Innlent

Rúta fór næstum á hliðina þegar vegkantur gaf sig

Samúel Karl Ólason skrifar
Frá vettvangi.
Frá vettvangi. Mynd/Herbert Hauksson.
Bændur, björgunarsveitir og lögregla komu 43 farþegum rútu til aðstoðar í dag. Vegkantur hafði gefið sig undan rútunni við Gígjarhólskot í Bláskógarbyggð upp úr klukkan 16 í dag. Aðstoða þurfti farþegana og bílstjóra rútunnar við að komast út úr henni.

Eins og sjá má á meðfylgjandi mynd mátti ekki miklu mina að rútan færi ofan í skurðinn með veginum. Tryggja þurfti að hún færi ekki ofan í skurðinn, áður en farþegunum var hleypt út. Bændur á staðnum og björgunarfélagið Eyvindur stóðu að björgun fólksins.

Þeim tókst að koma í hana böndum og halda rútunni stöðugri með hjálp vinnuvéla af nálægum bæjum. Eftir það þurfti að moka frá dyrum rútunnar og hjálpa farþegum út einum og einum. Í tilkynningu frá Landsbjörgu segir að ferðamennirnir hafi haldið ró sinni á meðan þessu fór fram.

Samkvæmt Lögreglunni á Suðurlandi eru allir farþegar óslasaðir og var önnur rúta fengin til að sækja þau. Ferðamennirnir þurftu að bíða í um klukkustund eftir rútunni.

Mynd/Herbert Hauksson
Mynd/Herbert Hauksson



Fleiri fréttir

Sjá meira


×