Sérfræðingar spá í spilin í Kosningaspjalli Vísis

Þátturinn hefst klukkan 13:30 og verður í beinni útsendingu á Facebook-síðu Vísis sem og á vefnum. Áhorfendum Vísis gefst tækifæri á að taka þátt í umræðunum með því að setja inn athugasemdir við beinu útsendinguna á Facebook.
Kosningaspjall Vísis verður í beinni útsendingu virka daga fram að kosningum. Dregið var um í hvaða röð fulltrúar flokkanna koma í þáttinn en á morgun mætir Óttarr Proppé formaður Bjartrar framtíðar.
Dagskrána fram að kosningum má sjá hér að neðan:
19. október: Björt framtíð
20. október: Viðreisn
21. október: Flokkur fólksins
24. október: Húmanistar
25. október: Framsóknarflokkurinn
26. október: Sjálfstæðisflokkurinn
Tengdar fréttir

Kosningaspjall Vísis: Telur það ekki mistök að hafa farið í olíuleit á sínum tíma
Rósa Björk Brynjólfsdóttir oddviti Vinstri grænna í Suðvesturkjördæmi telur að það hafi ekki verið mistök hjá Steingrími J. Sigfússyni þáverandi atvinnuvegaráðherra og flokksbróður sínum að úthluta fyrstu sérleyfunum til olíuleitar á Drekasvæðinu þó að flokkurinn sé í dag andsnúinn olíuleit. Þetta kom fram í Kosningaspjalli Vísis í dag.

Kosningaspjall Vísis: „Við erum með bestu stefnu í heimi“
Oddný Harðardóttir formaður Samfylkingar segist ekki trúa því að stefnumál flokksins séu ástæða lítils fylgis sem hann mælist nú með í skoðanakönnunum því stefna flokksins sé sú besta í heimi. Hún hefur þó ekki skýringar á hinu litlu fylgi en þetta kom fram í viðtali við Oddnýju í Kosningaspjalli Vísis í dag.

Kosningaspjall Vísis: „Verðtryggingin er ekkert nema svikamylla“
Dögun vill afnema verðtryggingu og setja þak á vexti. Ragnar Þór Ingólfsson oddviti flokksins í Suðvesturkjördæmi segir þetta algjörlega raunhæft en hann var gestur í Kosningaspjalli Vísis í dag.