Innlent

Skorar á þingmenn að standa vörð um ungt fólk eftir banaslys í Öræfum

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Margrét Gauja hefur verið í fararbroddi hjá Samfylkingunni undanfarin misseri og bauð sig meðal annars fram til varaformanns í júní.
Margrét Gauja hefur verið í fararbroddi hjá Samfylkingunni undanfarin misseri og bauð sig meðal annars fram til varaformanns í júní. Vísir/Heiða
Margrét Gauja Magnúsdóttir, varaþingmaður Samfylkingarinnar, skorar á nýkjörna þingmenn að standa vörð um ungt fólk. Þetta segir hún eftir banaslys við Fagurhólsmýri í Öræfum snemma morguns í gær þegar piltur á átjánda ári beið bana. Pilturinn var á leið frá Höfn vestur Suðurlandsveg þegar bíllinn valt.

Margrét, sem hefur starfað við kennslu á Höfn, upplýsir að umræddur piltur hafi verið nemandi hennar og afar kær. Hún viti til þess að margir bíði viðbragða hennar vegna afhroðs Samfylkingarinnar, eins og hún orðar það sjálf, í nýafstöðunum kosningum. Það sé hins vegar smáatriði eins og allt annað samanborið við slysið.

Formenn flokka ræða við forseta Íslands í dag og í kjölfarið munu stjórnarmyndunarviðræður hefjast. Svo mun nýtt þing koma saman.

„Ég skora á ykkur kæru flottu þingmenn sem náðu kjöri í nótt að standa vörð um ungt fólk og stórefla aðgengi þeirra að sálfræðiþjónustu og öðrum úrræðum, um allt land. Eflið heilbrigðiskerfið okkar. Ég stóla á ykkur.“

Pilturinn, sem var einn á ferð, kastaðist út úr bifreiðinni og var úrskurðaður látinn á vettvangi slyssins.


 


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×