Innlent

Varað við stormi á Austfjörðum og Suðausturlandi á morgun

Atli Ísleifsson skrifar
Vindur verður mun vægari á Vesturlandi.
Vindur verður mun vægari á Vesturlandi. Vísir/Vilhelm
Veðurstofan hefur varað við stormi á Austfjörðum og Suðausturlandi á morgun. Gert er ráð fyrir norðvestan átt, 18 til 23 metra á sekúndu, en að vindhviður geti farið upp undir 40 metra á sekúndu.

Veðurspá næsta sólarhringinn gerir ráð fyrir vestlægri átt, 10 til 18 metra á sekúndu og skúrir eða él, en þurrt austanlands.

„Norðvestan 13-23 á morgun, hvassast á Austfjörðum og einnig á SA-landi fram eftir degi. Mun hægari vindur V-til á landinu. Él NA-lands, annars skýjað með köflum og þurrt víðast hvar. Kólnandi, hiti víða 0 til 5 stig á morgun,“ segir á heimasíðu Veðurstofunnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×