Vill vita hversu mikið Aron og „útlendingarnir“ elska Bandaríkin Tómas Þór Þórðarson skrifar 12. október 2016 09:45 Clint Dempsey er frá Texas en Aron úr Grafarvogi en báðir spila fyrir Bandaríkin. vísir/getty Abby Wambach, fyrrverandi framherji bandaríska kvennalandsliðsins í fótbolta, efast um ást „útlendinganna“ í karlalandsliðinu á Bandaríkjunum. Þetta kemur fram í viðtali við hana í New York Times. Wambach er langt frá því hrifin af stefnu Jürgens Klinsmanns, þjálfara karlaliðsins, að sækja leikmenn í bandaríska liðið sem eru ekki frá Bandaríkjunum en hafa tengingu við Bandaríkin. Klinsmann hefur sótt nokkra Þjóðverja, Norðmanninn Mix Diskerud og auðvitað Íslendinginn Aron Jóhannsson sem bjó í Alabama þar til hann var þriggja ára gamall. Það er í raun eina tenging Arons við Bandaríkin en hann á að baki 19 landsleiki og spilaði á HM 2014 fyrir liðið.Sjá einnig:Wambach viðurkennir að hafa verið háð áfengi og lyfseðilsskyldum lyfjum Wambach, sem kvaddi bandaríska liðið fyrr á þessu ári eftir 255 leiki og 184 mörk, hefur áður talað opinskátt um andúð sína á Klinsmann en hún sagði í viðtali við ESPN á síðasta ári að hún vill láta reka þjóðverjann. „Ég myndi reka Jürgen [Klinsmann]. Ég tel að þessi tilraun með hann sem landsliðsþjálfara hafi ekki gengið upp. Hann hefur ekki einbeitt nægilega vel að uppbyggingu yngri leikmanna. Þó að hann segi það þá hefur hann ekki gert það að mínu mati," sagði Wambach og bætti við: „Það að hann hafi komið inn með fullt af erlendum leikmönnum inn í liðið er eitthvað sem ég mun aldrei trúa á. Í mínu hjarta trúi ég ekki á slík vinnubrögð.“Abby Wambach vill helst að Bandaríkjamenn spili fyrir Bandaríkin.vísir/gettyNógu mikil ást? Í viðtalinu í New York Times beinir Wambach spjótum sínum frekar að leikmönnunum sjálfum. Hún segist ekki sammála því sem Klinsmann hefur gert en það sé hennar skoðun og hún hafi rétt á henni. „Mér finnst það svolítið skrítið að strákar sem hafa aldrei búið í Bandaríkjunum spili fyrir Bandaríkin því þeir náðu að redda sér vegabréfi. Fyrir mér lítur þetta út eins og þeir voru ekki nógu góðir til að spila fyrir sín landslið og koma því hingað,“ segir Wambach sem efast um hvort þeir hafi metnaðinn til að standa sig vel fyrir þjóð sem þeir eru ekki frá. „Hafa þeir þetta drápseðli sem þarf til? Ég veit það ekki. Ég væri til í að setjast niður með Mix Diskerud og sumum af þessum strákum og ræða þetta við þá.“ „Ég væri til í að skilja hversu mikið þeir elska landið sitt. Ég trúi að hægt sé að elska tvö lönd en ég væri til í að heyra það frá þeim og ég held að fleiri væru til í að heyra það.“ „Ef á endanum þetta er heimskuleg skoðun mun ég rétta upp hönd og viðurkenna mistök mín en ég vil eiga þessar samræður,“ segir Abby Wambach. Fótbolti Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Fótbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Fótbolti Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Fótbolti Spilaði leik með sirloin steik í skónum Enski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ Fótbolti Tilþrif ársins í NFL-deildinni: „Þetta er fáranlegt“ Sport Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Enski boltinn Fleiri fréttir Strembin verkefni hjá Glódísi og Sveindísi Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Spilaði leik með sirloin steik í skónum Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Einar heim í Hafnarfjörðinn Svona var blaðamannafundur KSÍ Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Tvíburar mætast í enska bikarnum: „Þetta verður mjög skrýtið“ Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Ramos spilar í Mexíkó en af hverju í treyju númer 93? Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Markaveisla hjá Barcelona í bikarnum Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Orri Steinn og félagar i undanúrslit spænska bikarsins Albert fékk ekki að spila í leiknum sem byrjaði í desember en lauk í febrúar Hætta við leikinn í miðnætursólinni Framarar lausir við Frambanann Sjáðu mörkin sem skutu Newcastle á Wembley Cousins búin að semja við Þrótt FH hreppir Rosenörn og Kötlu Newcastle gerði grín að afsökun Arteta Martröð fyrir Man. Utd og Slátrarann Greindi frá válegum tíðindum Newcastle lét draum Víkings rætast U21-strákarnir í riðli með Frökkum Farinn að sakna landsliðsins eftir nokkurra ára fjarveru Sjá meira
Abby Wambach, fyrrverandi framherji bandaríska kvennalandsliðsins í fótbolta, efast um ást „útlendinganna“ í karlalandsliðinu á Bandaríkjunum. Þetta kemur fram í viðtali við hana í New York Times. Wambach er langt frá því hrifin af stefnu Jürgens Klinsmanns, þjálfara karlaliðsins, að sækja leikmenn í bandaríska liðið sem eru ekki frá Bandaríkjunum en hafa tengingu við Bandaríkin. Klinsmann hefur sótt nokkra Þjóðverja, Norðmanninn Mix Diskerud og auðvitað Íslendinginn Aron Jóhannsson sem bjó í Alabama þar til hann var þriggja ára gamall. Það er í raun eina tenging Arons við Bandaríkin en hann á að baki 19 landsleiki og spilaði á HM 2014 fyrir liðið.Sjá einnig:Wambach viðurkennir að hafa verið háð áfengi og lyfseðilsskyldum lyfjum Wambach, sem kvaddi bandaríska liðið fyrr á þessu ári eftir 255 leiki og 184 mörk, hefur áður talað opinskátt um andúð sína á Klinsmann en hún sagði í viðtali við ESPN á síðasta ári að hún vill láta reka þjóðverjann. „Ég myndi reka Jürgen [Klinsmann]. Ég tel að þessi tilraun með hann sem landsliðsþjálfara hafi ekki gengið upp. Hann hefur ekki einbeitt nægilega vel að uppbyggingu yngri leikmanna. Þó að hann segi það þá hefur hann ekki gert það að mínu mati," sagði Wambach og bætti við: „Það að hann hafi komið inn með fullt af erlendum leikmönnum inn í liðið er eitthvað sem ég mun aldrei trúa á. Í mínu hjarta trúi ég ekki á slík vinnubrögð.“Abby Wambach vill helst að Bandaríkjamenn spili fyrir Bandaríkin.vísir/gettyNógu mikil ást? Í viðtalinu í New York Times beinir Wambach spjótum sínum frekar að leikmönnunum sjálfum. Hún segist ekki sammála því sem Klinsmann hefur gert en það sé hennar skoðun og hún hafi rétt á henni. „Mér finnst það svolítið skrítið að strákar sem hafa aldrei búið í Bandaríkjunum spili fyrir Bandaríkin því þeir náðu að redda sér vegabréfi. Fyrir mér lítur þetta út eins og þeir voru ekki nógu góðir til að spila fyrir sín landslið og koma því hingað,“ segir Wambach sem efast um hvort þeir hafi metnaðinn til að standa sig vel fyrir þjóð sem þeir eru ekki frá. „Hafa þeir þetta drápseðli sem þarf til? Ég veit það ekki. Ég væri til í að setjast niður með Mix Diskerud og sumum af þessum strákum og ræða þetta við þá.“ „Ég væri til í að skilja hversu mikið þeir elska landið sitt. Ég trúi að hægt sé að elska tvö lönd en ég væri til í að heyra það frá þeim og ég held að fleiri væru til í að heyra það.“ „Ef á endanum þetta er heimskuleg skoðun mun ég rétta upp hönd og viðurkenna mistök mín en ég vil eiga þessar samræður,“ segir Abby Wambach.
Fótbolti Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Fótbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Fótbolti Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Fótbolti Spilaði leik með sirloin steik í skónum Enski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ Fótbolti Tilþrif ársins í NFL-deildinni: „Þetta er fáranlegt“ Sport Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Enski boltinn Fleiri fréttir Strembin verkefni hjá Glódísi og Sveindísi Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Spilaði leik með sirloin steik í skónum Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Einar heim í Hafnarfjörðinn Svona var blaðamannafundur KSÍ Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Tvíburar mætast í enska bikarnum: „Þetta verður mjög skrýtið“ Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Ramos spilar í Mexíkó en af hverju í treyju númer 93? Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Markaveisla hjá Barcelona í bikarnum Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Orri Steinn og félagar i undanúrslit spænska bikarsins Albert fékk ekki að spila í leiknum sem byrjaði í desember en lauk í febrúar Hætta við leikinn í miðnætursólinni Framarar lausir við Frambanann Sjáðu mörkin sem skutu Newcastle á Wembley Cousins búin að semja við Þrótt FH hreppir Rosenörn og Kötlu Newcastle gerði grín að afsökun Arteta Martröð fyrir Man. Utd og Slátrarann Greindi frá válegum tíðindum Newcastle lét draum Víkings rætast U21-strákarnir í riðli með Frökkum Farinn að sakna landsliðsins eftir nokkurra ára fjarveru Sjá meira