Bregðast við árásum frá nettengdum heimilistækjum Samúel Karl Ólason skrifar 25. október 2016 16:30 Vírusinn sem notaður var til árásarinnar á föstudaginn hefur verið gerður opinber. Vísir/Getty Yfirvöld í Bandaríkjunum vinna að leiðum til að koma í veg fyrir árásir eins og þá sem átti sér stað á föstudaginn. Þar beittu tölvuþrjótar rúmlega milljón heimilistækjum, vefmyndavélum og jafnvel leikföngum til að brjóta sér leið inn að grunnstoðum internetsins. Twitter, Spotify, Netflix, Reddit og tugir annarra vefsvæða urðu fyrir truflunum og fóru jafnvel niður um tíma.Reuters segir frá því að í Bandaríkjunum séu sérfræðingar nú að vinna að því hvernig tryggja megi öryggi þessarra tækja. Sérfræðingar segja þó að ómögulegt verði að laga meirihluta þessarra tækja og að ástandið muni versna áður en það verður betra. Vírusinn sem notaður var til árásarinnar heitir Mirai og var hann nýverið gerður opinber á netinu. Með honum er hægt að ná tökum á áðurnefndum tækjum. Aðrir tölvuþrjótar geta því fínpússað og breytt til að henta betur til árása af mismunandi tagi. Árásin á föstudaginn beindist sérstaklega að fyrirtækinu Dyn, sem hefur umsjón með kerfi DNS netþjóna. Með því að gera árásir á fyrirtæki eins og DYN sem reka kerfi sem sjá um að tengja lén (eins og visir.is) við ip tölur, er hægt að valda umtalsverðum vandræðum á internetinu. Atlögur sem þessar kallast Denial of Services Attack (DOS) eða Distributed Denial of Service Attack (DDOS) og eru gerðar með því að stýra umferð inn á vefsíður í því magni að þær taka ekki lengur við heimsóknum og liggi niðri.Sjá einnig: Ný og hættuleg tegund netárása. Áðurnefnd nettengd heimilistæki og tól voru notuð til að stýra umferð inn á netþjóna Dyn. Áður fyrr hefði þurft fjölda öflugra tölva til að framkvæma slíka árás en með tilkomu internets hlutanna er hægt að beina netumferð frá milljónum smárra snjalltækja í ákveðnar áttir til að þyngja og takmarka netið. Ekki liggur fyrir hverjir framkvæmdu árásina. Öryggissérfræðingar sem AP fréttaveitan ræddi við segja ólíklegt að árásin hafi verið framkvæmd af einhverju ríki þar sem Mirai hafi verið gerður opinber. Fleiri árásir eru taldar vera óhjákvæmilegar í náinni framtíð. Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Sjá meira
Yfirvöld í Bandaríkjunum vinna að leiðum til að koma í veg fyrir árásir eins og þá sem átti sér stað á föstudaginn. Þar beittu tölvuþrjótar rúmlega milljón heimilistækjum, vefmyndavélum og jafnvel leikföngum til að brjóta sér leið inn að grunnstoðum internetsins. Twitter, Spotify, Netflix, Reddit og tugir annarra vefsvæða urðu fyrir truflunum og fóru jafnvel niður um tíma.Reuters segir frá því að í Bandaríkjunum séu sérfræðingar nú að vinna að því hvernig tryggja megi öryggi þessarra tækja. Sérfræðingar segja þó að ómögulegt verði að laga meirihluta þessarra tækja og að ástandið muni versna áður en það verður betra. Vírusinn sem notaður var til árásarinnar heitir Mirai og var hann nýverið gerður opinber á netinu. Með honum er hægt að ná tökum á áðurnefndum tækjum. Aðrir tölvuþrjótar geta því fínpússað og breytt til að henta betur til árása af mismunandi tagi. Árásin á föstudaginn beindist sérstaklega að fyrirtækinu Dyn, sem hefur umsjón með kerfi DNS netþjóna. Með því að gera árásir á fyrirtæki eins og DYN sem reka kerfi sem sjá um að tengja lén (eins og visir.is) við ip tölur, er hægt að valda umtalsverðum vandræðum á internetinu. Atlögur sem þessar kallast Denial of Services Attack (DOS) eða Distributed Denial of Service Attack (DDOS) og eru gerðar með því að stýra umferð inn á vefsíður í því magni að þær taka ekki lengur við heimsóknum og liggi niðri.Sjá einnig: Ný og hættuleg tegund netárása. Áðurnefnd nettengd heimilistæki og tól voru notuð til að stýra umferð inn á netþjóna Dyn. Áður fyrr hefði þurft fjölda öflugra tölva til að framkvæma slíka árás en með tilkomu internets hlutanna er hægt að beina netumferð frá milljónum smárra snjalltækja í ákveðnar áttir til að þyngja og takmarka netið. Ekki liggur fyrir hverjir framkvæmdu árásina. Öryggissérfræðingar sem AP fréttaveitan ræddi við segja ólíklegt að árásin hafi verið framkvæmd af einhverju ríki þar sem Mirai hafi verið gerður opinber. Fleiri árásir eru taldar vera óhjákvæmilegar í náinni framtíð.
Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Sjá meira