Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2 í beinni

Ítarlega verður fjallað um atburðarásina á Bessastöðum í dag þar sem formenn stjórnmálaflokkanna sem náðu manni inn á þing mættu á fund forseta. Í fréttatímanum verður rætt við formennina alla um þá stöðu sem blasir við í stjórnarmyndun, þar á meðal er Oddný Harðardóttir sem sagði af sér sem formaður Samfylkingarinnar eftir fund sinn með forsetanum.

Í fréttatímanum verður einnig rætt við nýliða á Alþingi en helmingur nýkjörinna þingmanna setjast í fyrsta skipti á þing.

Einnig verður fjallað um fjárframlög til Landspítalans en forstjóri hans segir spítalann þurfa 11,7 milljarða á næsta ári til að mæta viðbótarfjárþörf.

Við verðum síðan í beinni frá hljómplötuversluninni Lucky Records og fræðumst um Iceland Airwaves sem hefst á miðvikudaginn en samhliða þeim verða haldnir fjöldi hliðartónleika.

Þetta og meira til í kvöldfréttum Stöðvar 2, klukkan 18:30 á samtengdum rásum Stöðvar 2 og Bylgjunnar og í beinni útsendingu á fréttvefnum Vísi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×