Innlent

Kirkjugarðar gætu þurft að segja upp fólki

Benedikt Bóas Hinriksson skrifar
Þórsteinn Ragnarsson hefur áhyggjur af fjárhagsstöðu Krikjugarðanna.
Þórsteinn Ragnarsson hefur áhyggjur af fjárhagsstöðu Krikjugarðanna. vísir/pjetur
Þórsteinn Ragnarsson, forstjóri Kirkjugarða Reykjavíkurprófastsdæma, skrifar í fréttabréfi garðanna að fjármál þeirra séu í ólestri. Þar segir hann að frá árinu 2009 hafi ríkið skert rekstrarfé og hafi einingaverð gjaldalíkansins rýrnað um tæplega 50 prósent ef miðað er við verðlagsþróun á þessum árum.

Hann segir að kirkjugarðar séu reknir með halla og sé áfram gengið á garðana þurfi að grípa til uppsagna.

Kirkjugarðar landsins fengu á síðasta ári leiðréttingu á fjárlögum vegna reikningsskekkju á árunum 2009-2014 sem nam 145 milljónum króna. Fengu KGRP um 50 prósent af þeirri upphæð.

Fréttin birtist fyrst á Fréttablaðinu




Fleiri fréttir

Sjá meira


×