Stjórnarflokkunum ekki boðið: „Furðulegt að ætla að tækla spillingu með flokkum sem hafa verið kenndir við spillingarmál“ Stefán Ó. Jónsson og Tryggvi Páll Tryggvason skrifa 16. október 2016 11:45 Sjálfstæðisflokknum og Framsóknarflokknum er ekki boðið með í þær viðræður sem Píratar ætla sér að fara í við fjóra flokka áður en gengið verður til kosninga 29. október.Píratar komu með óvænt útspil fyrr í dag þegar þeir kynntu áætlanir sínar um að hefja viðræður við Bjartrar framtíðar, Viðreisnar, Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs og Samfylkinginnar um mögulegt samstarf að loknum kosningum. Birgitta Jónsdóttir, einn umboðsmanna Pírata vegna stjórnarmyndunarviðræðna, var í viðtali á Sprengisandi á Bylgjunni sem hlusta má á hér fyrir ofan. Hún var þar spurð hvers vegna Framsókn og Sjálfstæðisflokki væri ekki boðið til viðræðna. Sagði Birgitta að það væri ótækt, í ljósi þess að eitt af þeim fimm meginatriðum sem Píratar stefni að eftir kosningar sé að tækla spillingu í samfélaginu. „Þar sem við erum að ganga til kosninga vegna spillingu væri furðulegt að ætla að tækla spillingu með flokkum sem hafa verið kenndir við spillingarmál í gegnum tíðina. Það eru hvorki meira né minna en fimm ráðherrar á þessu kjörtímabili sem hafa lent í vandræðum vegna spillingarmála,“ segir Birgitta. Birgitta segir þó að vilji forsvarsmenn stjórnarflokkanna vera með í viðræðunum sé sjálfsagt að ræða það við þá en áherslumál Pírata verði í forgrunni. Um ástæður þess að ákveðið var að fara þessa leið, að kanna stjórnarsamstarf áður en gengið verður til kosninga, sem hingað til hefur ekki tíðkast hér á landi, sagði Birgitta að Píratar vildu að almenningur hefði hugmynd að hverju hann gengi fyrir kosningar. „Öllu er lofað fyrir kosningar en svo eftir kosningarnar eru gerðar svo miklar málamiðlanir að þeir sem kusu annan flokkinn upplifa sig svikna. Við viljum fyrirbyggja slíkt," segir Birgitta. „Við viljum að almenningur viti hverju hann er að ganga að eftir kosningar." Kosningar 2016 Tengdar fréttir Píratar boða fjóra flokka til viðræðna um samstarf Píratar hafa sent forsvarsmönnum Bjartrar framtíðar, Viðreisnar, Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs og Samfylkinginnar bréf þar sem Píratar lýsa sig reiðubúna til þess að hefja formlegar stjórnarmyndunarviðræður fyrir komandi alþingiskosningar. 16. október 2016 11:19 Mest lesið Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Innlent Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Innlent Gulli hafi loksins unnið formannsslag Innlent Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Innlent Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Þak flettist af húsi í Sandgerði Bátur kastaðist upp á bryggju í hamfaraveðri í Sandgerði Sjór, grjót og þari ganga yfir veginn um Kjalarnes Stór alda skall á óheppinn myndatökumann Gjöf Gorbatsjovs til Davíðs Oddssonar seld á eina og hálfa milljón „Algjör gjörbreyting á alþjóðakerfinu“ Ný og glæsileg lögreglustöð í Vík í Mýrdal Naumur sigur formanns, fundur Evópuleiðtoga og saursýni í kvöldfréttum Sjá meira
Sjálfstæðisflokknum og Framsóknarflokknum er ekki boðið með í þær viðræður sem Píratar ætla sér að fara í við fjóra flokka áður en gengið verður til kosninga 29. október.Píratar komu með óvænt útspil fyrr í dag þegar þeir kynntu áætlanir sínar um að hefja viðræður við Bjartrar framtíðar, Viðreisnar, Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs og Samfylkinginnar um mögulegt samstarf að loknum kosningum. Birgitta Jónsdóttir, einn umboðsmanna Pírata vegna stjórnarmyndunarviðræðna, var í viðtali á Sprengisandi á Bylgjunni sem hlusta má á hér fyrir ofan. Hún var þar spurð hvers vegna Framsókn og Sjálfstæðisflokki væri ekki boðið til viðræðna. Sagði Birgitta að það væri ótækt, í ljósi þess að eitt af þeim fimm meginatriðum sem Píratar stefni að eftir kosningar sé að tækla spillingu í samfélaginu. „Þar sem við erum að ganga til kosninga vegna spillingu væri furðulegt að ætla að tækla spillingu með flokkum sem hafa verið kenndir við spillingarmál í gegnum tíðina. Það eru hvorki meira né minna en fimm ráðherrar á þessu kjörtímabili sem hafa lent í vandræðum vegna spillingarmála,“ segir Birgitta. Birgitta segir þó að vilji forsvarsmenn stjórnarflokkanna vera með í viðræðunum sé sjálfsagt að ræða það við þá en áherslumál Pírata verði í forgrunni. Um ástæður þess að ákveðið var að fara þessa leið, að kanna stjórnarsamstarf áður en gengið verður til kosninga, sem hingað til hefur ekki tíðkast hér á landi, sagði Birgitta að Píratar vildu að almenningur hefði hugmynd að hverju hann gengi fyrir kosningar. „Öllu er lofað fyrir kosningar en svo eftir kosningarnar eru gerðar svo miklar málamiðlanir að þeir sem kusu annan flokkinn upplifa sig svikna. Við viljum fyrirbyggja slíkt," segir Birgitta. „Við viljum að almenningur viti hverju hann er að ganga að eftir kosningar."
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Píratar boða fjóra flokka til viðræðna um samstarf Píratar hafa sent forsvarsmönnum Bjartrar framtíðar, Viðreisnar, Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs og Samfylkinginnar bréf þar sem Píratar lýsa sig reiðubúna til þess að hefja formlegar stjórnarmyndunarviðræður fyrir komandi alþingiskosningar. 16. október 2016 11:19 Mest lesið Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Innlent Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Innlent Gulli hafi loksins unnið formannsslag Innlent Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Innlent Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Þak flettist af húsi í Sandgerði Bátur kastaðist upp á bryggju í hamfaraveðri í Sandgerði Sjór, grjót og þari ganga yfir veginn um Kjalarnes Stór alda skall á óheppinn myndatökumann Gjöf Gorbatsjovs til Davíðs Oddssonar seld á eina og hálfa milljón „Algjör gjörbreyting á alþjóðakerfinu“ Ný og glæsileg lögreglustöð í Vík í Mýrdal Naumur sigur formanns, fundur Evópuleiðtoga og saursýni í kvöldfréttum Sjá meira
Píratar boða fjóra flokka til viðræðna um samstarf Píratar hafa sent forsvarsmönnum Bjartrar framtíðar, Viðreisnar, Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs og Samfylkinginnar bréf þar sem Píratar lýsa sig reiðubúna til þess að hefja formlegar stjórnarmyndunarviðræður fyrir komandi alþingiskosningar. 16. október 2016 11:19