Erlent

Sjö látnir eftir lestarslys í London

Hulda Hólmkelsdóttir skrifar
Vagninn fór af sporinu í knappri vinstri beygju þar sem hámarkshraði er 19 kílómetrar á klukkustund.
Vagninn fór af sporinu í knappri vinstri beygju þar sem hámarkshraði er 19 kílómetrar á klukkustund.
Minnst sjö eru látnir og tugir slasaðir eftir að lest rann af sporunum í Croydon, úthverfi London í kvöld. Lestarstjórinn hefur verið handtekinn vegna gruns um manndráp.

Samgönguyfirvöld í Bretlandi rannsaka nú hvort að lestarstjórinn hafi sofnað við stjórn, en vagninn var á töluvert meiri hraða en eðlilegt er.

Vagninn fór af sporinu í knappri vinstri beygju þar sem hámarkshraði er 19 kílómetrar á klukkustund.

Samkvæmt upplýsingum BBC eru átta alvarlega eða lífshættulega slasaðir og samtals hefur 51 verið fluttur á sjúkrahús.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×