Innlent

Ísland virðir dóm EFTA að vettugi

Sveinn Arnarsson skrifar
Markmið íslenskra stjórnvalda var að verða ekki dregið fyrir EFTA dómstólinn vegna innleiðingarhalla tilskipana
Markmið íslenskra stjórnvalda var að verða ekki dregið fyrir EFTA dómstólinn vegna innleiðingarhalla tilskipana
Ísland hefur virt dóm EFTA dómstólsins frá því í desember að vettugi um innleiðingu tilskipunar um sjóflutninga og gæti verið dregið fyrir dóm í annað sinn vegna sömu tilskipunar.

Tilskipuninni er ætlað að greiða fyrir sjóflutningum með því að einfalda og samræma form við skýrslugjöf skipafélaga.

Íslandi bar að innleiða tilskipunina í maí árið 2014 eða fyrir tveimur og hálfu ári. Stjórnvöld boðuðu fyrr á kjörtímabilinu að gangskör yrði gerð í því að hraða innleiðingu EES tilskipana.

Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu




Fleiri fréttir

Sjá meira


×