Innlent

Vilja ekki að skurður sé fylltur

Garðar Örn Úlfarsson skrifar
Á Álftanesi.
Á Álftanesi. vísir/stefán
Eigendur Akrakots á Álftanesi mótmæla fyllingu skurðar á mörkum jarðarinnar. Sú framkvæmd er hluti af endurheimt votlendis Kasthúsatjarnar að því er segir í bréfi landeigendanna til Garðabæjar.

„Samkvæmt uppdrætti Landgræðslunnar á að fylla alla skurði í landi bæjarfélagsins, sem tilheyrðu Landakoti. Einnig er fyrirhuguð fylling í landamerkjaskurð Landakots og Akrakots,“ segir í bréfi landeigendanna. „Það kom landeigendum Akrakots í opna skjöldu þegar í ljós kom að votlendisvinna og undirbúningur hafi farið fram með þeim hætti að land okkar kæmi þar ekki inn. Við eigum stóran hlut í tjörninni. Við mótmælum framkvæmdum á landamerkjaskurði og óskum eindregið eftir því að við okkur verði rætt,“ skrifa Akrakotsmenn.

Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu




Fleiri fréttir

Sjá meira


×