Leitin hefur engan árangur borið Jóhann K. Jóhannsson skrifar 19. nóvember 2016 19:23 Um þrjú hundruð og tuttugu björgunarsveitarmenn af nær öllu landinu hafa leitað án árangurs að rjúpnaskyttu sem skilaði sér ekki til baka eftir veiðar í gærkvöldi. Aðstæður til leitar hafa verið erfiðar sökum veðurs og færðar. Áfram verður leitað í kvöld og í nótt og hefur verið kallað eftir fleira björgunarsveitafólki svo hægt verði að leita af krafti þegar birtir í fyrramálið, samkvæmt tilkynningu frá Landsbjörgu. Björgunarsveitir allt frá Eyjafirði suður í Öræfasveit auk þyrlu Landhelgisgæslunnar voru kallaðar út rétt fyrir klukkan átta í gærkvöldi til leitar að rjúpnaskyttu sem fór frá sumarhúsabyggð í landi Einarsstaða á Héraði mitt á milli Egilsstaða og Hallormsstaða. Leitað hefur verið stöðugt frá því í gærkvöldi en á annað hundrað björgunarsveitarmenn auk sporhunda leita í hverri lotu. Leitarskilyrði í gærkvöldi voru nokkuð góð en þegar leið á nóttina urðu skilyrðin erfiðari og gat þyrla Landhelgisgæslunnar ekki getað tekið þátt í leitinni fyrr en nú undir kvöld vegna veðurs. „í dag hafa þeirra bara verið að fókúsera á þessi svæði frá þeim stað þar sem hinn týndi sást síðast,“ sagði Einar Daníelsson, stjórnandi í aðgerðarstjórn Slysavarnafélagsins Landsbjargar. Leitarsvæðið er erfitt yfirferðar og um allnokkurt skóglendi og hafa aðstæður verið þannig að of mikill snjór er fyrir fjór- og sexhjól en of lítill fyrir vélsleða. Leitarfólk hefur því farið um leitarsvæðið fótgangandi eða á þrúgum og skíðum. Rúmlega fimmtíu björgunarsveitarmenn auk fleiri leitarhunda voru um hádegisbil í dag sendir með flugvél frá Flugfélagi Íslands til Egilsstaða þar sem þeir taka þátt í leitinni. Alls hafa um 370 björgunarsveitarmann víðs vegar af landinu komið að leitinni. Í gærkvöldi beindist leitin einkum að Ketilstaðaöxl þar sem ferðafélagar mannsins töldu sig hafa séð hann síðast en það svæði var hraðleitað í gærkvöld og í nótt allt út undir Útnyrðingsstaði. Þá hefur einnig verið leitað austur að Köldikvíslardal. Ekki hefur reynst unnt að notast við miðunarbúnað vegna farsíma mannsins þar sem vitað er að hann er ekki með farsíma meðferðis en samkvæmt upplýsingum fréttastofu var hann að öðru leiti nokkuð vel útbúinn og vel á sig kominn. „Hann er í góðum utan yfir flíkum með og í ull og flís innan undir. Hann er með hund meðferðis. Labrador hund sem virðist vel taminn og vanur veiði hundur,. Það verður leitað alveg fram í dimmu og svo munum við hafa einhvers konar vita. Við munum hafa fólk með ljós að einhverju leiti yfir nóttina“ segir Einar. Veiðimanni á rjúpu bjargað Mest lesið Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Innlent Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Innlent Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Innlent Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Innlent Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Innlent Bandaríkin muni semja Innlent Fleiri fréttir Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Sjá meira
Um þrjú hundruð og tuttugu björgunarsveitarmenn af nær öllu landinu hafa leitað án árangurs að rjúpnaskyttu sem skilaði sér ekki til baka eftir veiðar í gærkvöldi. Aðstæður til leitar hafa verið erfiðar sökum veðurs og færðar. Áfram verður leitað í kvöld og í nótt og hefur verið kallað eftir fleira björgunarsveitafólki svo hægt verði að leita af krafti þegar birtir í fyrramálið, samkvæmt tilkynningu frá Landsbjörgu. Björgunarsveitir allt frá Eyjafirði suður í Öræfasveit auk þyrlu Landhelgisgæslunnar voru kallaðar út rétt fyrir klukkan átta í gærkvöldi til leitar að rjúpnaskyttu sem fór frá sumarhúsabyggð í landi Einarsstaða á Héraði mitt á milli Egilsstaða og Hallormsstaða. Leitað hefur verið stöðugt frá því í gærkvöldi en á annað hundrað björgunarsveitarmenn auk sporhunda leita í hverri lotu. Leitarskilyrði í gærkvöldi voru nokkuð góð en þegar leið á nóttina urðu skilyrðin erfiðari og gat þyrla Landhelgisgæslunnar ekki getað tekið þátt í leitinni fyrr en nú undir kvöld vegna veðurs. „í dag hafa þeirra bara verið að fókúsera á þessi svæði frá þeim stað þar sem hinn týndi sást síðast,“ sagði Einar Daníelsson, stjórnandi í aðgerðarstjórn Slysavarnafélagsins Landsbjargar. Leitarsvæðið er erfitt yfirferðar og um allnokkurt skóglendi og hafa aðstæður verið þannig að of mikill snjór er fyrir fjór- og sexhjól en of lítill fyrir vélsleða. Leitarfólk hefur því farið um leitarsvæðið fótgangandi eða á þrúgum og skíðum. Rúmlega fimmtíu björgunarsveitarmenn auk fleiri leitarhunda voru um hádegisbil í dag sendir með flugvél frá Flugfélagi Íslands til Egilsstaða þar sem þeir taka þátt í leitinni. Alls hafa um 370 björgunarsveitarmann víðs vegar af landinu komið að leitinni. Í gærkvöldi beindist leitin einkum að Ketilstaðaöxl þar sem ferðafélagar mannsins töldu sig hafa séð hann síðast en það svæði var hraðleitað í gærkvöld og í nótt allt út undir Útnyrðingsstaði. Þá hefur einnig verið leitað austur að Köldikvíslardal. Ekki hefur reynst unnt að notast við miðunarbúnað vegna farsíma mannsins þar sem vitað er að hann er ekki með farsíma meðferðis en samkvæmt upplýsingum fréttastofu var hann að öðru leiti nokkuð vel útbúinn og vel á sig kominn. „Hann er í góðum utan yfir flíkum með og í ull og flís innan undir. Hann er með hund meðferðis. Labrador hund sem virðist vel taminn og vanur veiði hundur,. Það verður leitað alveg fram í dimmu og svo munum við hafa einhvers konar vita. Við munum hafa fólk með ljós að einhverju leiti yfir nóttina“ segir Einar.
Veiðimanni á rjúpu bjargað Mest lesið Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Innlent Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Innlent Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Innlent Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Innlent Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Innlent Bandaríkin muni semja Innlent Fleiri fréttir Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Sjá meira