Hlynur Bæringsson, fyrirliði karlalandsliðsins í körfubolta, var valinn í vikunnar af FIBA Europe fyrir frábæra frammistöðu sína gegn Kýpur í Laugardalshöll.
Strákarnir okkar unnu stórsigur, 84-62, og héldu sér í baráttunni um annað sætið í sínum riðli og þar af leiðandi er liðið enn í séns að komast á Evrópumótið á næsta ári.
Hlynur skoraði flest stig allra á vellinum eða 18 og tók níu fráköst. Hann nýtti sjö af níu skotum sínum; fimm af sex úr teignum og tvö af þremur fyrir utan þriggja stiga línuna. Þá gaf hann fjórar stoðsendingar.
Síðasti leikur Íslands verður gegn Belgíu á laugardaginn en þá kemur í ljós hvort strákarnir okkar komist á EM að ári liðnu.
Körfubolti
Fyrirliðinn í liði vikunnar
Tengdar fréttir
Kristófer: „Ég tala alltaf um að vera skrímsli“
Kristófer Acox heillaði áhorfendur í Laugardalshöllinni í kvöld með flottri frammistöðu í 84-62 sigri á Kýpverjum.
Hlynur Bærings: Aðeins spurning hvort ég nái 200 landsleikjum eða ekki
Fyrirliðinn var besti leikmaður vallarins í sigrinum gegn Kýpur. Honum fannst gestirnir ekki í góðu formi.
Umfjöllun og viðtöl: Ísland - Kýpur 84-62 | Sannfærandi í seinni hálfleik í Höllinni
Okkar menn mæta Belgum í úrslitaleik riðilsins á laugardaginn.