Greina frá því hvaðan MH17 var skotin niður Samúel Karl Ólason skrifar 27. september 2016 15:30 Vísir/AFP Alþjóðleg rannsóknarnefnd mun á morgun kynna niðurstöður rannsóknar sinnar á því þegar malasíska flugvélin var skotin niður yfir Úkraínu sumarið 2014. Talið er að nefndin muni segja flugvélina hafa verið skotna niður með Buk-flugskeyti sem skotið var frá yfirráðasvæði aðskilnaðarsinna, sem studdir eru af Rússlandi, í austurhluta landsins. Nefndin, sem er stýrt af Hollendinum, hefur safnað sönnungargögnum fyrir mögulegt dómsmál gegn þeim sem skutu niður flugvélina. Nefndin komst að þeirri niðurstöðu í fyrra að vélin hefði verið skotin niður með áðurnefndu Buk-flugskeyti.Sjá einnig: Eldflaug af rússneskri gerð grandaði MH17. Boeing flugvél Malaysian Airlines var á leið til Kuala Lumpur frá Amsterdam þann 17. júlí 2014 þegar hún var skotin niður yfir Úkraínu. Allir um borð, 298, létust samstundis þegar BUK-eldflaug hæfði vélinna.Yfirlit yfir atburðarásina.Vísir/GraphicNewsSamkvæmt heimildum Guardian hefur nefndin komist að þeirri niðurstöðu að flugskeytinu hafi verið skotið á loft nærri þorpinu Snizhne. Samtökin Bellingcat birtu skýrslu í sumar, þar sem komist var að sömu niðurstöðu. Talið er að flugskeytið og skriðdrekinn sem því var skotið frá hafi komið frá rússneska hernum og því hafi verið smyglað yfir landamæri Rússlands og Úkraínu fyrr í mánuðinum. Rannsakendurnir telja að flugvélin hafi verið skotin niður fyrir slysni og að stjórnendur skriðdrekans hafi talið að um flutningavél úkraínska hersins hafi verið að ræða. Þeir höfðu skotið þannig flugvél niður þremur dögum áður. Aðskilnaðarsinnar stærðu sig af því að hafa skotið niður flugvél á samfélagsmiðlum en færslan var fljótt fjarlægð.Buk-loftvarnakerfið var svo flutt aftur til Rússlands degi seinna. Í fyrra var gefið út myndband á rússnesku þar sem fólk sem sá Buk-kerfið á ferðinni var beðið um að stíga fram. Myndir náðust af skriðdrekanum á palli vörubíls. Yfirvöld í Rússlandi hafa ávalt neitað ásökunum. Varnarmálaráðuneyti landsins birti í gær, tveimur dögum fyrir birtingu skýrslu rannsóknarnefndarinnar, nýjar gervihnattarmyndir og radargögn sem þeir segja að sanni að flugskeyti hafi ekki verið skotið á loft frá yfirráðasvæði aðskilnaðarsinna. Ráðuneytið segir að gögnin sanni að rannsóknarnefndin hafi ekki rétt fyrir sér. Rússar gefa í skyn að stjórnarherinn hafi skotið flugvélina niður. Rússar birtu hins vegar sambærileg gögn fjórum dögum eftir að flugvélin var skotin niður árið 2014. Þar héldu þeir fram að orrustuþota Úkraínuhers hefði skotið MH17 niður og birtu þeir gervihnattarmyndir sem áttu að sýna orrustuþotuna. Sú orrustuþota er nú horfin úr gögnum Rússa og flugleið MH17 er önnur en í fyrri gögnunum, þar sem farþegaflugvélin átti að hafa beygt af leið skömmu áður en hún var skotin niður. Rannsakendur Bellingcat komast að þeirri niðurstöðu að Rússar hafi nú óaðvitandi sannað að þeir hafi falsað gögn skömmu eftir að MH17 var skotin niður og reynt að nota þau til að koma sökinni á Úkraínuher.Myndband um niðurstöður rannsóknarnefdarinnar frá því í fyrra. MH17 Mest lesið Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Innlent Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Erlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin Innlent Lengsti óróapúlsinn til þessa Innlent „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Skaut sig áður en bíllinn sprakk Erlent Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Innlent Fleiri fréttir Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Skaut sig áður en bíllinn sprakk Talinn hafa staðið einn að verki Hringir Satúrnusar hverfa á þessu ári Birtu óskýra mynd á netinu og leystu eitt elsta mannshvarfsmál Bretlands Varnarmálaráðherrann sem Netanjahú rak hættir á þingi Rannsaka hvort Tesla-sprengingin hafi verið hryðjuverk Fjöldamorðinginn í Svartfjallalandi svipti sig lífi Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Ellefu særðir eftir skotárás við skemmtistað í New York Tala látinna hækkar í fimmtán Einn lést er Tesla sprakk fyrir utan Trump-hótel Tvö börn meðal látinna eftir skotárás á veitingastað Tvær heimagerðar sprengjur fundust á svæðinu Árásarmaðurinn skotinn til bana Tíu látnir eftir að bíl var ekið á fólk í New Orleans Ungur maður lést í flugeldaslysi í Danmörku Íslenski fjárhundurinn viðurkenndur af Kennel samtökunum Fyrstu börn Beta-kynslóðarinnar fæðast á morgun Handtökuheimild á hendur forsetanum samþykkt Heiðrar lækna sína í miðri krabbameinsmeðferð Hóta Hútum sömu „aumu örlögum“ og Hamas og Hezbollah Trump kemur Johnson til bjargar Vöruðu við fuglum rétt fyrir slysið Skiptast á 300 föngum Fimm ákærðir í tengslum við andlát Liam Payne Farþegar heyrðu mikinn hvell við flugtak og vélinni nauðlent Tuga kílómetra slóð á hafsbotni hjá skemmda sæstrengnum Sjá meira
Alþjóðleg rannsóknarnefnd mun á morgun kynna niðurstöður rannsóknar sinnar á því þegar malasíska flugvélin var skotin niður yfir Úkraínu sumarið 2014. Talið er að nefndin muni segja flugvélina hafa verið skotna niður með Buk-flugskeyti sem skotið var frá yfirráðasvæði aðskilnaðarsinna, sem studdir eru af Rússlandi, í austurhluta landsins. Nefndin, sem er stýrt af Hollendinum, hefur safnað sönnungargögnum fyrir mögulegt dómsmál gegn þeim sem skutu niður flugvélina. Nefndin komst að þeirri niðurstöðu í fyrra að vélin hefði verið skotin niður með áðurnefndu Buk-flugskeyti.Sjá einnig: Eldflaug af rússneskri gerð grandaði MH17. Boeing flugvél Malaysian Airlines var á leið til Kuala Lumpur frá Amsterdam þann 17. júlí 2014 þegar hún var skotin niður yfir Úkraínu. Allir um borð, 298, létust samstundis þegar BUK-eldflaug hæfði vélinna.Yfirlit yfir atburðarásina.Vísir/GraphicNewsSamkvæmt heimildum Guardian hefur nefndin komist að þeirri niðurstöðu að flugskeytinu hafi verið skotið á loft nærri þorpinu Snizhne. Samtökin Bellingcat birtu skýrslu í sumar, þar sem komist var að sömu niðurstöðu. Talið er að flugskeytið og skriðdrekinn sem því var skotið frá hafi komið frá rússneska hernum og því hafi verið smyglað yfir landamæri Rússlands og Úkraínu fyrr í mánuðinum. Rannsakendurnir telja að flugvélin hafi verið skotin niður fyrir slysni og að stjórnendur skriðdrekans hafi talið að um flutningavél úkraínska hersins hafi verið að ræða. Þeir höfðu skotið þannig flugvél niður þremur dögum áður. Aðskilnaðarsinnar stærðu sig af því að hafa skotið niður flugvél á samfélagsmiðlum en færslan var fljótt fjarlægð.Buk-loftvarnakerfið var svo flutt aftur til Rússlands degi seinna. Í fyrra var gefið út myndband á rússnesku þar sem fólk sem sá Buk-kerfið á ferðinni var beðið um að stíga fram. Myndir náðust af skriðdrekanum á palli vörubíls. Yfirvöld í Rússlandi hafa ávalt neitað ásökunum. Varnarmálaráðuneyti landsins birti í gær, tveimur dögum fyrir birtingu skýrslu rannsóknarnefndarinnar, nýjar gervihnattarmyndir og radargögn sem þeir segja að sanni að flugskeyti hafi ekki verið skotið á loft frá yfirráðasvæði aðskilnaðarsinna. Ráðuneytið segir að gögnin sanni að rannsóknarnefndin hafi ekki rétt fyrir sér. Rússar gefa í skyn að stjórnarherinn hafi skotið flugvélina niður. Rússar birtu hins vegar sambærileg gögn fjórum dögum eftir að flugvélin var skotin niður árið 2014. Þar héldu þeir fram að orrustuþota Úkraínuhers hefði skotið MH17 niður og birtu þeir gervihnattarmyndir sem áttu að sýna orrustuþotuna. Sú orrustuþota er nú horfin úr gögnum Rússa og flugleið MH17 er önnur en í fyrri gögnunum, þar sem farþegaflugvélin átti að hafa beygt af leið skömmu áður en hún var skotin niður. Rannsakendur Bellingcat komast að þeirri niðurstöðu að Rússar hafi nú óaðvitandi sannað að þeir hafi falsað gögn skömmu eftir að MH17 var skotin niður og reynt að nota þau til að koma sökinni á Úkraínuher.Myndband um niðurstöður rannsóknarnefdarinnar frá því í fyrra.
MH17 Mest lesið Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Innlent Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Erlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin Innlent Lengsti óróapúlsinn til þessa Innlent „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Skaut sig áður en bíllinn sprakk Erlent Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Innlent Fleiri fréttir Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Skaut sig áður en bíllinn sprakk Talinn hafa staðið einn að verki Hringir Satúrnusar hverfa á þessu ári Birtu óskýra mynd á netinu og leystu eitt elsta mannshvarfsmál Bretlands Varnarmálaráðherrann sem Netanjahú rak hættir á þingi Rannsaka hvort Tesla-sprengingin hafi verið hryðjuverk Fjöldamorðinginn í Svartfjallalandi svipti sig lífi Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Ellefu særðir eftir skotárás við skemmtistað í New York Tala látinna hækkar í fimmtán Einn lést er Tesla sprakk fyrir utan Trump-hótel Tvö börn meðal látinna eftir skotárás á veitingastað Tvær heimagerðar sprengjur fundust á svæðinu Árásarmaðurinn skotinn til bana Tíu látnir eftir að bíl var ekið á fólk í New Orleans Ungur maður lést í flugeldaslysi í Danmörku Íslenski fjárhundurinn viðurkenndur af Kennel samtökunum Fyrstu börn Beta-kynslóðarinnar fæðast á morgun Handtökuheimild á hendur forsetanum samþykkt Heiðrar lækna sína í miðri krabbameinsmeðferð Hóta Hútum sömu „aumu örlögum“ og Hamas og Hezbollah Trump kemur Johnson til bjargar Vöruðu við fuglum rétt fyrir slysið Skiptast á 300 föngum Fimm ákærðir í tengslum við andlát Liam Payne Farþegar heyrðu mikinn hvell við flugtak og vélinni nauðlent Tuga kílómetra slóð á hafsbotni hjá skemmda sæstrengnum Sjá meira