Handbolti

Oddur og félagar höfðu betur í Íslendingaslag

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Oddur skoraði þrjú mörk í Íslendingaslagnum.
Oddur skoraði þrjú mörk í Íslendingaslagnum. vísir/anton
Það fór fram Íslendingaslagur í þýsku B-deildinni í handbolta í kvöld þegar Aue og Emsdetten mættust.

Emsdetten var lengst af með undirtökin en Aue kom með sterkt áhlaup um miðjan seinni hálfleik þegar liðið breytti stöðunni úr 21-24 í 26-25.

Emsdetten svaraði hins vegar með 4-1 kafla og vann á endanum eins marks sigur, 29-30.

Oddur Gretarsson skoraði þrjú mörk fyrir Emsdetten en Sigtryggur Rúnarsson gerði eitt mark fyrir Aue. Árni Þór Sigtryggsson komst ekki á blað í liði Aue og Bjarki Már Gunnarsson lék ekki með liðinu í kvöld.

Emsdetten er í 12. sæti deildarinnar með fimm stig en Aue er aðeins með tvö stig í nítjánda og næstneðsta sætinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×