Innlent

60 daga fangelsi fyrir að ryðjast inn á afgirt athafnasvæði Eimskipa

Anton Egilsson skrifar
Maðurinn játaði brot sitt skýlaust fyrir dómi í Héraðsdómi Reykjavíkur.
Maðurinn játaði brot sitt skýlaust fyrir dómi í Héraðsdómi Reykjavíkur. Vísir/Valli
Karlmaður fæddur árið 1991 hefur verið dæmdur í 60 daga fangelsi fyrir að hafa ruðst í heimildarleysi inn á á afgirt athafnasvæði Eimskipa við Sundahöfn í Reykjavík. Þetta var niðurstaða Héraðsdóms Reykjavíkur í máli ákværuvaldsins á hendur manninum.

Maðurinn sem er sýrlenskur ríkisborgari játaði brot sitt skýlaust fyrir dómi. Í dómnum kemur fram að svæðið sem maðurinn ruddist inn á sé verndað hafnarsvæði í samræmi við alþjóðakóða um skipa- og hafnavernd, en innan hafnarverndarsvæðis lágu flutningaskipin Skógarfoss, sem var á áætlun til Evrópu, og Brúarfoss, sem var á leið til Bandaríkjanna seinna sama dag og maðurinn ruddist þar inn.

Hann hafði september síðastliðnum verið dæmdur til 45 daga fangelsisvistar, skilorðsbundinnar í tvö ár, fyrir að hafa í tvígang ruðst í heimildarleysi inn á afgirt athafnasvæði Eimskipa við Sundahöfn en um er að ræða sams konar brot og hann er sakfelldur fyrir í máli þessu.

Rauf maðurinn með broti sínu skilorðsbundin refsidóm frá því í september. Refsing var því tekinn upp og ákvörðuð í einu lagi en Héraðsdómi Reykjavíkur þótti ekki efni til að binda refsinguna skilorði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×