Innlent

Jarðvangur styrktur

Svavar Hávarðsson skrifar
Fjölmargar náttúruperlur eru innan jarðvangsins.
Fjölmargar náttúruperlur eru innan jarðvangsins. Vísir/Pjetur
Á síðasta aðalfundi Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga (SASS) var undirrituð viljayfirlýsing um fimm ára stuðning ríkisins við Kötlu jarðvang (Katla UNESCO Global Geopark).

Forsætisráðuneytið, í samræmi við samþykkt ríkisstjórnar, mun beita sér fyrir 20 milljóna króna fjárframlagi úr ríkissjóði á ári í fimm ár. Með slíku fjármagni má ráða tvo starfsmenn og styrkja þannig rekstur og starfsemi jarðvangsins. Í dag er um 1 stöðugildi sem sinnir starfseminni á kostnað sveitarfélaganna

Katla jarðvangur (Katla Geo­park) var stofnaður sem sjálfseignarstofnun 2010 að frumkvæði Háskólafélags Suðurlands og sveitar­félaganna, Rangárþings eystra, Mýrdalshrepps og Skaftárhrepps. Jarðvangar eru svæði sem hafa að geyma jarðminjar á heimsmælikvarða og er ætlað að stuðla að sjálfbærri nýtingu þeirra. 

Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu




Fleiri fréttir

Sjá meira


×