Katrín segir enga málefnalega samleið milli VG og ríkisstjórnarflokkanna Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 28. október 2016 21:45 Það virðast liltar líkur á að vinstristjórn gangi upp en Katrín segir samstarf VG og Sjálfstæðisflokks ekki líklegt. Vísir/Anton Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, segir enga málefnalega samleið milli síns flokks og þeirra flokka sem nú sitja í ríkisstjórn, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks. Katrín var spurð í leiðtogaumræðum á RÚV hvort möguleiki væri í hennar huga að efna til samstarfs með þeim flokkum, fari kosningarnar svo að ekki gangi saman á vinstrivængnum. „Núverandi stjórnarflokkar hafa rekið mjög harða hægristefnu, allt frá því að þeir tóku við. Það hafa verið lækkaðar álögur á efnamesta fólkið í samfélaginu. Hér var sagt áðan að leiðréttingin hefði skilað sér til tekjulágra hópa. Samkvæmt skýrslu sem fjármálráðherra lagði sjálfur fram skilaði hún sér einmitt til tekjuhærri hópa og eignameiri hópa. Á sama tíma hefur ekki verið unnið í því að byggja upp innviðina,“ sagði Katrín Margir hafa velt því upp síðustu daga hvort að möguleiki sé á samstarfi milli Vinstri grænna og Sjálfstæðisflokksins. Meðal annars var því haldið fram að Steingrímur J. Sigfússon, fyrrum formaður Vinstri grænna, hefði haldið slíku fram á fundi í Grímsey. Steingrímur þvertók þó fyrir það. Þá hafa Píratar, Vinstri Græn, Samfylking og Björt framtíð lýst yfir vilja til samstarfs að loknum kosningum, en allt útlit er fyrir að þeir flokkar nái ekki þingmeirihluta.Engin málefnaleg samleið„Ég segi það, það hlýtur hver maður að sjá að málefnaleg samleið með okkur í VG, sem viljum hafa réttlátt skattkerfi, þar sem þeir sem eiga mestan auð og mest fjármagn eru skattlagðir hlutfallslega meira en lágtekjufólkið og millitekjufólkið sem heldur hér uppi þessu landi. Það er afar ólíklegt í mínum huga og ég hef ekki séð neina málefnalega samleið með þessu. Við erum að tala fyrir skýrum breytingum, við erum að tala fyrir auknum jöfnuði og jöfnum tækifærum,“ sagði Katrín jafnframt á RÚV í kvöld Þóra Arnórsdóttir, einn umsjónarmaður þáttarins, ynnti þá Katrínu eftir skýru svari. „Þetta var algjörlega skýrt svar. Það er engin málefnaleg samleið á milli. Við í VG erum ekki að fara í ríkisstjórn til þess að hafa engin áhrif.“ Vinstri græn mælast með í kringum 17 prósent í öllum nýjustu könnunum. Kosningar 2016 Tengdar fréttir Steingrímur J.: Alger þvættingur að fyrir liggi samkomulag VG og Sjálfstæðisflokks Steingrímur J. furðar sig á því að Benedikt hlaupi á eftir ómarktækum heimildum. 20. október 2016 22:27 Vinstristjórnin virðist ekki í kortunum Komandi stjórnarmyndunarviðræður gætu orðið þær flóknustu í lýðveldissögunni. Könnun fréttastofu 365 bendir til þess að þeir fjórir flokkar sem lýstu yfir vilja til samstarfs í gær verði að taka annan flokk til viðbótar með í 28. október 2016 07:00 Stjórn VG og Sjálfstæðisflokks í deiglunni Benedikt Jóhannesson segir Steingrím J. Sigfússon hafa haldið þessu fram í Grímsey. 20. október 2016 21:38 Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Fleiri fréttir Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, segir enga málefnalega samleið milli síns flokks og þeirra flokka sem nú sitja í ríkisstjórn, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks. Katrín var spurð í leiðtogaumræðum á RÚV hvort möguleiki væri í hennar huga að efna til samstarfs með þeim flokkum, fari kosningarnar svo að ekki gangi saman á vinstrivængnum. „Núverandi stjórnarflokkar hafa rekið mjög harða hægristefnu, allt frá því að þeir tóku við. Það hafa verið lækkaðar álögur á efnamesta fólkið í samfélaginu. Hér var sagt áðan að leiðréttingin hefði skilað sér til tekjulágra hópa. Samkvæmt skýrslu sem fjármálráðherra lagði sjálfur fram skilaði hún sér einmitt til tekjuhærri hópa og eignameiri hópa. Á sama tíma hefur ekki verið unnið í því að byggja upp innviðina,“ sagði Katrín Margir hafa velt því upp síðustu daga hvort að möguleiki sé á samstarfi milli Vinstri grænna og Sjálfstæðisflokksins. Meðal annars var því haldið fram að Steingrímur J. Sigfússon, fyrrum formaður Vinstri grænna, hefði haldið slíku fram á fundi í Grímsey. Steingrímur þvertók þó fyrir það. Þá hafa Píratar, Vinstri Græn, Samfylking og Björt framtíð lýst yfir vilja til samstarfs að loknum kosningum, en allt útlit er fyrir að þeir flokkar nái ekki þingmeirihluta.Engin málefnaleg samleið„Ég segi það, það hlýtur hver maður að sjá að málefnaleg samleið með okkur í VG, sem viljum hafa réttlátt skattkerfi, þar sem þeir sem eiga mestan auð og mest fjármagn eru skattlagðir hlutfallslega meira en lágtekjufólkið og millitekjufólkið sem heldur hér uppi þessu landi. Það er afar ólíklegt í mínum huga og ég hef ekki séð neina málefnalega samleið með þessu. Við erum að tala fyrir skýrum breytingum, við erum að tala fyrir auknum jöfnuði og jöfnum tækifærum,“ sagði Katrín jafnframt á RÚV í kvöld Þóra Arnórsdóttir, einn umsjónarmaður þáttarins, ynnti þá Katrínu eftir skýru svari. „Þetta var algjörlega skýrt svar. Það er engin málefnaleg samleið á milli. Við í VG erum ekki að fara í ríkisstjórn til þess að hafa engin áhrif.“ Vinstri græn mælast með í kringum 17 prósent í öllum nýjustu könnunum.
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Steingrímur J.: Alger þvættingur að fyrir liggi samkomulag VG og Sjálfstæðisflokks Steingrímur J. furðar sig á því að Benedikt hlaupi á eftir ómarktækum heimildum. 20. október 2016 22:27 Vinstristjórnin virðist ekki í kortunum Komandi stjórnarmyndunarviðræður gætu orðið þær flóknustu í lýðveldissögunni. Könnun fréttastofu 365 bendir til þess að þeir fjórir flokkar sem lýstu yfir vilja til samstarfs í gær verði að taka annan flokk til viðbótar með í 28. október 2016 07:00 Stjórn VG og Sjálfstæðisflokks í deiglunni Benedikt Jóhannesson segir Steingrím J. Sigfússon hafa haldið þessu fram í Grímsey. 20. október 2016 21:38 Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Fleiri fréttir Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Sjá meira
Steingrímur J.: Alger þvættingur að fyrir liggi samkomulag VG og Sjálfstæðisflokks Steingrímur J. furðar sig á því að Benedikt hlaupi á eftir ómarktækum heimildum. 20. október 2016 22:27
Vinstristjórnin virðist ekki í kortunum Komandi stjórnarmyndunarviðræður gætu orðið þær flóknustu í lýðveldissögunni. Könnun fréttastofu 365 bendir til þess að þeir fjórir flokkar sem lýstu yfir vilja til samstarfs í gær verði að taka annan flokk til viðbótar með í 28. október 2016 07:00
Stjórn VG og Sjálfstæðisflokks í deiglunni Benedikt Jóhannesson segir Steingrím J. Sigfússon hafa haldið þessu fram í Grímsey. 20. október 2016 21:38