Innlent

Oddný vill að Katrín Jakobsdóttir fái umboðið

Birgir Olgeirsson skrifar
Oddný Harðardóttir og Katrín Jakobsdóttir.
Oddný Harðardóttir og Katrín Jakobsdóttir. Vísir/GVA
Eitt af síðustu verkum Oddnýjar Harðardóttur sem formanns Samfylkingarinnar var að segja forseta Íslands, Guðna Th. Jóhannessyni, að Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, ætti að fá stjórnarmyndunarumboðið.

Oddný sagði af sér sem formaður Samfylkingarinnar eftir fund sinn með forsetanum á Bessastöðum í gær en hún segir á Facebook í dag að henni fannst gott að tala við forsetann í gær í bókhlöðunni á Bessastöðum sem hún segir vera hlýlegt og sögulegt herbergi.

Hún er á því að Katrín Jakobsdóttir eigi að fá stjórnarmyndunarumboðið en segir ástæðuna ekki aðeins vegna þess að flokkur hennar bætti við sig þingmönnum heldur einnig vegna þes að kannanir hafa sýnt að fólkið í landinu treystir henni betur en öðrum á þessum vettvangi.

„Með falli ríkisstjórnarinnar er kallað eftir breytingum og skyldi engan undra. Umbótastjórn með stjórnarandstöðunni og Viðreisn er möguleg og ég hef trú á því að viðræður um málefnasamning milli þessara fimm flokka undir stjórn Katrínar, gætu laðað fram samkomulag sem yrði allra besti kosturinn fyrir fólkið í landinu í stöðunni eins og hún er.“


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×