Innlent

Eygló staðgengill forsætisráðherra á þingi Norðurlandaráðs

Atli Ísleifsson skrifar
Eygló Harðardóttir er samstarfsráðherra Norðurlandanna.
Eygló Harðardóttir er samstarfsráðherra Norðurlandanna. Vísir/Ernir
Eygló Harðardóttir, félagsmálaráðherra og samstarfsráðherra Norðurlandanna, er staðgengill Sigurðar Inga Jóhannssonar forsætisráðherra á 68. þingi Norðurlandaráðs sem nú fer fram í Kaupmannahöfn.

Forsætisráðherrar allra Norðurlanda sækja þingið ásamt fjölda þingmanna ríkjanna.

Á þinginu verður meðal annars fjallað um heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun og hvernig Norðurlöndin geti lagt sitt á vogarskálarnar til að ná þeim. Sömuleiðis verða öryggis- og varnarmál til umræðu.

Samkvæmt upplýsingum frá utanríkisráðuneytinu mun Stefán Haukur Jóhannesson, ráðuneytisstjóri utanríkisráðuneytisins, sækja þingið fyrir hönd Lilju Alfreðsdóttur utanríkisráðherra. Þá mun Sigrún Magnúsdóttir umhverfisráðherra sækja fundi á þinginu sem snúa að hennar málaflokki, líkt og Illugi Gunnarsson mennta- og menningarmálaráðherra.

Þingmennirnir Ásmundur Friðriksson, Björt Ólafsdóttir, Brynjar Níelsson, Silja Dögg Gunnarsdóttir, Steingrímur J. Sigfússon og Þórunn Egilsdóttir sækja einnig þingið sem stendur fram á fimmtudag.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×