Íraksher kominn inn í úthverfi Mosúlborgar Guðsteinn Bjarnason skrifar 2. nóvember 2016 07:00 VopnaðIr sjíamúslimar söfnuðust saman í bænum Zarka. vísir/epa Írakskar hersveitir eru komnar inn í úthverfi borgarinnar Mosúl, rúmri viku eftir að sókn stjórnarhersins og Kúrdasveita hófst til að ná borginni úr höndum vígasveita Íslamska ríkisins, eða Daish-samtakanna. Fjölmiðlar skýrðu frá þessu í gærmorgun og sögðu innrásarliðið mæta harðri mótstöðu. Haider al Abadi, forsætisráðherra Íraks, ræddi við fjölmiðla í gær og sagðist skora á Daish að gefast upp: „Þeir hafa ekkert val. Annaðhvort gefast þeir upp eða deyja,“ sagði hann. Mosúl er síðasta stóra borgin sem Daish-samtökin ráða enn yfir í Írak, en þau náðu henni á sitt vald sumarið 2014. Íraksher var í gærmorgun kominn með herlið inn í Gogjali-hverfi, sem er eitt af úthverfunum austan til í Mosúlborg. Löng leið er samt enn eftir inn í miðborgina og búast má við hörðum átökum með miklu mannfalli. Fjölþjóðaherlið undir forystu Bandaríkjahers hefur aðstoðað innrásarliðið, meðal annars með loftárásum. Breska blaðið The Guardian skýrði í gær frá því að heil fjölskylda hafi látið lífið í loftárás bandaríska hersins á heimili hennar í þorpinu Fadilíja skammt frá Mosúl. Íbúðarhús fjölskyldunnar varð tvisvar fyrir sprengju og gjöreyðilagðist þannig að vart stendur steinn yfir steini, bókstaflega. Að sögn The Guardian þeyttust brot úr húsinu og sprengjunum allt að þrjú hundruð metra. Þar létu átta manns úr sömu fjölskyldunni lífið, þar af þrjú börn. Nokkur hundruð fjölskyldur búa í þessu þorpi og er fullyrt að þær verði fluttar burt til flóttamannabúða.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Forsætisráðherra Íraka hvetur ISIS-liða í Mosúl til að gefast upp Haider al-Abadi kom fram í sjónvarpsávarpi í nótt þar sem hann sagði liðsmenn ISIS aðeins eiga tvo kosti í stöðunni, annað hvort gefast þeir upp nú þegar, eða þeir deyja. 1. nóvember 2016 10:01 Tæplega þúsund ISIS-liðar hafa fallið í og í kringum Mosúl Írakska ríkisstjórnin hefur greint frá því að 57 írakskir hermenn hafi fallið og 250 særst frá því að sóknin að Mosúl hófst í síðustu viku. 27. október 2016 14:24 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Sjá meira
Írakskar hersveitir eru komnar inn í úthverfi borgarinnar Mosúl, rúmri viku eftir að sókn stjórnarhersins og Kúrdasveita hófst til að ná borginni úr höndum vígasveita Íslamska ríkisins, eða Daish-samtakanna. Fjölmiðlar skýrðu frá þessu í gærmorgun og sögðu innrásarliðið mæta harðri mótstöðu. Haider al Abadi, forsætisráðherra Íraks, ræddi við fjölmiðla í gær og sagðist skora á Daish að gefast upp: „Þeir hafa ekkert val. Annaðhvort gefast þeir upp eða deyja,“ sagði hann. Mosúl er síðasta stóra borgin sem Daish-samtökin ráða enn yfir í Írak, en þau náðu henni á sitt vald sumarið 2014. Íraksher var í gærmorgun kominn með herlið inn í Gogjali-hverfi, sem er eitt af úthverfunum austan til í Mosúlborg. Löng leið er samt enn eftir inn í miðborgina og búast má við hörðum átökum með miklu mannfalli. Fjölþjóðaherlið undir forystu Bandaríkjahers hefur aðstoðað innrásarliðið, meðal annars með loftárásum. Breska blaðið The Guardian skýrði í gær frá því að heil fjölskylda hafi látið lífið í loftárás bandaríska hersins á heimili hennar í þorpinu Fadilíja skammt frá Mosúl. Íbúðarhús fjölskyldunnar varð tvisvar fyrir sprengju og gjöreyðilagðist þannig að vart stendur steinn yfir steini, bókstaflega. Að sögn The Guardian þeyttust brot úr húsinu og sprengjunum allt að þrjú hundruð metra. Þar létu átta manns úr sömu fjölskyldunni lífið, þar af þrjú börn. Nokkur hundruð fjölskyldur búa í þessu þorpi og er fullyrt að þær verði fluttar burt til flóttamannabúða.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Forsætisráðherra Íraka hvetur ISIS-liða í Mosúl til að gefast upp Haider al-Abadi kom fram í sjónvarpsávarpi í nótt þar sem hann sagði liðsmenn ISIS aðeins eiga tvo kosti í stöðunni, annað hvort gefast þeir upp nú þegar, eða þeir deyja. 1. nóvember 2016 10:01 Tæplega þúsund ISIS-liðar hafa fallið í og í kringum Mosúl Írakska ríkisstjórnin hefur greint frá því að 57 írakskir hermenn hafi fallið og 250 særst frá því að sóknin að Mosúl hófst í síðustu viku. 27. október 2016 14:24 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Sjá meira
Forsætisráðherra Íraka hvetur ISIS-liða í Mosúl til að gefast upp Haider al-Abadi kom fram í sjónvarpsávarpi í nótt þar sem hann sagði liðsmenn ISIS aðeins eiga tvo kosti í stöðunni, annað hvort gefast þeir upp nú þegar, eða þeir deyja. 1. nóvember 2016 10:01
Tæplega þúsund ISIS-liðar hafa fallið í og í kringum Mosúl Írakska ríkisstjórnin hefur greint frá því að 57 írakskir hermenn hafi fallið og 250 særst frá því að sóknin að Mosúl hófst í síðustu viku. 27. október 2016 14:24