Þjálfari Finna: Ísland mun aldrei breyta leikstíl sínum sama hver mótherjinn er Tómas Þór Þórðarson skrifar 6. október 2016 11:45 Ef litið er á pappírinn fræga er ekki mikill munur á íslenska landsliðinu og því finnska sem strákarnir okkar mæta í undankeppni HM 2018 á Laugardalsvelli í kvöld. Finnarnir spila í stórum liðum í Póllandi og Þýskalandi en eru samt langt fyrir neðan Ísland á heimslistanum og taldir litla liðið fyrir leikinn á morgun. Aðspurður á blaðamannafundi hver væri munurinn á liðunum var Hans Backe, þjálfari FInna, fljótur að svara. „Agi og aftur agi. Þetta snýst allt um aga. Allir leikmennirnir hafa sæst á hvernig þeir þurfa að spila. Það kemur enginn Íslendingur í landsliðið og spilar eins og hann gerir fyrir félagsliðið sitt. Þeir ná að taka félagsliðakubbinn úr hausnum á sér og setja landsliðskubbinn í. Það er munurinn,“ sagði Backe. Backe var í stuði á fundinum í gær og greip fram í fyrir miðverðinum Paulus Arejuure þegar hann var að svara spurningu fréttamanns um hvort hann búist við einhverju óvæntu frá íslenska landsliðinu á morgun vegna meiðslavandræða. „Ísland mun aldrei breyta leikstíl sínum sama á móti hverjum það er að spila. Ísland spilaði alla leikina á EM með sama byrjunarlið. Það verður einhver að meiðast ef byrjunarliðið á að breytast,“ sagði Backe. Eitt er þó klárt. Kolbeinn Sigþórsson er meiddur og verður ekki með. Því fagnar fyrirliði og varnarmaður Finna, Niklas Moisander, sem spilaði lengi með Kolbeini og þekkir hans styrkleika. „Ég þekki hann mjög vel. Við erum góðir vinir og spiluðum saman hjá AZ og Ajax. Það er leiðinlegt að hann sé meiddur því hann er góður leikmaður og góður vinir en hvað varðar leikinn þá er ég ánægður því hann er sterkur og góður í loftinu. Hann er líka bara góður framherji,“ sagði Niklas Moisander. Fréttina í heild má sjá í spilaranum hér að ofan. HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Finnar fengu sinn Lars frá Lars Hans Backe, landsliðsþjálfari Finnlands, tók við starfinu eftir að Lars Lagerbäck sagði honum að gera það. Backe og Lars eru góðir vinir með svipaðar pælingar tengdar fótbolta. 6. október 2016 06:00 Heimir: Vanvirðing að tala um skyldusigur Strákarnir okkar setja stefnuna á sex stig í næstu tveimur leikjum en vita að þetta verður erfitt. 5. október 2016 14:01 Þetta er besti völlurinn Aron Elís Þrándarson verður á gamla heimavellinum í dag þegar íslensku strákarnir í 21 árs liðinu mæta Skotum. Liðið er tveimur sigurleikjum frá því að tryggja sér sæti í úrslitakeppni EM næsta sumar. 5. október 2016 06:00 Heimir svarar fyrir gagnrýni að velja Björn í hópinn: „Skil ekki ef þetta eru röng skilaboð“ Björn Bergmann Sigurðarson vildi ekki spila fyrir íslenska landsliðið í mörg ár en er nú kominn í hópinn. 5. október 2016 13:38 Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Körfubolti Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Enski boltinn Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Körfubolti „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ Körfubolti Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Handbolti Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Handbolti Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Fleiri fréttir Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja UEFA viðurkennir mistök í myndbandsdómgælu í Þjóðadeildinni Systur sömdu á sama tíma Amanda lagði upp mark í Meistaradeildinni Svíar tapa á því að Rúmenum var dæmdur sigur á móti Kósóvó Sjá meira
Ef litið er á pappírinn fræga er ekki mikill munur á íslenska landsliðinu og því finnska sem strákarnir okkar mæta í undankeppni HM 2018 á Laugardalsvelli í kvöld. Finnarnir spila í stórum liðum í Póllandi og Þýskalandi en eru samt langt fyrir neðan Ísland á heimslistanum og taldir litla liðið fyrir leikinn á morgun. Aðspurður á blaðamannafundi hver væri munurinn á liðunum var Hans Backe, þjálfari FInna, fljótur að svara. „Agi og aftur agi. Þetta snýst allt um aga. Allir leikmennirnir hafa sæst á hvernig þeir þurfa að spila. Það kemur enginn Íslendingur í landsliðið og spilar eins og hann gerir fyrir félagsliðið sitt. Þeir ná að taka félagsliðakubbinn úr hausnum á sér og setja landsliðskubbinn í. Það er munurinn,“ sagði Backe. Backe var í stuði á fundinum í gær og greip fram í fyrir miðverðinum Paulus Arejuure þegar hann var að svara spurningu fréttamanns um hvort hann búist við einhverju óvæntu frá íslenska landsliðinu á morgun vegna meiðslavandræða. „Ísland mun aldrei breyta leikstíl sínum sama á móti hverjum það er að spila. Ísland spilaði alla leikina á EM með sama byrjunarlið. Það verður einhver að meiðast ef byrjunarliðið á að breytast,“ sagði Backe. Eitt er þó klárt. Kolbeinn Sigþórsson er meiddur og verður ekki með. Því fagnar fyrirliði og varnarmaður Finna, Niklas Moisander, sem spilaði lengi með Kolbeini og þekkir hans styrkleika. „Ég þekki hann mjög vel. Við erum góðir vinir og spiluðum saman hjá AZ og Ajax. Það er leiðinlegt að hann sé meiddur því hann er góður leikmaður og góður vinir en hvað varðar leikinn þá er ég ánægður því hann er sterkur og góður í loftinu. Hann er líka bara góður framherji,“ sagði Niklas Moisander. Fréttina í heild má sjá í spilaranum hér að ofan.
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Finnar fengu sinn Lars frá Lars Hans Backe, landsliðsþjálfari Finnlands, tók við starfinu eftir að Lars Lagerbäck sagði honum að gera það. Backe og Lars eru góðir vinir með svipaðar pælingar tengdar fótbolta. 6. október 2016 06:00 Heimir: Vanvirðing að tala um skyldusigur Strákarnir okkar setja stefnuna á sex stig í næstu tveimur leikjum en vita að þetta verður erfitt. 5. október 2016 14:01 Þetta er besti völlurinn Aron Elís Þrándarson verður á gamla heimavellinum í dag þegar íslensku strákarnir í 21 árs liðinu mæta Skotum. Liðið er tveimur sigurleikjum frá því að tryggja sér sæti í úrslitakeppni EM næsta sumar. 5. október 2016 06:00 Heimir svarar fyrir gagnrýni að velja Björn í hópinn: „Skil ekki ef þetta eru röng skilaboð“ Björn Bergmann Sigurðarson vildi ekki spila fyrir íslenska landsliðið í mörg ár en er nú kominn í hópinn. 5. október 2016 13:38 Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Körfubolti Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Enski boltinn Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Körfubolti „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ Körfubolti Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Handbolti Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Handbolti Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Fleiri fréttir Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja UEFA viðurkennir mistök í myndbandsdómgælu í Þjóðadeildinni Systur sömdu á sama tíma Amanda lagði upp mark í Meistaradeildinni Svíar tapa á því að Rúmenum var dæmdur sigur á móti Kósóvó Sjá meira
Finnar fengu sinn Lars frá Lars Hans Backe, landsliðsþjálfari Finnlands, tók við starfinu eftir að Lars Lagerbäck sagði honum að gera það. Backe og Lars eru góðir vinir með svipaðar pælingar tengdar fótbolta. 6. október 2016 06:00
Heimir: Vanvirðing að tala um skyldusigur Strákarnir okkar setja stefnuna á sex stig í næstu tveimur leikjum en vita að þetta verður erfitt. 5. október 2016 14:01
Þetta er besti völlurinn Aron Elís Þrándarson verður á gamla heimavellinum í dag þegar íslensku strákarnir í 21 árs liðinu mæta Skotum. Liðið er tveimur sigurleikjum frá því að tryggja sér sæti í úrslitakeppni EM næsta sumar. 5. október 2016 06:00
Heimir svarar fyrir gagnrýni að velja Björn í hópinn: „Skil ekki ef þetta eru röng skilaboð“ Björn Bergmann Sigurðarson vildi ekki spila fyrir íslenska landsliðið í mörg ár en er nú kominn í hópinn. 5. október 2016 13:38
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti