik með mörgum mistökum Enski boltinn Stjórnarmennirnir gátu ekki horft í augun á Frey Fótbolti Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti Körfubolti Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Handbolti Víkingar mæta liði Sverris og Harðar Fótbolti Áfall bætist við ógöngur Man. City Enski boltinn Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Handbolti Fleiri fréttir „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Uppgjörið: ÍR - Haukar 93-96 | Haukar enduðu sigurgöngu ÍR Haukamaðurinn Ho You Fat í tveggja leikja bann Uppgjör og viðtöl: Valur - Grindavík 69-67 | Valssigur í háspennuleik KR sótti Gigliotti Durant hatar nýja fyrirkomulagið í Stjörnuleiknum „Stundum svolítið ósanngjarnt að vera atvinnumaður í körfubolta“ Bikar á loft eftir Las Vegas jólasýningu Grikkjans Lettneskur landsliðsmaður fannst látinn í Moskvu „Ég er langbesti körfubolta þjálfari á landinu og það vita það allir“ Sjá meira
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum