Enski boltinn

Guardiola: Tottenham betra liðið í dag

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Guardiola reynir að gefa Aguero skipanir á hliðarlínunni fyrr í dag.
Guardiola reynir að gefa Aguero skipanir á hliðarlínunni fyrr í dag. Vísir/getty
Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchester City, var hreinskilinn er hann var aðspurður út í hvað hefði farið úrskeiðis í  0-2 tapi gegn Tottenham í ensku úrvalsdeildinni í dag en þetta var fyrsta tap liðsins undir stjórn Guardiola.

„Þeir voru einfaldlega betra liðið í dag, við lékum illa og ég óska Tottenham til hamingju með sigurinn. Við spiluðum betur seinustu fimmtán mínúturnar en það er alltaf erfitt að vinna upp forskot eftir að hafa lent undir.“

Sjá einnig:Tottenham fyrsta liðið sem sigrar City undir stjórn Guardiola

Guardiola var lítið að stressa sig á fyrsta tapinu sem þjálfari liðsins.

„Að tapa leikjum er hluti starfsins, ég vissi að þetta myndi koma einn daginn. Annað hefði verið óraunverulegt en við þurfum að nýta okkur þetta til að bæta leik okkar. Við höfum byrjað tímabilið vel en við getum spilað betur,“ sagði Guardiola sem hrósaði Tottenham.

„Við vissum að þetta yrði erfiður leikur, Tottenham er búið að vera með afar sterkt lið undanfarin ár og það er alltaf erfitt að koma hingað. Við áttum, ólíkt þeim, í erfiðleikum með að skapa okkur færi og þeir voru alltaf tilbúnir að ná seinni boltanum sem gerði okkur erfitt fyrir að reyna að stjórna leiknum.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×